Máli Rashfords lokið og hann gæti spilað gegn Úlfunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2024 20:01 Marcus Rashford hefur ekki átt gott tímabil. Ryan Jenkinson/Getty Images Það mun kosta Marcus Rashford dágóðan skilding að hafa misst af leik Manchester United gegn Newport County í ensku bikarkeppninni, FA Cup. Talið er að Man United muni sekta leikmanninn um tveggja vikna laun eða tæpar 115 milljónir íslenskra króna. Það er þó talið ólíklegt að það verði gert opinbert þar sem Man United hefur gefið út að málinu sé nú lokið. Hinn 26 ára gamli Rashford skrifaði undir nýjan fimm ára risasamning við Man United síðasta sumar eftir að hafa verið einn albesti leikmaður liðsins á síðasta tímabili. Síðan þá hefur Rashord lítið sem ekkert getað og toppaði hann arfaslakt tímabil með því að vera út á djamminu í Belfast í Norður-Írlandi skömmu áður en hann átti að mæta á æfingu á föstudaginn. Á endanum mætti hann ekki á æfingu eftir að hafa tilkynnt veikindi. Í kjölfarið var hann ekki í leikmannahóp Man Utd sem lagði Newport County 4-2 í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Eftir leik sagði Erik ten Hag, þjálfari Manchester-liðsins, að fjarvera Rashford væri innanbúðarmál sem yrði tekið á innan veggja Man United. Enska götublaðið The Sun greindi frá því að leikmaðurinn yrði að öllum líkindum sektaður um tveggja vikna laun og þá er óvíst hvenær Ten Hag muni velja hann að nýju. Samuel Luckhurst, blaðamaður staðarblaðsins Manchester Evening News, greindi frá því að Dwayne Maynard – eldri bróðir sem og umboðsmaður Rashford – hefði sést á Carrington-æfingasvæðinu. Í færslu á X-síðu sinni, áður Twitter, lætur Luckhurst það hljóma eins og Maynard sé þar til að ræða bæði meint veikindi Rashford sem og annað mál. Rashford s brother and agent, Dwaine Maynard, is also at Carrington this morning. #mufc reiterate it s an internal matter . Club acknowledge there is a separate issue to address aside from Rashford s illness.— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) January 29, 2024 Nú hefur Manchester United gefið út yfirlýsingu þar sem segir að málinu sé lokið. Rashford axli ábyrgð á gjörðum sínum og málið sé nú úr sögunni. Einnig kemur fram í frétt Sky Sports að Rashford eigi möguleika á að vera í leikmannahóp liðsins þegar Man United sækir Úlfana heim á fimmtudaginn kemur, 1. febrúar. Erik ten Hag gagnrýndi „menninguna“ hjá félaginu þegar hann tók við sumarið 2022. Hollendingurinn hefur nú þegar sýnt styrk sinn með því að bekkja Cristiano Ronaldo, og senda hann í kjölfarið til Sádi-Arabíu, eftir að Portúgalinn neitaði til að mynda að koma inn á gegn Tottenham Hotspur. Að sama skapi var Jadon Sancho sendur á láni til Borussia Dortmund eftir að neita að biðjast afsökunar á ummælum sínum í garð þjálfarans. Stóra spurningin er hvort Rashford feti í fótspor þeirra þegar fram líða stundir eða endurtaki leikinn frá því á síðustu leiktíð þegar hann spilaði nær óaðfinnanlega leik eftir leik. Marcus has taken responsibility for his actions. This has been dealt with as an internal disciplinary matter, which is now closed Manchester United have released a statement in response to recent media reports about Marcus Rashford pic.twitter.com/Hd8OHDuAoT— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 29, 2024 Manchester United mætir Bristol City eða Nottingham Forest á útivelli í 5. umferð FA Cup. Er bikarkeppnin eini raunhæfi möguleiki liðsins á verðlaunum á leiktíðinni þar sem það er fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu, enska deildarbikarnum og situr í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Talið er að Man United muni sekta leikmanninn um tveggja vikna laun eða tæpar 115 milljónir íslenskra króna. Það er þó talið ólíklegt að það verði gert opinbert þar sem Man United hefur gefið út að málinu sé nú lokið. Hinn 26 ára gamli Rashford skrifaði undir nýjan fimm ára risasamning við Man United síðasta sumar eftir að hafa verið einn albesti leikmaður liðsins á síðasta tímabili. Síðan þá hefur Rashord lítið sem ekkert getað og toppaði hann arfaslakt tímabil með því að vera út á djamminu í Belfast í Norður-Írlandi skömmu áður en hann átti að mæta á æfingu á föstudaginn. Á endanum mætti hann ekki á æfingu eftir að hafa tilkynnt veikindi. Í kjölfarið var hann ekki í leikmannahóp Man Utd sem lagði Newport County 4-2 í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Eftir leik sagði Erik ten Hag, þjálfari Manchester-liðsins, að fjarvera Rashford væri innanbúðarmál sem yrði tekið á innan veggja Man United. Enska götublaðið The Sun greindi frá því að leikmaðurinn yrði að öllum líkindum sektaður um tveggja vikna laun og þá er óvíst hvenær Ten Hag muni velja hann að nýju. Samuel Luckhurst, blaðamaður staðarblaðsins Manchester Evening News, greindi frá því að Dwayne Maynard – eldri bróðir sem og umboðsmaður Rashford – hefði sést á Carrington-æfingasvæðinu. Í færslu á X-síðu sinni, áður Twitter, lætur Luckhurst það hljóma eins og Maynard sé þar til að ræða bæði meint veikindi Rashford sem og annað mál. Rashford s brother and agent, Dwaine Maynard, is also at Carrington this morning. #mufc reiterate it s an internal matter . Club acknowledge there is a separate issue to address aside from Rashford s illness.— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) January 29, 2024 Nú hefur Manchester United gefið út yfirlýsingu þar sem segir að málinu sé lokið. Rashford axli ábyrgð á gjörðum sínum og málið sé nú úr sögunni. Einnig kemur fram í frétt Sky Sports að Rashford eigi möguleika á að vera í leikmannahóp liðsins þegar Man United sækir Úlfana heim á fimmtudaginn kemur, 1. febrúar. Erik ten Hag gagnrýndi „menninguna“ hjá félaginu þegar hann tók við sumarið 2022. Hollendingurinn hefur nú þegar sýnt styrk sinn með því að bekkja Cristiano Ronaldo, og senda hann í kjölfarið til Sádi-Arabíu, eftir að Portúgalinn neitaði til að mynda að koma inn á gegn Tottenham Hotspur. Að sama skapi var Jadon Sancho sendur á láni til Borussia Dortmund eftir að neita að biðjast afsökunar á ummælum sínum í garð þjálfarans. Stóra spurningin er hvort Rashford feti í fótspor þeirra þegar fram líða stundir eða endurtaki leikinn frá því á síðustu leiktíð þegar hann spilaði nær óaðfinnanlega leik eftir leik. Marcus has taken responsibility for his actions. This has been dealt with as an internal disciplinary matter, which is now closed Manchester United have released a statement in response to recent media reports about Marcus Rashford pic.twitter.com/Hd8OHDuAoT— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 29, 2024 Manchester United mætir Bristol City eða Nottingham Forest á útivelli í 5. umferð FA Cup. Er bikarkeppnin eini raunhæfi möguleiki liðsins á verðlaunum á leiktíðinni þar sem það er fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu, enska deildarbikarnum og situr í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira