Karlinn í skýjunum Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 28. janúar 2024 22:01 Myndin af Guði sem bókstaflegum karli í skýjunum riðlast strax í barnæsku, en myndmál og myndhverfingar eru nauðsynlegar öllum manneskjum til að geta tekist á við lífið, til að geta greint tilveruna og notið hennar. Trúarlegt myndmál er einmitt það, tilraun til að greina og skilja tilveru okkar með merkingarbærum hætti. Eitt af áhrifameiri verkum síðari tíma í hugvísindum er bók sem bandarísku heimspekingarnir George Lackoff og Mark Johnson gáfu út árið 1980 og nefnist Myndhverfingar sem við lifum eftir eða Metaphors we live by. Höfundarnir starfa á sviði tungumálaheimspeki og vitsmunavísinda og kortlögðu það myndmál sem við notum til að greina og takast á við heiminn. Við lærum í tungumálakennslu í gagnfræðaskóla að greina ljóð og bókmenntir eftir því hverskonar myndmál kemur þar fyrir, lærum muninn á viðlíkingu og myndhverfingu, en við leiðum sjaldnast hugann að því að myndmál er ekki einungis viðfangsefni bókmenntanna. Myndmál er það verkfæri sem við notum til að gera líf okkar merkingarbært í hugsun okkar. Að vera ástfangin/n er ekki myndmál sem er merkingarbært í bókstaflegum skilningi, við erum hvorki fangin/n af ástinni né fangi þess sem við elskum, en það að vera ástfangin/n er ekki saklaus myndhverfing, hún er grundvöllur þess sem fólk byggir ákvarðanir um framtíð sína á. Með sama hætti notum við myndmál í daglegu lífi til að greina og vinna úr reynslu okkar. Sumt er „tímasóun“, maður „finnur sig ekki í námi“, vantar að finna „sína hillu í lífinu“ eða er jafnvel „ekki við eina fjölina felld/ur“ og svo mætti lengi telja. Þessar myndhverfingar eru ekki merkingarbærar í bókstaflegum skilningi en þær varða tilveru okkar og tilgang engu að síður. Hið sama á við um myndmál trúarinnar. Myndmál er þess eðlis að varða grundvallarspurningar tilveru okkar. Öll þurfum við að takast á við lífið og flest okkar reyna það á lífsleiðinni að lifa í skugga áfalla og sorgar. Andspænis verkefnum lífsins skipta þær myndhverfingar sem við leitum í máli og þær köllum við trú og lífsskoðun. Von, kærleikur, tilgangur, það að tilheyra, eru fyrirbæri sem við getum einungis rætt um með myndmáli, oft trúarlegu, en þau eru ekki saklausar myndhverfingar, heldur grundvallarforsendur þess að vera manneskja. Manneskja án vonar, án tilgangs, án kærleika og þeirri tilfinningu að tilheyra mun ekki upplifa sig farsæla í lífinu. Mikilvægasta myndmál trúarinnar er sá boðskapur að þú ert elskuð og elskaður og elskað og að þú tilheyrir. Það er myndhverfing sem er þess virði að lifa eftir. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Myndin af Guði sem bókstaflegum karli í skýjunum riðlast strax í barnæsku, en myndmál og myndhverfingar eru nauðsynlegar öllum manneskjum til að geta tekist á við lífið, til að geta greint tilveruna og notið hennar. Trúarlegt myndmál er einmitt það, tilraun til að greina og skilja tilveru okkar með merkingarbærum hætti. Eitt af áhrifameiri verkum síðari tíma í hugvísindum er bók sem bandarísku heimspekingarnir George Lackoff og Mark Johnson gáfu út árið 1980 og nefnist Myndhverfingar sem við lifum eftir eða Metaphors we live by. Höfundarnir starfa á sviði tungumálaheimspeki og vitsmunavísinda og kortlögðu það myndmál sem við notum til að greina og takast á við heiminn. Við lærum í tungumálakennslu í gagnfræðaskóla að greina ljóð og bókmenntir eftir því hverskonar myndmál kemur þar fyrir, lærum muninn á viðlíkingu og myndhverfingu, en við leiðum sjaldnast hugann að því að myndmál er ekki einungis viðfangsefni bókmenntanna. Myndmál er það verkfæri sem við notum til að gera líf okkar merkingarbært í hugsun okkar. Að vera ástfangin/n er ekki myndmál sem er merkingarbært í bókstaflegum skilningi, við erum hvorki fangin/n af ástinni né fangi þess sem við elskum, en það að vera ástfangin/n er ekki saklaus myndhverfing, hún er grundvöllur þess sem fólk byggir ákvarðanir um framtíð sína á. Með sama hætti notum við myndmál í daglegu lífi til að greina og vinna úr reynslu okkar. Sumt er „tímasóun“, maður „finnur sig ekki í námi“, vantar að finna „sína hillu í lífinu“ eða er jafnvel „ekki við eina fjölina felld/ur“ og svo mætti lengi telja. Þessar myndhverfingar eru ekki merkingarbærar í bókstaflegum skilningi en þær varða tilveru okkar og tilgang engu að síður. Hið sama á við um myndmál trúarinnar. Myndmál er þess eðlis að varða grundvallarspurningar tilveru okkar. Öll þurfum við að takast á við lífið og flest okkar reyna það á lífsleiðinni að lifa í skugga áfalla og sorgar. Andspænis verkefnum lífsins skipta þær myndhverfingar sem við leitum í máli og þær köllum við trú og lífsskoðun. Von, kærleikur, tilgangur, það að tilheyra, eru fyrirbæri sem við getum einungis rætt um með myndmáli, oft trúarlegu, en þau eru ekki saklausar myndhverfingar, heldur grundvallarforsendur þess að vera manneskja. Manneskja án vonar, án tilgangs, án kærleika og þeirri tilfinningu að tilheyra mun ekki upplifa sig farsæla í lífinu. Mikilvægasta myndmál trúarinnar er sá boðskapur að þú ert elskuð og elskaður og elskað og að þú tilheyrir. Það er myndhverfing sem er þess virði að lifa eftir. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun