Sjálfstætt fólk, sjálfstæð þjóð Arnar Þór Jónsson skrifar 26. janúar 2024 10:31 Meginástæða þess að ég gef kost á mér til að gegna embætti forseta Íslands er sú að ég tel ógnir steðja að okkar dýrmæta lýðveldi. Þessar hættur leyna á sér og eru misjafnlega sýnilegar fólki; bæði eftir því sem það hefur upplifað sjálft og líka eftir því sem það vill sjá og heyra. Ég veit að það getur stundum verið þægilegt að líta undan og e.t.v. gerum við það flest í æ ríkara mæli eftir því sem við þurfum stöðugt að meðtaka fleiri fréttir og nýjan fróðleik í gegnum allar þær leiðir sem fjölmiðlar og netheimar nútímans nýta til að ná til okkar. Ógnirnar sem steðja að íslensku lýðræði felast að mínu viti í því að fulltrúalýðræðið er að fjarlægjast hinn upphaflega tilgang sinn. Við höfum um langa hríð skipað okkur í ólíkar fylkingar og greitt ólíkum stjórnmálaflokkum atkvæði til þess að tryggja áherslumálum okkar brautargengi. Valdið hefur komið frá fólkinu. Gjarnan mótar stór hópur stefnuna, t.d. á flokksþingum, sem setur svo fulltrúa sína til verka á Alþingi eða í sveitarstjórnum. Þannig höfum við í senn hvatt fólk til sjálfstæðrar ákvarðanatöku og þátttöku á sviði stjórnmálanna. Við höfum laðað fram heilbrigð skoðanaskipti innan flokkanna og á milli þeirra og staðið vörð um sjálfstæði þjóðarinnar og sameiginleg hagsmunamál hennar. En nú er hún Snorrabúð stekkur. Eða hvað? Getur verið að feðranna frægð sé „fallin í gleymsku og dá“ eins og Jónas Hallgrímsson gerði svo eftirminnilega að yrkisefni sínu í ljóðinu um Ísland farsældafrón. Það var heimssögulegur atburður þegar Íslendingar stofnuðu Alþingi á Þingvöllum árið 930. Alþingi var í senn löggjafarþing og æðsti dómstóll þjóðarinnar allt þar til við samþykktum Gamla sáttmála og gengum Noregskonungi á hönd. Um leið seldum við erlendu valdi sjálfstæði okkar og endurheimtum það ekki fyrr en í áföngum meira en sex hundruð árum síðar. Sagan má aldrei endurtaka sig en blikur eru því miður á lofti. Eina vörnin er fólgin í virku lýðræði þar sem hver og einn fær tækifæri til þess að taka þátt og leggja sitt af mörkum. Lýðræði er nefnilega ekki áhorfendasport. Það byggist ekki upp á því að nokkrir útvaldir mæti til leiks og heyi keppnina á eigin forsendum. Þvert á móti. Keppendur eru valdir af grasrótinni og fá ekki einungis fyrirmælin um erindi sitt frá stuðningsfólkinu heldur einnig aðhaldið í gegnum samtal þar sem allir geta tjáð sig og hafa sama aðgang að ræðustólnum. Þannig eru grundvallaratriði lýðræðisins. Um þau vil ég standa vörð og ég tel ekki veita af því að hvatning og aðhald í þeim efnum komi frá eina embættismanni þjóðarinnar sem kosinn er beinni og milliliðalausri lýðræðislegri kosningu – forsetanum. Sérstaklega þegar sú staða virðist blasa við að stór hluti stjórnmálamanna sé smám saman að missa sjónar á aðalatriðunum í hlutverki sínu og skyldum gagnvart umbjóðendum sínum og lýðræðinu. Rót lýðræðisins er hjá almenningi, ekki hjá stjórnmálaflokkunum sjálfum, stórfyrirtækjum sem seilast til áhrifa, fræðimönnum sem tala í krafti sérþekkingar, embættismönnum eða alþjóðlegum stofnunum. Í stað þess að stjórnað sé með reglum sem eiga sér lýðræðislega rót í samfélagi sjálfstæðra einstaklinga færist ákvarðanatakan yfir til flokka sem í framkvæmd sýna viðleitni í þá átt að stýra með valdboði og leggja áherslu á hlýðni við yfirvald fremur en sjálfræði einstaklingsins og þátttöku hans í stjórn sinna mála. Undir merkjum fagmennsku setja þrýstihóparnir gjarnan fram stefnuskrár sem klæddar eru í búning almannahagsmuna en þjóna í reynd þröngum sérhagsmunum. Á hinu alþjóðlega sviði eru sumir þessara þrýstihópa svo stórir, valdamiklir og fjársterkir að smáríki eins og Ísland mega sín lítils í leiknum. Undan þrýstingi á slíkum vettvangi, t.d. meðal embættismanna ESB, meðal auðjöfra í Davos eða fulltrúa (ólýðræðislegra) stórvelda á vettvangi SÞ, mega fulltrúar Íslands ekki kikna. Þeirra hlutverk er ekki að starfa í þágu sérhagsmuna víða um heim heldur að verja stjórnarskrá lýðveldisins og standa vörð um þjóðarhag á breiðum faglegum, efnahagslegum og þjóðhagslegum grunni. Ég hef áhyggjur af því að þjóðkjörnir stjórnmálamenn og ekki síst ráðamenn íslenskrar þjóðar, séu að fjarlægjast lýðræðislegar skyldur sínar og í sumum tilfellum, kannski óafvitandi, að þróast yfir í það að verða einhverskonar embættismenn sem ganga erinda alls kyns þrýstihópa og lúta jafnvel erlendu valdi þannig að gengið sé á stjórnarskrárvarin réttindi fólksins í landinu. Í slíkum tilfellum tel ég að forseti Íslands eigi að nýta sér þann rétt sem hann hefur til þess að vísa málum beint til þjóðarinnar. Það er að mínu viti stærsta verkefni embættis forseta Íslands að næra, eins og frekast er unnt, sjálfstæða ákvarðanatöku einstaklinganna í heilbrigðu lýðræðisríki og standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar í farsælu samstarfi sínu við aðrar þjóðir. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Meginástæða þess að ég gef kost á mér til að gegna embætti forseta Íslands er sú að ég tel ógnir steðja að okkar dýrmæta lýðveldi. Þessar hættur leyna á sér og eru misjafnlega sýnilegar fólki; bæði eftir því sem það hefur upplifað sjálft og líka eftir því sem það vill sjá og heyra. Ég veit að það getur stundum verið þægilegt að líta undan og e.t.v. gerum við það flest í æ ríkara mæli eftir því sem við þurfum stöðugt að meðtaka fleiri fréttir og nýjan fróðleik í gegnum allar þær leiðir sem fjölmiðlar og netheimar nútímans nýta til að ná til okkar. Ógnirnar sem steðja að íslensku lýðræði felast að mínu viti í því að fulltrúalýðræðið er að fjarlægjast hinn upphaflega tilgang sinn. Við höfum um langa hríð skipað okkur í ólíkar fylkingar og greitt ólíkum stjórnmálaflokkum atkvæði til þess að tryggja áherslumálum okkar brautargengi. Valdið hefur komið frá fólkinu. Gjarnan mótar stór hópur stefnuna, t.d. á flokksþingum, sem setur svo fulltrúa sína til verka á Alþingi eða í sveitarstjórnum. Þannig höfum við í senn hvatt fólk til sjálfstæðrar ákvarðanatöku og þátttöku á sviði stjórnmálanna. Við höfum laðað fram heilbrigð skoðanaskipti innan flokkanna og á milli þeirra og staðið vörð um sjálfstæði þjóðarinnar og sameiginleg hagsmunamál hennar. En nú er hún Snorrabúð stekkur. Eða hvað? Getur verið að feðranna frægð sé „fallin í gleymsku og dá“ eins og Jónas Hallgrímsson gerði svo eftirminnilega að yrkisefni sínu í ljóðinu um Ísland farsældafrón. Það var heimssögulegur atburður þegar Íslendingar stofnuðu Alþingi á Þingvöllum árið 930. Alþingi var í senn löggjafarþing