Hin stóra ógn við lífið á jörðinni er ekki efnisleg Helga Völundardóttir skrifar 29. janúar 2024 10:01 Ég, líkt og aðrir hef verið upptekin af framtíðarsýn mannsins á okkar einustu og bestu jörð. Það tók tíma að koma þeirri hugsun og allri umhverfis og vistkerfis umræðu inn í daglegt líf okkar flestra, en það tókst. Lengi höfum við sagt setningar sem gefa í skyn að við séum á einhvern hátt að eyðileggja jörðina. Það er krúttlegt að þessi tegund sem öllu ræður og stjórnar, skuli halda að mannkynið sé þess bært að eyðileggja jörðina. Hljómar ekki trúlega, svo máttug erum við ekki. Við erum hinsvegar að raska og hugsanlega eyðileggja okkar eigin lífssmöguleika á jörðinni, en það er hægt að gera það á fleiri en einn máta. Það sjá flestir að þessar hugmyndir eru löngu komnar yfir síðasta söludag. Framtíð barna okkar og barnabarna lítur ekki sérlega vel út að óbreyttu. Við flokkum í gríð og erg, kaupum rafmagnsbíla, drekkum oft úr sömu glösum, sjúgum drykki með papparörum, látum vatnið ekki renna of lengi, slökkvum ljósin og reynum almennt að hegða okkur. Þetta er í okkar augum sjálfsagt smáræði. Á meðan á þessu brambolti okkar gengur erum við að átta okkur á að stjórnvöld víða um heim hirða ekki um þessi mál af sama krafti. Mengandi stóriðja, gamaldags hagvaxtarkrafa í formi botnlausrar framleiðslu er á fullu í boði stjórnvalda um allan heim og Ísland enginn eftirbátur. Almenningur er sem betur fer farin að gera athugasemdir við þessa glórulausu kapítalísku kröfu um framleiðslu og gamaldags hugmyndir um hagvöxt. Það sjá flestir að þessar hugmyndir eru löngu komnar yfir síðasta söludag og stjórnmálamenn sem japla á þessari tuggu þar með líka. Fólk sem setur fæturna í dyrnar til að varna deyjandi börnum innkomu. En nú hefur bæst í ógnina við vistkerfið. Þessi viðbót er ósýnileg en er þó ekki vírus. Þessi viðbót er það hirðuleysi og kæruleysi og skeytingarleysi sem ráðamenn þjóða sýna mannlegum þjáningum. Við kjósum þetta fólk, þeirra rétta andlit sést best þegar Það opnar á sér munninn á ögurstundu mannkyns. Á slíkri stundu skiptir máli hvað þetta fólk segir, hvað það gerir og „hvort“ það segir eitthvað eða gerir. Nýja ógnin er ekki vírus, ekki plast, ekki eiturgufur, hún á heima í mannsandanum og, ég endurtek, er í formi skeytingaleysis, hirðuleysis og kæruleysis gagnvart þjáningum annarra. Þessi hegðun er ógn við mannkynið, ógn við vistkerfi mennskunnar. Fólk sem hefur troðið sér með látum við stýrið og viðhefur orð og aðgerðir sem standa gegn mannúð. Það er áberandi að fólkið sem sýnir af sér þessa hegðun er duglegt við að koma sér í framlínuna sem talsmenn þjóða og mannfólks hér á jörðinni. Oft er tilgangurinn með því svo enginn sérstakur annar, en að maka annarra manna kremi á eigin köku. Það mannfólk sem stendur með lífi og framtíð mannkyns á jörðinni, verður að taka afstöðu gegn þessari ógn ekki síðar en núna. Því núna er ögurstund. Við sem sjáum þetta, skiljum að ekki er hægt að vera með fólk í framlínu sem sýnir af sér þetta líflausa tóm yfir þjáningum annarra. Hvorki hér né á alþjóðavettvangi. Fólk sem hefur troðið sér með látum við stýrið og viðhefur orð og aðgerðir sem standa gegn mannúð, fólk sem setur fæturna í dyrnar til að varna deyjandi börnum innkomu, fólk sem stendur í vegi fyrir að aðstoð berist til þeirra sem horfast í augu við dauðann í sundursprengdu umhverfi, í hungri og kulda og horfir á börnin sín deyja og lætur svo lífið sjálft í kjallaraherbergi helvítis. Þetta viðhorf ógnar lífi og framtíð okkar mannanna hér á jörðinni og er ógn við vistkerfi mennskunnar. Þetta fólk í framlínu, okkar talsmenn, sem hegða sér þannig varpa ekki bara skugga á allt sem er þess virði að lifa fyrir, það er einnig ógn við lífið á jörðinni. Við erum með fólk haldið þessu viðhorfi við okkar stýri hér, Það fólk fellur undir ofangreinda lýsingu og sýnir með því vítavert kæruleysi, vítavert hirðuleysi og vítavert skeytingaleysi gagnvart þjáningum annarra. Af slíku eru alvarlegar afleiðingar. Ég endurtek, Þetta viðhorf ógnar lífi og framtíð okkar mannanna hér á jörðinni og er ógn við vistkerfi mennskunnar. Þetta viðhorf þarf að upprætast hið bráðasta úr öllu stjórnkerfi heimsins. Því annars er öll önnur barátta eða framtíðarsýn til lítils, ef ekki einskis. Höfundur er nemandi í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég, líkt og aðrir hef verið upptekin af framtíðarsýn mannsins á okkar einustu og bestu jörð. Það tók tíma að koma þeirri hugsun og allri umhverfis og vistkerfis umræðu inn í daglegt líf okkar flestra, en það tókst. Lengi höfum við sagt setningar sem gefa í skyn að við séum á einhvern hátt að eyðileggja jörðina. Það er krúttlegt að þessi tegund sem öllu ræður og stjórnar, skuli halda að mannkynið sé þess bært að eyðileggja jörðina. Hljómar ekki trúlega, svo máttug erum við ekki. Við erum hinsvegar að raska og hugsanlega eyðileggja okkar eigin lífssmöguleika á jörðinni, en það er hægt að gera það á fleiri en einn máta. Það sjá flestir að þessar hugmyndir eru löngu komnar yfir síðasta söludag. Framtíð barna okkar og barnabarna lítur ekki sérlega vel út að óbreyttu. Við flokkum í gríð og erg, kaupum rafmagnsbíla, drekkum oft úr sömu glösum, sjúgum drykki með papparörum, látum vatnið ekki renna of lengi, slökkvum ljósin og reynum almennt að hegða okkur. Þetta er í okkar augum sjálfsagt smáræði. Á meðan á þessu brambolti okkar gengur erum við að átta okkur á að stjórnvöld víða um heim hirða ekki um þessi mál af sama krafti. Mengandi stóriðja, gamaldags hagvaxtarkrafa í formi botnlausrar framleiðslu er á fullu í boði stjórnvalda um allan heim og Ísland enginn eftirbátur. Almenningur er sem betur fer farin að gera athugasemdir við þessa glórulausu kapítalísku kröfu um framleiðslu og gamaldags hugmyndir um hagvöxt. Það sjá flestir að þessar hugmyndir eru löngu komnar yfir síðasta söludag og stjórnmálamenn sem japla á þessari tuggu þar með líka. Fólk sem setur fæturna í dyrnar til að varna deyjandi börnum innkomu. En nú hefur bæst í ógnina við vistkerfið. Þessi viðbót er ósýnileg en er þó ekki vírus. Þessi viðbót er það hirðuleysi og kæruleysi og skeytingarleysi sem ráðamenn þjóða sýna mannlegum þjáningum. Við kjósum þetta fólk, þeirra rétta andlit sést best þegar Það opnar á sér munninn á ögurstundu mannkyns. Á slíkri stundu skiptir máli hvað þetta fólk segir, hvað það gerir og „hvort“ það segir eitthvað eða gerir. Nýja ógnin er ekki vírus, ekki plast, ekki eiturgufur, hún á heima í mannsandanum og, ég endurtek, er í formi skeytingaleysis, hirðuleysis og kæruleysis gagnvart þjáningum annarra. Þessi hegðun er ógn við mannkynið, ógn við vistkerfi mennskunnar. Fólk sem hefur troðið sér með látum við stýrið og viðhefur orð og aðgerðir sem standa gegn mannúð. Það er áberandi að fólkið sem sýnir af sér þessa hegðun er duglegt við að koma sér í framlínuna sem talsmenn þjóða og mannfólks hér á jörðinni. Oft er tilgangurinn með því svo enginn sérstakur annar, en að maka annarra manna kremi á eigin köku. Það mannfólk sem stendur með lífi og framtíð mannkyns á jörðinni, verður að taka afstöðu gegn þessari ógn ekki síðar en núna. Því núna er ögurstund. Við sem sjáum þetta, skiljum að ekki er hægt að vera með fólk í framlínu sem sýnir af sér þetta líflausa tóm yfir þjáningum annarra. Hvorki hér né á alþjóðavettvangi. Fólk sem hefur troðið sér með látum við stýrið og viðhefur orð og aðgerðir sem standa gegn mannúð, fólk sem setur fæturna í dyrnar til að varna deyjandi börnum innkomu, fólk sem stendur í vegi fyrir að aðstoð berist til þeirra sem horfast í augu við dauðann í sundursprengdu umhverfi, í hungri og kulda og horfir á börnin sín deyja og lætur svo lífið sjálft í kjallaraherbergi helvítis. Þetta viðhorf ógnar lífi og framtíð okkar mannanna hér á jörðinni og er ógn við vistkerfi mennskunnar. Þetta fólk í framlínu, okkar talsmenn, sem hegða sér þannig varpa ekki bara skugga á allt sem er þess virði að lifa fyrir, það er einnig ógn við lífið á jörðinni. Við erum með fólk haldið þessu viðhorfi við okkar stýri hér, Það fólk fellur undir ofangreinda lýsingu og sýnir með því vítavert kæruleysi, vítavert hirðuleysi og vítavert skeytingaleysi gagnvart þjáningum annarra. Af slíku eru alvarlegar afleiðingar. Ég endurtek, Þetta viðhorf ógnar lífi og framtíð okkar mannanna hér á jörðinni og er ógn við vistkerfi mennskunnar. Þetta viðhorf þarf að upprætast hið bráðasta úr öllu stjórnkerfi heimsins. Því annars er öll önnur barátta eða framtíðarsýn til lítils, ef ekki einskis. Höfundur er nemandi í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun