Aðgerðir taki tíma en tími Grindvíkinga líði hægt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2024 14:09 Frá Grindavík. Vísir/Arnar Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir vel koma til greina að halda borgarafund, þannig að Grindvíkingar geti komið óskum sínum og áhyggjum til skila. Samtal við ríkið gangi vel, en samtalið við borgarana sé ekki síður mikilvægt. Undirskriftasöfnun með yfirskriftinni Borgarafundur fyrir íbúa Grindavíkurbæjar, var hrundið af stað á Ísland punktur is í gær. Þar er kallað eftir því að bæjarstjórn eigi í milliliðalausu samtali við íbúa Grindavíkur um ástandið sem þeir búa nú við, og að íbúar geti komið óskum sínum og vilja skýrt á framfæri við bæjarstjórn, en bæjarstjórnin kemur að vinnu við tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir fyrir Grindvíkinga. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir ákallið mjög skiljanlegt. „Við höfum alveg merkt það mjög sterkt að þessir íbúafundir skipta máli. Það er bara vel skiljanlegt,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Það sé fullur vilji bæjarstjórnar að upplýsa íbúa og hlusta á þá. Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar í Grindavík. „Það var sem sagt umræða í gangi innan bæjarstjórnar um hvernig við gætum nálgast bæjarbúa betur, með samtali.“ Áfram verði unnið að því að finna útfærslu að samtali sem henti sem flestum. Þar komi íbúafundur meðal annars til greina. Vel tekið í hugmyndir stjórnarinnar Frumvarp um aðgerðir fyrir Grindvíkinga er nú í bígerð á Alþingi. Ásrún segir eðlilegt að vinna við það taki tíma. „Tími okkar Grindvíkinga er afar lengi að líða, en við styðjum það að fólk hafi þetta val, og við ræddum á fundi með ríkisstjórninni hluti eins og rekstrarkostnað og áframhaldandi húsnæðisstuðning.“ Þingið hafi tekið vel í það sem nefnt hefur verið af hálfu bæjarstjórnar. „Samtalið er mikilvægt og því er líka mikilvægt, samtalið við íbúa.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skoða að nota skattalega hvata til að auka framboð á húsnæði Verið er að undirbúa fjölda aðgerða til að auka framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga að sögn ráðherra í ríkisstjórninni. Þær miði að því að halda niðri verðbólgu. Forsætisráðherra segir ekki búið að ákveða hvort förgunargjald í altjóni verði afnumið en áhersla sé lögð á jafnræði íbúa. 26. janúar 2024 20:01 Biðlar til fólks að sýna samfélagslega ábyrgð Hópur Grindvíkinga hefur hafið undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem þess er krafist að Grindvíkingar fái að halda borgaralegan fund með bæjarstjórninni um þær aðgerðir sem eru í smíðum fyrir Grindvíkinga. 26. janúar 2024 21:13 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Undirskriftasöfnun með yfirskriftinni Borgarafundur fyrir íbúa Grindavíkurbæjar, var hrundið af stað á Ísland punktur is í gær. Þar er kallað eftir því að bæjarstjórn eigi í milliliðalausu samtali við íbúa Grindavíkur um ástandið sem þeir búa nú við, og að íbúar geti komið óskum sínum og vilja skýrt á framfæri við bæjarstjórn, en bæjarstjórnin kemur að vinnu við tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir fyrir Grindvíkinga. Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir ákallið mjög skiljanlegt. „Við höfum alveg merkt það mjög sterkt að þessir íbúafundir skipta máli. Það er bara vel skiljanlegt,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti bæjarstjórnar. Það sé fullur vilji bæjarstjórnar að upplýsa íbúa og hlusta á þá. Ásrún Helga Kristinsdóttir er forseti bæjarstjórnar í Grindavík. „Það var sem sagt umræða í gangi innan bæjarstjórnar um hvernig við gætum nálgast bæjarbúa betur, með samtali.“ Áfram verði unnið að því að finna útfærslu að samtali sem henti sem flestum. Þar komi íbúafundur meðal annars til greina. Vel tekið í hugmyndir stjórnarinnar Frumvarp um aðgerðir fyrir Grindvíkinga er nú í bígerð á Alþingi. Ásrún segir eðlilegt að vinna við það taki tíma. „Tími okkar Grindvíkinga er afar lengi að líða, en við styðjum það að fólk hafi þetta val, og við ræddum á fundi með ríkisstjórninni hluti eins og rekstrarkostnað og áframhaldandi húsnæðisstuðning.“ Þingið hafi tekið vel í það sem nefnt hefur verið af hálfu bæjarstjórnar. „Samtalið er mikilvægt og því er líka mikilvægt, samtalið við íbúa.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skoða að nota skattalega hvata til að auka framboð á húsnæði Verið er að undirbúa fjölda aðgerða til að auka framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga að sögn ráðherra í ríkisstjórninni. Þær miði að því að halda niðri verðbólgu. Forsætisráðherra segir ekki búið að ákveða hvort förgunargjald í altjóni verði afnumið en áhersla sé lögð á jafnræði íbúa. 26. janúar 2024 20:01 Biðlar til fólks að sýna samfélagslega ábyrgð Hópur Grindvíkinga hefur hafið undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem þess er krafist að Grindvíkingar fái að halda borgaralegan fund með bæjarstjórninni um þær aðgerðir sem eru í smíðum fyrir Grindvíkinga. 26. janúar 2024 21:13 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Skoða að nota skattalega hvata til að auka framboð á húsnæði Verið er að undirbúa fjölda aðgerða til að auka framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga að sögn ráðherra í ríkisstjórninni. Þær miði að því að halda niðri verðbólgu. Forsætisráðherra segir ekki búið að ákveða hvort förgunargjald í altjóni verði afnumið en áhersla sé lögð á jafnræði íbúa. 26. janúar 2024 20:01
Biðlar til fólks að sýna samfélagslega ábyrgð Hópur Grindvíkinga hefur hafið undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem þess er krafist að Grindvíkingar fái að halda borgaralegan fund með bæjarstjórninni um þær aðgerðir sem eru í smíðum fyrir Grindvíkinga. 26. janúar 2024 21:13