Segist ekki vanhæf vegna „harla óvenjulegs“ tölvupósts Ómars Jón Þór Stefánsson skrifar 26. janúar 2024 16:35 Ómar R. Valdimarsson við dómsupphvaðningu í Bankastræti Club-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Sigríður Hjaltested, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, þarf ekki víkja úr sæti úr dómsmáli líkt og Ómar R. Valdimarsson lögmaður krafðist. Hann vildi að Sigríður tæki mögulegt vanhæfi sitt til skoðunar vegna fyrri samskipta þeirra á milli, sem tengjast sakamáli sem hefur verið kennt við skemmtistaðinn Bankastræti Club. Sigríður úrskurðaði að hún myndi ekki víkja og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Dómsmálið sem um ræðir varðar umferðalagabrot, en úrskurður Landsréttar fjallar um þau að mjög litlu leyti. Úrskurðurinn hverfist um ágreining sem tengist dómsmáli vegna hnífstunguárásar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember 2022. Sakborningarnir í málinu voru 25 talsins, en rétt rúmu ári eftir árásina, í nóvember á síðasta ári, var dómur felldur í málinu. Þar hlaut Alexander Máni Björnsson þyngstan dóm, sex ára fangelsi. Ómar var verjandi hans, en Sigríður dæmdi í málinu. Alexander var gert að greiða tvo þriðju málsvarnarlauna Ómars sem hljóðuðu upp á tæplega átta milljónir króna. Svo virðist sem Ómar hafi viljað hærri upphæð. Hann lagði fyrir tímaskýrslu, sem samkvæmt dómi héraðsdóms innihélt ekki nákvæma sundurliðun á vinnustundum hans, en Ómar taldi til 594 klukkustunda vinnu við málið eða sem samsvarar 74 átta klukkustundalöngum vinnudögum. Alexander skrifaði undir skýrsluna en dómurinn sagði að hún hefði enga þýðingu og áætlaði málsvarnarlaunin að hluta. Ómar fékk því lægri upphæð en hann krafðist. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms, sem varðaði hvort Sigríður myndi víkja í umferðarlagabrotsmálinu, segir að í kjölfar dómsuppsögunnar í Bankastrætismálinu hafi Ómar sent Sigríði tölvupóst. Hún sagðist ekki hafa svarað póstinum þar sem henni þótti hann „harla óvenjulegur“, en í honum hafi Ómar gagnrýnt ákvörðun Sigríðar varðandi málsvarnarlaunin. Sigríður áframsendi póstinn á Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, dómstjóra við Héraðsdóms Reykjavíkur. Ingibjörg sendi úrskurðarnefnd lögmanna erindi vegna tölvupóstsins. Vegna þessa vildi Ómar að Sigríður myndi skoða hæfi sitt í umferðarlagabrotsmálinu þar sem hann er verjandi. Í úrskurði Sigríðar um eigið hæfi er tekið fram að dómari hafi ýmis völd í málsmeðferð. Beiti dómari þessum völdum sínum hafi það ekki þótt valda vanhæfi dómara gagnvart lögmanni síðar meir. Þá bendir hún á að Ómar hafi haft frumkvæði að tölvpóstsamskiptunum. Jafnframt eigi hún ekki aðild að erindinu sem hafi verið sent til úrskurðarnefndar lögmanna. „Í erindinu er ekkert sem endurspeglar persónulega óvild dómarans í garð verjandans og er því raunar ekki haldið fram að hún sé til staðar,“ segir í úrskurði Sigríðar, en líkt og áður segir úrskurðaði hún sjálf að hún ætti ekki að víkja. Landsréttur staðfesti úrskurðinn og vísaði alfarið til forsenda héraðsdóms. Dómsmál Dómstólar Lögmennska Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Sigríður úrskurðaði að hún myndi ekki víkja og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Dómsmálið sem um ræðir varðar umferðalagabrot, en úrskurður Landsréttar fjallar um þau að mjög litlu leyti. Úrskurðurinn hverfist um ágreining sem tengist dómsmáli vegna hnífstunguárásar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember 2022. Sakborningarnir í málinu voru 25 talsins, en rétt rúmu ári eftir árásina, í nóvember á síðasta ári, var dómur felldur í málinu. Þar hlaut Alexander Máni Björnsson þyngstan dóm, sex ára fangelsi. Ómar var verjandi hans, en Sigríður dæmdi í málinu. Alexander var gert að greiða tvo þriðju málsvarnarlauna Ómars sem hljóðuðu upp á tæplega átta milljónir króna. Svo virðist sem Ómar hafi viljað hærri upphæð. Hann lagði fyrir tímaskýrslu, sem samkvæmt dómi héraðsdóms innihélt ekki nákvæma sundurliðun á vinnustundum hans, en Ómar taldi til 594 klukkustunda vinnu við málið eða sem samsvarar 74 átta klukkustundalöngum vinnudögum. Alexander skrifaði undir skýrsluna en dómurinn sagði að hún hefði enga þýðingu og áætlaði málsvarnarlaunin að hluta. Ómar fékk því lægri upphæð en hann krafðist. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms, sem varðaði hvort Sigríður myndi víkja í umferðarlagabrotsmálinu, segir að í kjölfar dómsuppsögunnar í Bankastrætismálinu hafi Ómar sent Sigríði tölvupóst. Hún sagðist ekki hafa svarað póstinum þar sem henni þótti hann „harla óvenjulegur“, en í honum hafi Ómar gagnrýnt ákvörðun Sigríðar varðandi málsvarnarlaunin. Sigríður áframsendi póstinn á Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, dómstjóra við Héraðsdóms Reykjavíkur. Ingibjörg sendi úrskurðarnefnd lögmanna erindi vegna tölvupóstsins. Vegna þessa vildi Ómar að Sigríður myndi skoða hæfi sitt í umferðarlagabrotsmálinu þar sem hann er verjandi. Í úrskurði Sigríðar um eigið hæfi er tekið fram að dómari hafi ýmis völd í málsmeðferð. Beiti dómari þessum völdum sínum hafi það ekki þótt valda vanhæfi dómara gagnvart lögmanni síðar meir. Þá bendir hún á að Ómar hafi haft frumkvæði að tölvpóstsamskiptunum. Jafnframt eigi hún ekki aðild að erindinu sem hafi verið sent til úrskurðarnefndar lögmanna. „Í erindinu er ekkert sem endurspeglar persónulega óvild dómarans í garð verjandans og er því raunar ekki haldið fram að hún sé til staðar,“ segir í úrskurði Sigríðar, en líkt og áður segir úrskurðaði hún sjálf að hún ætti ekki að víkja. Landsréttur staðfesti úrskurðinn og vísaði alfarið til forsenda héraðsdóms.
Dómsmál Dómstólar Lögmennska Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira