Hrósar Hákoni í hástert: „Markvörður með allan pakkann“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. janúar 2024 23:31 Sænski knattspyrnusérfræðingurinn Adam Fröberg er hrifinn af því sem hann hefur séð frá Hákoni Rafni Valdimarssyni sem í dag skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford. Alex Nicodim/NurPhoto via Getty Images Adam Fröberg, blaðamaður hjá sænska miðlinum Fotbollskanalen, segir í viðtali við enska úrvalsdeildarfélagið Brentford að Hákon Rafn Valdimarsson sé „markvörður með allan pakkann.“ Hákon var kynntur til leiks sem nýr leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford í dag, en hann gengur í raðir félagsins frá sænska liðinu Elfsborg. Hakon skrifaði undir fjögurra ára samning við Brentford og verður því hjá félaginu til ársins 2028 í það minnsta. Brentford birti í gær viðtal við sænska knattspyrnusérfræðinginn Adam Fröberg á heimasíðu sinni þar sem félagið fékk álit Fröbergs á því hvers konar markvörð liðið hafi verið að kaupa. „Í fyrsta lagi kom þetta mér aðeins á óvart því eins og fréttaflutningurinn hafði verið var hann nær því að skrifa undir hjá Aston Villa, en svo kom í ljós að hann væri á leiðinni til Brentford,“ sagðiFröberg. „Ég held að þetta sé gott skref fyrir hann og að enska úrvalsdeildin, og enskur fótbolti, muni henta honum mjög vel. Hann stjórnar teignum, er sterkur og lætur í sér heyra og svo er hann líka góður í löppunum.“ „Þetta er stórt skref því það er ekki oft sem leikmaður fer frá Svíþjóð, hvað þá markvörður, og beint í ensku úrvalsdeildina. Eftir smá aðlögunartíma held ég að þetta sé mjög gott skref fyrir hann,“ bætti Fröberg við. Þá segir Fröberg að Hákon sé markvörður með allan pakkann. „Miðað við hvernig hann var í sænsku deildinni þá er hann sterkur í loftinu. Hann tekur allt til sín og stjórnar sínum teig mjög vel, sem hjálpaði Elfsborg mikið. Þeir lentu í öðru sæti í sænsku deildinni á síðasta tímabili og Hákon átti stóran þátt í því af því að hann er markvörður sem talar mikið við varnarlínuna sína og hjálpar henni mjög mikið.“ „Þeir varnarmenn hjá Elfsborg sem eru kannski í lægri kantinum þurftu ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af fyrirgjöfum því hann tók þær allar til sín. Svo er hann líka góður í löppunum þannig hann er meira og minna markvörður með allan pakkann,“ sagði Fröberg. Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Sjá meira
Hákon var kynntur til leiks sem nýr leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford í dag, en hann gengur í raðir félagsins frá sænska liðinu Elfsborg. Hakon skrifaði undir fjögurra ára samning við Brentford og verður því hjá félaginu til ársins 2028 í það minnsta. Brentford birti í gær viðtal við sænska knattspyrnusérfræðinginn Adam Fröberg á heimasíðu sinni þar sem félagið fékk álit Fröbergs á því hvers konar markvörð liðið hafi verið að kaupa. „Í fyrsta lagi kom þetta mér aðeins á óvart því eins og fréttaflutningurinn hafði verið var hann nær því að skrifa undir hjá Aston Villa, en svo kom í ljós að hann væri á leiðinni til Brentford,“ sagðiFröberg. „Ég held að þetta sé gott skref fyrir hann og að enska úrvalsdeildin, og enskur fótbolti, muni henta honum mjög vel. Hann stjórnar teignum, er sterkur og lætur í sér heyra og svo er hann líka góður í löppunum.“ „Þetta er stórt skref því það er ekki oft sem leikmaður fer frá Svíþjóð, hvað þá markvörður, og beint í ensku úrvalsdeildina. Eftir smá aðlögunartíma held ég að þetta sé mjög gott skref fyrir hann,“ bætti Fröberg við. Þá segir Fröberg að Hákon sé markvörður með allan pakkann. „Miðað við hvernig hann var í sænsku deildinni þá er hann sterkur í loftinu. Hann tekur allt til sín og stjórnar sínum teig mjög vel, sem hjálpaði Elfsborg mikið. Þeir lentu í öðru sæti í sænsku deildinni á síðasta tímabili og Hákon átti stóran þátt í því af því að hann er markvörður sem talar mikið við varnarlínuna sína og hjálpar henni mjög mikið.“ „Þeir varnarmenn hjá Elfsborg sem eru kannski í lægri kantinum þurftu ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af fyrirgjöfum því hann tók þær allar til sín. Svo er hann líka góður í löppunum þannig hann er meira og minna markvörður með allan pakkann,“ sagði Fröberg.
Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Sjá meira