Fyrri samningur Norris gilti út tímabilið 2025 og átti hann því enn tvö tímabil eftir á samningi sínum. Hann hefur nú skrifað undir nýjan samning sem heldur honum hjá McLaren næstu ár, en ekki kemur fram hversu langur nýi samningurinn er.
Here to stay. 🧡 @LandoNorris pic.twitter.com/4Kyir4W4RO
— McLaren (@McLarenF1) January 26, 2024
Einhverjir bjuggust við því að Norris gæti reynt að næla sér í sæti hjá Red Bull, ríkjandi heimsmeisturum bílasmiða, á næsta tímabili, en Sergio Perez er samningslaus. Norris segir það þó ekki hafa verið erfitt að taka ákvörðun um að framlengja við McLaren.
„Ég elska að vera hérna. Ég er búinn að elska það frá fyrsta degi og ég er orðinn stór hluti af þessari fjölskyldu. Ég vil halda þessari sögu áfram og reyna að ná markmiði okkar,“ sagði Norris í samtali við Sky Sports.
„Við vorum á réttri leið á síðasta tímabili og það heldur vonandi áfram. Það mun hjálpa okkur að ná markmiði okkar að vinna heimsmeistaratitilinn.“