Biðlar til fólks að sýna samfélagslega ábyrgð Rafn Ágúst Ragnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 26. janúar 2024 21:13 Pétur Rúðrík Guðmundsson er í hópi þeirra Grindvíkinga sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni. Stöð 2 Hópur Grindvíkinga hefur hafið undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem þess er krafist að Grindvíkingar fái að halda borgaralegan fund með bæjarstjórninni um þær aðgerðir sem eru í smíðum fyrir Grindvíkinga. Kristín Linda Jónsdóttir er í þessum hópi og hún segir sjálfsagt að efnt sé til slíks fundar þar sem bæjarbúar geti átt í beinum samskiptum við kjörna fulltrúa sína. „Staðan er sú að allar eigur okkar og framtíðarlífsgæði eru undir. Þess vegna finnst okkur sjálfsagt að við fáum tækifæri til þess sem allra flest að koma og eiga í milliliðalausu samtali við fólkið sem var kjörið í bæjarstjórnina okkar,“ segir Kristín. Grindvíkingurinn Pétur Rúðrik Guðmundsson segir aðkallandi að hlustað sé á vilja bæjarbúa. „Það er svo mikilvægt þar sem þau eru að tala fyrir okkar hönd að þau heyri hvað okkur langar til að sé gert í þessum viðræðum. Það er aðallega að við fáum að segja okkar og þau heyri í okkur,“ segir Pétur. Er verið að tala um að bæjarbúar taki þátt í að smíða lausnir? „Algjörlega. Okkur finnst eðlilegt að verði búinn til einhvers konar grasrótarhópur sem væri til samráðs og ráðgjafar ef bæjarstjórnir óskar eftir því. Margar hendur vinna létt verk,“ segir Kristín. Pétur segir Grindvíkinga hafa verið að finna fyrir hækkandi leiguverði. Hann hvetur fólk til að sýna Grindvíkingum sanngirni. „Það hefur verið svolítið mikið vandamál að finna leiguhúsnæði. Það hefur verið að hækka, við höfum séð það. Það væri flott ef fólk myndi horfa í samfélagslega ábyrgð með það og horfa til þess að hafa leiguna í góðu verði fyrir okkur. Það væri vel þegið,“ segir hann. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira
Kristín Linda Jónsdóttir er í þessum hópi og hún segir sjálfsagt að efnt sé til slíks fundar þar sem bæjarbúar geti átt í beinum samskiptum við kjörna fulltrúa sína. „Staðan er sú að allar eigur okkar og framtíðarlífsgæði eru undir. Þess vegna finnst okkur sjálfsagt að við fáum tækifæri til þess sem allra flest að koma og eiga í milliliðalausu samtali við fólkið sem var kjörið í bæjarstjórnina okkar,“ segir Kristín. Grindvíkingurinn Pétur Rúðrik Guðmundsson segir aðkallandi að hlustað sé á vilja bæjarbúa. „Það er svo mikilvægt þar sem þau eru að tala fyrir okkar hönd að þau heyri hvað okkur langar til að sé gert í þessum viðræðum. Það er aðallega að við fáum að segja okkar og þau heyri í okkur,“ segir Pétur. Er verið að tala um að bæjarbúar taki þátt í að smíða lausnir? „Algjörlega. Okkur finnst eðlilegt að verði búinn til einhvers konar grasrótarhópur sem væri til samráðs og ráðgjafar ef bæjarstjórnir óskar eftir því. Margar hendur vinna létt verk,“ segir Kristín. Pétur segir Grindvíkinga hafa verið að finna fyrir hækkandi leiguverði. Hann hvetur fólk til að sýna Grindvíkingum sanngirni. „Það hefur verið svolítið mikið vandamál að finna leiguhúsnæði. Það hefur verið að hækka, við höfum séð það. Það væri flott ef fólk myndi horfa í samfélagslega ábyrgð með það og horfa til þess að hafa leiguna í góðu verði fyrir okkur. Það væri vel þegið,“ segir hann.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Sjá meira