og æðsti dómstóll þjóðarinnar allt þar til við samþykktum Gamla sáttmála og gengum Noregskonungi á hönd. Um leið seldum við erlendu valdi sjálfstæði okkar og endurheimtum það ekki fyrr en í áföngum meira en sex hundruð árum síðar. Sagan má aldrei endurtaka sig en blikur eru því miður á lofti. Eina vörnin er fólgin í virku lýðræði þar sem hver og einn fær tækifæri til þess að taka þátt og leggja sitt af mörkum. Lýðræði er nefnilega ekki áhorfendasport. Það byggist ekki upp á því að nokkrir útvaldir mæti til leiks og heyi keppnina á eigin forsendum. Þvert á móti. Keppendur eru valdir af grasrótinni og fá ekki einungis fyrirmælin um erindi sitt frá stuðningsfólkinu heldur einnig aðhaldið í gegnum samtal þar sem allir geta tjáð sig og hafa sama aðgang að ræðustólnum. Þannig eru grundvallaratriði lýðræðisins. Um þau vil ég standa vörð og ég tel ekki veita af því að hvatning og aðhald í þeim efnum komi frá eina embættismanni þjóðarinnar sem kosinn er beinni og milliliðalausri lýðræðislegri kosningu – forsetanum. Sérstaklega þegar sú staða virðist blasa við að stór hluti stjórnmálamanna sé smám saman að missa sjónar á aðalatriðunum í hlutverki sínu og skyldum gagnvart umbjóðendum sínum og lýðræðinu. Rót lýðræðisins er hjá almenningi, ekki hjá stjórnmálaflokkunum sjálfum, stórfyrirtækjum sem seilast til áhrifa, fræðimönnum sem tala í krafti sérþekkingar, embættismönnum eða alþjóðlegum stofnunum. Í stað þess að stjórnað sé með reglum sem eiga sér lýðræðislega rót í samfélagi sjálfstæðra einstaklinga færist ákvarðanatakan yfir til flokka sem í framkvæmd sýna viðleitni í þá átt að stýra með valdboði og leggja áherslu á hlýðni við yfirvald fremur en sjálfræði einstaklingsins og þátttöku hans í stjórn sinna mála. Undir merkjum fagmennsku setja þrýstihóparnir gjarnan fram stefnuskrár sem klæddar eru í búning almannahagsmuna en þjóna í reynd þröngum sérhagsmunum. Á hinu alþjóðlega sviði eru sumir þessara þrýstihópa svo stórir, valdamiklir og fjársterkir að smáríki eins og Ísland mega sín lítils í leiknum. Undan þrýstingi á slíkum vettvangi, t.d. meðal embættismanna ESB, meðal auðjöfra í Davos eða fulltrúa (ólýðræðislegra) stórvelda á vettvangi SÞ, mega fulltrúar Íslands ekki kikna. Þeirra hlutverk er ekki að starfa í þágu sérhagsmuna víða um heim heldur að verja stjórnarskrá lýðveldisins og standa vörð um þjóðarhag á breiðum faglegum, efnahagslegum og þjóðhagslegum grunni. Ég hef áhyggjur af því að þjóðkjörnir stjórnmálamenn og ekki síst ráðamenn íslenskrar þjóðar, séu að fjarlægjast lýðræðislegar skyldur sínar og í sumum tilfellum, kannski óafvitandi, að þróast yfir í það að verða einhverskonar embættismenn sem ganga erinda alls kyns þrýstihópa og lúta jafnvel erlendu valdi þannig að gengið sé á stjórnarskrárvarin réttindi fólksins í landinu. Í slíkum tilfellum tel ég að forseti Íslands eigi að nýta sér þann rétt sem hann hefur til þess að vísa málum beint til þjóðarinnar. Það er að mínu viti stærsta verkefni embættis forseta Íslands að næra, eins og frekast er unnt, sjálfstæða ákvarðanatöku einstaklinganna í heilbrigðu lýðræðisríki og standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar í farsælu samstarfi sínu við aðrar þjóðir. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun