Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2024 16:16 Frá samstöðufundi til stuðnings Palestínu á laugardag. Félagið Ísland - Palestína Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. Í yfirlýsingunni segir að ákvörðun Bjarna hafi verið tekin áður en rannsókn á ásökunum Ísraels á hendur starfsmönnum UNRWA hafi skilað niðurstöðu. „Palestínuflóttamannaaðstoð SÞ gegnir lykilhlutverki í neyðaraðstoð við Gazabúa sem eru í lífshættu sökum skorts á mat, vatni, lyfjum og eldsneyti vegna hernaðar Ísraels,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Ríkisstjórnin sögð taka þátt í ólöglegri hóprefsingu Íslenska ríkisstjórnin er með þeirri ákvörðun um að frysta greiðslurnar, sögð taka þátt í ólöglegri hóprefsingu eins og lýst er í Genfarsáttmálanum: „Með hugtakinu er ekki aðeins átt við refsingar, heldur einnig annars konar viðurlög, áreiti eða stjórnsýsluaðgerðir sem gripið er til gegn hópi í hefndarskyni fyrir verknað einstaklings eða einstaklinga sem teljast til hópsins.“ Þá segir í yfirlýsingunni að í úrskurði Alþjóðadómstólsins í Haag sé tekið fram að mögulegt þjóðarmorð sé í uppsiglingu á Gaza, bæði vegna stöðugra sprengjuárása úr lofti og á legi og ennfremur vegna skorts á lífsnauðsynjum. „Aðgerð utanríkisráðherra er því í andstöðu við úrskurð dómstólsins og eykur enn frekar á áþján Gazabúa. Íslensk stjórnvöld verða að aflétta þessari aðgerð utanríkisráðherra strax. Neyðaraðstoð verður að berast til Gaza strax!“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna bendlaðir við árásirnar 7. október Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir yfirvöld í Ísrael hafa útvegað stofnuninni gögn sem bendli starfsmenn hennar við árásir Hamas-samtakanna á Ísrael þann 7. október. Um er að ræða tólf starfsmenn sem Philippe Lazzarini, yfirmaður UNRWA, segir að hafi verið reknir. 26. janúar 2024 15:41 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Í yfirlýsingunni segir að ákvörðun Bjarna hafi verið tekin áður en rannsókn á ásökunum Ísraels á hendur starfsmönnum UNRWA hafi skilað niðurstöðu. „Palestínuflóttamannaaðstoð SÞ gegnir lykilhlutverki í neyðaraðstoð við Gazabúa sem eru í lífshættu sökum skorts á mat, vatni, lyfjum og eldsneyti vegna hernaðar Ísraels,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Ríkisstjórnin sögð taka þátt í ólöglegri hóprefsingu Íslenska ríkisstjórnin er með þeirri ákvörðun um að frysta greiðslurnar, sögð taka þátt í ólöglegri hóprefsingu eins og lýst er í Genfarsáttmálanum: „Með hugtakinu er ekki aðeins átt við refsingar, heldur einnig annars konar viðurlög, áreiti eða stjórnsýsluaðgerðir sem gripið er til gegn hópi í hefndarskyni fyrir verknað einstaklings eða einstaklinga sem teljast til hópsins.“ Þá segir í yfirlýsingunni að í úrskurði Alþjóðadómstólsins í Haag sé tekið fram að mögulegt þjóðarmorð sé í uppsiglingu á Gaza, bæði vegna stöðugra sprengjuárása úr lofti og á legi og ennfremur vegna skorts á lífsnauðsynjum. „Aðgerð utanríkisráðherra er því í andstöðu við úrskurð dómstólsins og eykur enn frekar á áþján Gazabúa. Íslensk stjórnvöld verða að aflétta þessari aðgerð utanríkisráðherra strax. Neyðaraðstoð verður að berast til Gaza strax!“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna bendlaðir við árásirnar 7. október Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir yfirvöld í Ísrael hafa útvegað stofnuninni gögn sem bendli starfsmenn hennar við árásir Hamas-samtakanna á Ísrael þann 7. október. Um er að ræða tólf starfsmenn sem Philippe Lazzarini, yfirmaður UNRWA, segir að hafi verið reknir. 26. janúar 2024 15:41 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10
Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna bendlaðir við árásirnar 7. október Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir yfirvöld í Ísrael hafa útvegað stofnuninni gögn sem bendli starfsmenn hennar við árásir Hamas-samtakanna á Ísrael þann 7. október. Um er að ræða tólf starfsmenn sem Philippe Lazzarini, yfirmaður UNRWA, segir að hafi verið reknir. 26. janúar 2024 15:41