Segja Rashford hafa sést á skemmtistað áður en hann hringdi sig inn veikan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2024 22:45 Rashford hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni. EPA-EFE/PETER POWELL Marcus Rashford var hvergi sjáanlegur þegar Manchester United æfði á föstudag en liðið mætir Newport County í ensku bikarkeppninni á morgun, sunnudag. Rashford hringdi sig inn veikan en sást á skemmistað á aðfaranótt föstudags samkvæmt frétt The Athletic. Mikið hefur verið um meiðsli og veikindi hjá leikmönnum Man United í vetur. Sem stendur er FA Cup, enska bikarkeppnin, eini raunsæi möguleiki liðsins á titli á leiktíðinni. The Athletic greinir frá því að það hafi sést til Rashford á skemmistað í Belfast í Norður-Írlandi á fimmtudagskvöld, aðfaranótt föstudags. Hann hafi svo tilkynnt félaginu að hann væri veikur og gæti ekki æft á föstudeginum. Marcus Rashford went out in Belfast the night before reporting himself as too ill to attend Manchester United training on Friday.#MUFC | #PL More from @lauriewhitwell, @mjcritchley and @Dan_Sheldon_— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 27, 2024 Man United vissi að hinn 26 ára gamli Rashford væri í N-Írlandi á miðvikudagskvöldið en Athletic hefur fengið staðfestingu þess efnis að hann hafi einnig verið úti að skemmta sér á fimmtudagskvöldinu. Hann sneri svo til baka til Manchester með einkaþotu snemma á föstudeginum. Bæði Man United sem og teymið hans Rashford neituðu að tjá sig þegar Athletic hafði samband. Erik ten Hag, þjálfari liðsins, sagði á föstudag að Rashford og Jonny Evans væru báðir veikir. Það yrði því tekin ákvörðun með hvort þeir gætu spilað degi fyrir leik. Marcus Rashford was in a Belfast nightclub hours before reporting himself as too ill to train on Friday morning. #MUFC were informed the 26yo had only been out on Wednesday night. W / @lauriewhitwell + @mjcritchley via @TheAthleticFC: https://t.co/DA75tcaARI— Dan Sheldon (@Dan_Sheldon_) January 27, 2024 Rashford hefur átt einkar erfitt uppdráttar á leiktíðinni. Hann hefur skorað fjögur mörk og gefið þrjár stoðsendingar í 20 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann gaf tvær stoðsendingar í fjórum leikjum í Meistaradeild Evrópu, skoraði hvorki né lagði upp í deildarbikarnum en gaf stoðsendingu í 2-0 sigrinum á Wigan Athletic í 3. umferð FA Cup. Leikur Newport County og Man United er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 á morgun, sunnudag. Útsending hefst klukkan 16.20. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Mikið hefur verið um meiðsli og veikindi hjá leikmönnum Man United í vetur. Sem stendur er FA Cup, enska bikarkeppnin, eini raunsæi möguleiki liðsins á titli á leiktíðinni. The Athletic greinir frá því að það hafi sést til Rashford á skemmistað í Belfast í Norður-Írlandi á fimmtudagskvöld, aðfaranótt föstudags. Hann hafi svo tilkynnt félaginu að hann væri veikur og gæti ekki æft á föstudeginum. Marcus Rashford went out in Belfast the night before reporting himself as too ill to attend Manchester United training on Friday.#MUFC | #PL More from @lauriewhitwell, @mjcritchley and @Dan_Sheldon_— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 27, 2024 Man United vissi að hinn 26 ára gamli Rashford væri í N-Írlandi á miðvikudagskvöldið en Athletic hefur fengið staðfestingu þess efnis að hann hafi einnig verið úti að skemmta sér á fimmtudagskvöldinu. Hann sneri svo til baka til Manchester með einkaþotu snemma á föstudeginum. Bæði Man United sem og teymið hans Rashford neituðu að tjá sig þegar Athletic hafði samband. Erik ten Hag, þjálfari liðsins, sagði á föstudag að Rashford og Jonny Evans væru báðir veikir. Það yrði því tekin ákvörðun með hvort þeir gætu spilað degi fyrir leik. Marcus Rashford was in a Belfast nightclub hours before reporting himself as too ill to train on Friday morning. #MUFC were informed the 26yo had only been out on Wednesday night. W / @lauriewhitwell + @mjcritchley via @TheAthleticFC: https://t.co/DA75tcaARI— Dan Sheldon (@Dan_Sheldon_) January 27, 2024 Rashford hefur átt einkar erfitt uppdráttar á leiktíðinni. Hann hefur skorað fjögur mörk og gefið þrjár stoðsendingar í 20 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann gaf tvær stoðsendingar í fjórum leikjum í Meistaradeild Evrópu, skoraði hvorki né lagði upp í deildarbikarnum en gaf stoðsendingu í 2-0 sigrinum á Wigan Athletic í 3. umferð FA Cup. Leikur Newport County og Man United er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 á morgun, sunnudag. Útsending hefst klukkan 16.20.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira