„Aðgerðir umfram hugsanir, því tíminn skiptir máli“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2024 21:31 Mohamad Shawa (til hægri) ásamt Mohamad Alhaw. Vísir/Vésteinn Palestínskur keppandi í söngvakeppninni söng á fjölmennum samstöðufundi á Austurvelli í dag. Aðgerðasinni segir bráðabirgðaúrskurð Alþjóðadómstólsins vekja sér von í brjósti um að stríðsátökum á Gasa linni. Hann segir stuðning við málstað palestínsku þjóðarinnar fara vaxandi hér á landi, og kallar eftir því að stjórnvöld hlusti. Í upphafi fréttarinnar í spilaranum hér að ofan má heyra palestínska tónlistarmanninn Bashar Murad taka lagið á samstöðufundi með Palestínu á Austurvelli í dag. Líkt og greint hefur verið frá kemur Bashar til með að taka þátt í söngvakeppni sjónvarpsins, forkeppni fyrir Eurovision, í vor, en fjöldi fólks hafði áður kallað eftir því að Ísland hætti við þátttöku, þar sem Ísrael tekur þátt í Eurovision. Fjöldi fólks gekk frá Hallgrímskirkju og niður að Austurvelli í dag, þar sem samstöðufundurinn fór fram. Einn mótmælenda segir stuðning við málstað Palestínumanna vera að aukast hér á landi. „Æ fleiri styðja hreyfingu okkar því við berjumst fyrir góðum málstað. Við berjumst fyrir því að bjarga sálum og að gefa fólki frá stríðshrjáðum löndum tækifæri til að lifa hér í friði og finna aftur eðlilegan lífstakt,“ segir aðgerðasinninn Mohamed Shawa. Palestínumenn haldi í vonina um að fá áheyrn hjá stjórnvöldum um fjölskyldusameiningar. „Við viljum að þau endurskoði ákvarðanir sínar og grípi til aðgerða. Aðgerðir umfram hugsanir, því tíminn skiptir máli.“ Úrskurðurinn ástæða til bjartsýni Í bráðabirgðaúrskurði í gær fyrirskipaði Alþjóðadómstóllinn að Ísraelar skyldu draga úr hernaðarumsvifum sínum á Gasa og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað verður um hvort aðgerðir þeirra séu hópmorð eða ekki, í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Þá þarf ríkið að tryggja mannúðaraðstoð til almennra borgara. Dómstóllinn hefur þó enga leið til að fylgja úrskurðinum eftir. Mohamad segir engu að síður að úrskurðurinn hafi blásið honum von í brjóst. Þó þurfi aukinn þrýsting frá alþjóðasamfélaginu til að knýja Ísrael til að hlíta úrskurðinum. „Ég trúi því sem sagt er: Ef þú tilheyrir því eina prósenti fólks sem er heppið berð þú ábyrgð á hinum 99. Svo ég hvet alla sem geta stutt okkur í aðgerðum okkar til að gera eitthvað. Þú ert kannski einn en þú getur gert mikið fyrir okkur.“ Mohamad segir baráttunni hvergi nærri lokið. „Í baráttu milli dropa og steins er það dropinn sem holar steininn með tímanum. Og við erum dropinn.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
Í upphafi fréttarinnar í spilaranum hér að ofan má heyra palestínska tónlistarmanninn Bashar Murad taka lagið á samstöðufundi með Palestínu á Austurvelli í dag. Líkt og greint hefur verið frá kemur Bashar til með að taka þátt í söngvakeppni sjónvarpsins, forkeppni fyrir Eurovision, í vor, en fjöldi fólks hafði áður kallað eftir því að Ísland hætti við þátttöku, þar sem Ísrael tekur þátt í Eurovision. Fjöldi fólks gekk frá Hallgrímskirkju og niður að Austurvelli í dag, þar sem samstöðufundurinn fór fram. Einn mótmælenda segir stuðning við málstað Palestínumanna vera að aukast hér á landi. „Æ fleiri styðja hreyfingu okkar því við berjumst fyrir góðum málstað. Við berjumst fyrir því að bjarga sálum og að gefa fólki frá stríðshrjáðum löndum tækifæri til að lifa hér í friði og finna aftur eðlilegan lífstakt,“ segir aðgerðasinninn Mohamed Shawa. Palestínumenn haldi í vonina um að fá áheyrn hjá stjórnvöldum um fjölskyldusameiningar. „Við viljum að þau endurskoði ákvarðanir sínar og grípi til aðgerða. Aðgerðir umfram hugsanir, því tíminn skiptir máli.“ Úrskurðurinn ástæða til bjartsýni Í bráðabirgðaúrskurði í gær fyrirskipaði Alþjóðadómstóllinn að Ísraelar skyldu draga úr hernaðarumsvifum sínum á Gasa og koma í veg fyrir dauðsföll óbreyttra borgara á meðan fjallað verður um hvort aðgerðir þeirra séu hópmorð eða ekki, í máli Suður-Afríku gegn Ísrael. Þá þarf ríkið að tryggja mannúðaraðstoð til almennra borgara. Dómstóllinn hefur þó enga leið til að fylgja úrskurðinum eftir. Mohamad segir engu að síður að úrskurðurinn hafi blásið honum von í brjóst. Þó þurfi aukinn þrýsting frá alþjóðasamfélaginu til að knýja Ísrael til að hlíta úrskurðinum. „Ég trúi því sem sagt er: Ef þú tilheyrir því eina prósenti fólks sem er heppið berð þú ábyrgð á hinum 99. Svo ég hvet alla sem geta stutt okkur í aðgerðum okkar til að gera eitthvað. Þú ert kannski einn en þú getur gert mikið fyrir okkur.“ Mohamad segir baráttunni hvergi nærri lokið. „Í baráttu milli dropa og steins er það dropinn sem holar steininn með tímanum. Og við erum dropinn.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira