Borið hefur á plakötum og dreifiblöðum sem búið er að hengja upp í Vesturbænum þar sem skólaverkfallið er auglýst.
Á plakatinu er skólaverkfallið auglýst þriðjudaginn 6. febrúar og segir að nemendurnir ætli að ganga úr tíma klukkan 10:30 og mæta á Austurvöll hálftíma síðar.
Ef farið er inn á Instagram-síðuna „skolaverkfall_palestinu“ má sjá frekari upplýsingar um verkfallið. Þar eru tvær færslur, annars vegar færsla með plakatinu og hins vegar færsla þar sem því er lýst af hverju nemendur ætla í verkfall.
„Við erum nemendur úr Hagaskóla sem datt í hug að þetta skólaverkfall til að sýna stuðning Palestínu. Við viljum fá sem flesta til að taka þátt til að sýna að nemendur á Íslandi standa með Palestínu og kalla eftir vopnahléi,“ segir í færslunni.