Alþjóðadómstóllinn telji trúanlegt að hópmorð sé í gangi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. janúar 2024 20:05 Kári Hólmar Ragnarsson fór yfir bráðabirgðaúrskurð alþjóðadómstólsins. Stöð 2 Kári Hólmar Ragnarsson lektor í þjóðarrétti við Háskóla Íslands segir að bráðabirgðaúrskurður í máli Suður-Afríku gegn Ísrael sýni fram á að dómurinn telji trúanlegt að hópmorð sé að eiga sér stað í Palestínu. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 segir Kári þó að langt sé í nokkurs konar niðurstöðu í málinu en að eftirmálar úrskurðarins verði einhverjir. „Það er ekki búið að komast að niðurstöðu um hvort þarna sé hópmorð í gangi. Það er búið að komast að því að það sé trúanlegt að hópmorð sé í gangi. Nægilega trúanlegt til að skipa þessa niðurstöðu,“ segir hann. Ekkert fullnustuvald en afgerandi niðurstaða Alþjóðadómstóllinn hefur ekki vald til þess að framfylgja úrskurðum sínum en hann er þó bindandi fyrir öll ríki sem eiga aðild að honum. Kári segir að það sé fólgin eftirfylgni í úrskurðinum. „Það sem gerist í þessu máli er að dómurinn sjálfur byggir svolitla eftirfylgni í þennan úrskurð. Það er að segja, eftir mánuð kemur Ísrael tilbaka og þarf að gera grein fyrir því hvað Ísrael hefur gert til að mæta þessum kröfum dómstólsins. Það er eftirfylgni í gangi en hún er ekki það sem við þekkjum úr landsréttarkerfinu,“ segir hann. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, hlustar á uppkvaðninguna.AP Kári tekur fram að þrátt fyrir að dómurinn hafi ekkert fullnustuvald sé þessi úrskurður mikilvægur. Sérstaklega í ljósi þess hve afgerandi niðurstaðan hafi verið. „Hann varpar ljósi á þessi atriði sem eru alls staðar í umræðunni en þau eru öðruvísi þegar alþjóðadómstóllinn fjallar með svona skýrum hættu um þau,“ segir hann. „Fimmtán dómarar kjósa í sömu átt og tveir með sératkvæði. Að hluta til bara einn. Að hluta til tekur Ísraelski dómarinn meira að segja undir hluta af þessum aðgerðum,“ bætir Kári við. Aukinn þrýstingur á Ísraelsmenn Hann segir niðurstöðuna auka þrýsting á pólitískar stofnanir sem geta haft bein áhrif á stöðu mála. Einnig eykur niðurstaðan þrýsting á Ísraelsmenn sjálfa sem þó hafa ekki brugðist vel við úrskurðinum, eins og við mátti búast. Fyrstu viðbrögð öryggismálaráðherra Ísraels voru til að mynda að birta færslu á X, áður Twitter, þar sem hann skrifaði: „Haag Smaag.“ Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels brást við niðurstöðunni með því að ítreka rétt Ísraelsríkis til sjálfsvarnar. Fjöldi mótmælenda var viðstaddur í dag.AP/Patrick Post Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 segir Kári þó að langt sé í nokkurs konar niðurstöðu í málinu en að eftirmálar úrskurðarins verði einhverjir. „Það er ekki búið að komast að niðurstöðu um hvort þarna sé hópmorð í gangi. Það er búið að komast að því að það sé trúanlegt að hópmorð sé í gangi. Nægilega trúanlegt til að skipa þessa niðurstöðu,“ segir hann. Ekkert fullnustuvald en afgerandi niðurstaða Alþjóðadómstóllinn hefur ekki vald til þess að framfylgja úrskurðum sínum en hann er þó bindandi fyrir öll ríki sem eiga aðild að honum. Kári segir að það sé fólgin eftirfylgni í úrskurðinum. „Það sem gerist í þessu máli er að dómurinn sjálfur byggir svolitla eftirfylgni í þennan úrskurð. Það er að segja, eftir mánuð kemur Ísrael tilbaka og þarf að gera grein fyrir því hvað Ísrael hefur gert til að mæta þessum kröfum dómstólsins. Það er eftirfylgni í gangi en hún er ekki það sem við þekkjum úr landsréttarkerfinu,“ segir hann. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, hlustar á uppkvaðninguna.AP Kári tekur fram að þrátt fyrir að dómurinn hafi ekkert fullnustuvald sé þessi úrskurður mikilvægur. Sérstaklega í ljósi þess hve afgerandi niðurstaðan hafi verið. „Hann varpar ljósi á þessi atriði sem eru alls staðar í umræðunni en þau eru öðruvísi þegar alþjóðadómstóllinn fjallar með svona skýrum hættu um þau,“ segir hann. „Fimmtán dómarar kjósa í sömu átt og tveir með sératkvæði. Að hluta til bara einn. Að hluta til tekur Ísraelski dómarinn meira að segja undir hluta af þessum aðgerðum,“ bætir Kári við. Aukinn þrýstingur á Ísraelsmenn Hann segir niðurstöðuna auka þrýsting á pólitískar stofnanir sem geta haft bein áhrif á stöðu mála. Einnig eykur niðurstaðan þrýsting á Ísraelsmenn sjálfa sem þó hafa ekki brugðist vel við úrskurðinum, eins og við mátti búast. Fyrstu viðbrögð öryggismálaráðherra Ísraels voru til að mynda að birta færslu á X, áður Twitter, þar sem hann skrifaði: „Haag Smaag.“ Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels brást við niðurstöðunni með því að ítreka rétt Ísraelsríkis til sjálfsvarnar. Fjöldi mótmælenda var viðstaddur í dag.AP/Patrick Post
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira