Innlent

Raf­magn komið aftur á Suður­nesjum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Rafmagn var úti á Suðurnesjum í um klukkustund.
Rafmagn var úti á Suðurnesjum í um klukkustund. Vísir/Vilhelm

Rafmagn er komið aftur á Suðurnesjum en rafmagnslaust varð í Keflavík, Ásbrú, Sandgerði, Garði og víðar fyrir um klukkustund. 

Þetta staðfestir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, í samtali við fréttastofu. 

Steinunn sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að Suðurnesjalína I hafi dottið út eftir að eldingu laust niður á hana. 

„Þetta sýnir mikilvægi þess að geta komist í að byggja Suðurnesjalínu II því það er bara ein lína sem heldur uppi rafmagninu á Suðurnesjum,“ sagði Steinunn í samtali við fréttastofu. 


Tengdar fréttir

Rafmagnslaust eftir að eldingu laust niður á Suðurnesjalínu

Íbúar í Keflavík, Njarðvík, Ásbrú, Sandgerði, Garði og víðar á Suðurnesjum hafa ekkert rafmagn sem stendur. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir að öllum líkindum að eldingu hafi lostið niður á Suðurnesjalínu I. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×