Þetta kom fram í færslu sem enski rekningur utanríkisráðuneytisins birti í gær.
We call for a thorough inquiry into serious allegations against several UNRWA staff members. Appreciate @UNLazzarini immediate reaction and announcement of a swift investigation. UNRWA s crucial work under the current dire circumstances must continue. pic.twitter.com/TOUBeONXj2
— MFA Iceland (@MFAIceland) January 26, 2024
Í gær var haft eftir yfirmanni stofnunarinnar að yfirvöld í Ísrael hafi lagt fram gögn sem bendla tólf starfsmenn stofnunarinnar við árásir Hamas-samtakanna á Ísrael þann sjöunda október á síðasta ári, þar sem tólf hundruð manns týndu lífi og 250 voru teknir í gíslingu.
Í yfirlýsingu Bjarna segir að ásakanirnar séu alvarlegar og að rannsaka þurfi málið í kjölinn. Skjót viðbrögð stofnunarinnar í málinu séu vel metin, og að mikilvægt starf hennar verði að halda áfram í erfiðum aðstæðum.
RÚV greinir frá því að stjórnvöld hafi tekið ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar þar til rannsókn hefur farið fram. Þetta sé gert í samvinnu við Norðurlönd.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Finnlandi og Hollandi hafa tilkynnt að þau ætli að gera slíkt hið sama.
Fréttin hefur verið uppfærð.