„Aðgerðir umfram hugsanir, því tíminn skiptir máli“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2024 21:31 Mohamad Shawa (til hægri) ásamt Mohamad Alhaw. Vísir/Vésteinn Palestínskur keppandi í söngvakeppninni söng á fjölmennum samstöðufundi á Austurvelli í dag. Aðgerðasinni segir bráðabirgðaúrskurð Alþjóðadómstólsins vekja sér von í brjósti um að stríðsátökum á Gasa linni. Hann segir stuðning við málstað palestínsku þjóðarinnar fara vaxandi hér á landi, og kallar eftir því að stjórnvöld hlusti. Í upphafi fréttarinnar í spilaranum hér að ofan má heyra palestínska tónlistarmanninn Bashar Murad taka lagið á samstöðufundi með Palestínu á Austurvelli í dag. Líkt og greint hefur verið frá kemur Bashar til með að taka þátt í söngvakeppni sjónvarpsins, forkeppni fyrir Eurovision, í vor, en fjöldi fólks hafði áður kallað eftir því að Ísland hætti við þátttöku, þar sem Ísrael tekur þátt í Eurovision. Fjöldi fólks gekk frá Hallgrímskirkju og niður að Austurvelli í dag, þar sem samstöðufundurinn fór fram. Einn mótmælenda segir stuðning við málstað Palestínumanna vera að aukast hér á landi. „Æ fleiri styðja hreyfingu okkar því við berjumst fyrir góðum málstað. Við berjumst fyrir því að bjarga sálum og að gefa fólki frá stríðshrjáðum löndum tækifæri til að lifa hér í friði og finna aftur eðlilegan lífstakt,“ segir aðgerðasinninn Mohamed Shawa. Palestínumenn haldi í vonina um að fá áheyrn hjá stjórnvöldum um fjölskyldusameiningar. „Við viljum að þau endurskoði ákvarðanir sínar og grípi til aðgerða. Aðgerðir umfram hugsanir, því tíminn skiptir máli.“ Úrskurðurinn ástæða til bjartsýni Í bráðabirgðaúrskurði í gær fyrirskipaði Alþjóðadómstóllinn að Ísraelar skyldu draga úr hernaðarumsvifum sínum á Gasa og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað verður um hvort aðgerðir þeirra séu hópmorð eða ekki, í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Þá þarf ríkið að tryggja mannúðaraðstoð til almennra borgara. Dómstóllinn hefur þó enga leið til að fylgja úrskurðinum eftir. Mohamad segir engu að síður að úrskurðurinn hafi blásið honum von í brjóst. Þó þurfi aukinn þrýsting frá alþjóðasamfélaginu til að knýja Ísrael til að hlíta úrskurðinum. „Ég trúi því sem sagt er: Ef þú tilheyrir því eina prósenti fólks sem er heppið berð þú ábyrgð á hinum 99. Svo ég hvet alla sem geta stutt okkur í aðgerðum okkar til að gera eitthvað. Þú ert kannski einn en þú getur gert mikið fyrir okkur.“ Mohamad segir baráttunni hvergi nærri lokið. „Í baráttu milli dropa og steins er það dropinn sem holar steininn með tímanum. Og við erum dropinn.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Í upphafi fréttarinnar í spilaranum hér að ofan má heyra palestínska tónlistarmanninn Bashar Murad taka lagið á samstöðufundi með Palestínu á Austurvelli í dag. Líkt og greint hefur verið frá kemur Bashar til með að taka þátt í söngvakeppni sjónvarpsins, forkeppni fyrir Eurovision, í vor, en fjöldi fólks hafði áður kallað eftir því að Ísland hætti við þátttöku, þar sem Ísrael tekur þátt í Eurovision. Fjöldi fólks gekk frá Hallgrímskirkju og niður að Austurvelli í dag, þar sem samstöðufundurinn fór fram. Einn mótmælenda segir stuðning við málstað Palestínumanna vera að aukast hér á landi. „Æ fleiri styðja hreyfingu okkar því við berjumst fyrir góðum málstað. Við berjumst fyrir því að bjarga sálum og að gefa fólki frá stríðshrjáðum löndum tækifæri til að lifa hér í friði og finna aftur eðlilegan lífstakt,“ segir aðgerðasinninn Mohamed Shawa. Palestínumenn haldi í vonina um að fá áheyrn hjá stjórnvöldum um fjölskyldusameiningar. „Við viljum að þau endurskoði ákvarðanir sínar og grípi til aðgerða. Aðgerðir umfram hugsanir, því tíminn skiptir máli.“ Úrskurðurinn ástæða til bjartsýni Í bráðabirgðaúrskurði í gær fyrirskipaði Alþjóðadómstóllinn að Ísraelar skyldu draga úr hernaðarumsvifum sínum á Gasa og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað verður um hvort aðgerðir þeirra séu hópmorð eða ekki, í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Þá þarf ríkið að tryggja mannúðaraðstoð til almennra borgara. Dómstóllinn hefur þó enga leið til að fylgja úrskurðinum eftir. Mohamad segir engu að síður að úrskurðurinn hafi blásið honum von í brjóst. Þó þurfi aukinn þrýsting frá alþjóðasamfélaginu til að knýja Ísrael til að hlíta úrskurðinum. „Ég trúi því sem sagt er: Ef þú tilheyrir því eina prósenti fólks sem er heppið berð þú ábyrgð á hinum 99. Svo ég hvet alla sem geta stutt okkur í aðgerðum okkar til að gera eitthvað. Þú ert kannski einn en þú getur gert mikið fyrir okkur.“ Mohamad segir baráttunni hvergi nærri lokið. „Í baráttu milli dropa og steins er það dropinn sem holar steininn með tímanum. Og við erum dropinn.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira