Stelpurnar grátandi og hlæjandi en hún alveg stjörf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 09:30 Leikmenn SR fagna sigrinum á Fjölni. Skautafélag Reykjavíkur Alexandra Hafsteinsdóttir lagði ómælda vinnu á sig til styrkja og bæta kvennalið Skautafélags Reykjavíkur. Á dögunum var sú vinna öll þess virði þegar liðið vann sögulegan sigur. Alexandra hefur æft íshokkí hjá SR frá tíu ára aldri. Átján ára gömul fór hún að þjálfa stúlknalið félagsins því hún taldi að ef ekkert yrði gert til að efla kvennaíshokkí myndi hún ekki hafa neitt félag til að spila fyrir. Ferlið að byggja upp kvennalið átti eftir að taka drjúgan tíma. Kvennalið SR hefur staðið í erfiðri baráttu við sterkari og reynslumeiri lið í mörg ár. Á dögunum borgaði allt erfiðið, þrautseigjan og baráttuhugurinn sig margfalt. Liðið vann þá sinn fyrsta leik í venjulegum leiktíma í sögunni. Væntanlega var það ekki neinn sem upplifði sigurinn eins sætan og Alexandra. „Tilfinningin var alveg ólýsanleg. Stelpurnar voru allar hoppandi af gleði, grátandi og hlæjandi og ég var bara sjálf alveg stjörf. Ég gat ekki hreyft mig og vissi ekki hvað ég átti að segja. Þetta var bara æðislegt og mér hefur aldrei liðið svona áður,“ sagði Alexandra Hafsteinsdóttir í viðtali við Aron Guðmundsson. SR vann 6-3 sigur á Fjölni þar sem sex mismunandi leikmenn skoruðu mörkin eða þær Friðrika Ragna Magnúsdóttir, Satu Niinimäki, Þóra Míla Sigurðardóttir, Ylfa Kristín Bjarnadóttir, Saga Sigurðardóttir og Arna Friðjónsdóttir. Árangurinn er ekki síður merkilegur vegna þess að meirihluti liðsins eru uppaldir leikmenn og enn að spila með yngri flokkum SR. Framtíðin er því svo sannarlega björt. „Fyrir mér var þetta talsvert meira en bara einn sigur þar sem að þetta hefur verið svo langur aðdragandi. Ég æfði alltaf ein með strákum og byrjaði mjög ung með meistaraflokki kvenna. Ég er ein eftir úr upprunalega kvennaliðinu,“ sagði Alexandra. „Langflestar af stelpunum sem eru í kvennaliðinu í dag byrjuðu að æfa hjá mér fyrir stuttu síðan. Mér þykir ofboðslega vænt um það að sjá þær ná svona miklum árangri,“ sagði Alexandra. „Við byrjuðum fyrir nokkrum árum með sérstakar stelpuæfingar hjá Skautafélaginu þar sem að það voru nánast engar stelpur í yngri flokkunum. Við reyndum að draga inn eins mikið af stelpum og við gátum og reyna að halda þeim í íþróttinni,“ sagði Alexandra. „Árið eftir að við byrjuðum með þessar stelpuæfingar þá hefði stelpunum fjölgað úr átta í fjörutíu í yngri flokkunum hjá okkur. Meirihlutinn af stelpunum í meistaraflokki í dag eru þessar stelpur sem byrjuðu bara fyrir stuttu síðan. Við höldum bara áfram okkar uppbyggingu í félaginu,“ sagði Alexandra. En hvaða áhrif hefur svona sigur á leikmenn? „Ég held að þetta hafi gefið okkur mjög mikið sjálfstraust. Við sjáum núna að við getum þetta alveg og það er allt hægt. Við eigum alveg roð í liðin sem eru fyrir í deildinni. Þetta er geggjað. Við vitum að við getum unnið leiki og höldum því áfram,“ sagði Alexandra. Það gerðu þær líka því SR stelpurnar fylgdu þessum sögulega sigri á Fjölni eftir með sigri á Íslandsmeisturum SA. Þær unnu þann leik 4-3 og mörkin skoruðu Satu Niinimäki, Friðrika Magnúsdóttir, Arna Friðjónsdóttir og April Orongan. Íshokkí Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Alexandra hefur æft íshokkí hjá SR frá tíu ára aldri. Átján ára gömul fór hún að þjálfa stúlknalið félagsins því hún taldi að ef ekkert yrði gert til að efla kvennaíshokkí myndi hún ekki hafa neitt félag til að spila fyrir. Ferlið að byggja upp kvennalið átti eftir að taka drjúgan tíma. Kvennalið SR hefur staðið í erfiðri baráttu við sterkari og reynslumeiri lið í mörg ár. Á dögunum borgaði allt erfiðið, þrautseigjan og baráttuhugurinn sig margfalt. Liðið vann þá sinn fyrsta leik í venjulegum leiktíma í sögunni. Væntanlega var það ekki neinn sem upplifði sigurinn eins sætan og Alexandra. „Tilfinningin var alveg ólýsanleg. Stelpurnar voru allar hoppandi af gleði, grátandi og hlæjandi og ég var bara sjálf alveg stjörf. Ég gat ekki hreyft mig og vissi ekki hvað ég átti að segja. Þetta var bara æðislegt og mér hefur aldrei liðið svona áður,“ sagði Alexandra Hafsteinsdóttir í viðtali við Aron Guðmundsson. SR vann 6-3 sigur á Fjölni þar sem sex mismunandi leikmenn skoruðu mörkin eða þær Friðrika Ragna Magnúsdóttir, Satu Niinimäki, Þóra Míla Sigurðardóttir, Ylfa Kristín Bjarnadóttir, Saga Sigurðardóttir og Arna Friðjónsdóttir. Árangurinn er ekki síður merkilegur vegna þess að meirihluti liðsins eru uppaldir leikmenn og enn að spila með yngri flokkum SR. Framtíðin er því svo sannarlega björt. „Fyrir mér var þetta talsvert meira en bara einn sigur þar sem að þetta hefur verið svo langur aðdragandi. Ég æfði alltaf ein með strákum og byrjaði mjög ung með meistaraflokki kvenna. Ég er ein eftir úr upprunalega kvennaliðinu,“ sagði Alexandra. „Langflestar af stelpunum sem eru í kvennaliðinu í dag byrjuðu að æfa hjá mér fyrir stuttu síðan. Mér þykir ofboðslega vænt um það að sjá þær ná svona miklum árangri,“ sagði Alexandra. „Við byrjuðum fyrir nokkrum árum með sérstakar stelpuæfingar hjá Skautafélaginu þar sem að það voru nánast engar stelpur í yngri flokkunum. Við reyndum að draga inn eins mikið af stelpum og við gátum og reyna að halda þeim í íþróttinni,“ sagði Alexandra. „Árið eftir að við byrjuðum með þessar stelpuæfingar þá hefði stelpunum fjölgað úr átta í fjörutíu í yngri flokkunum hjá okkur. Meirihlutinn af stelpunum í meistaraflokki í dag eru þessar stelpur sem byrjuðu bara fyrir stuttu síðan. Við höldum bara áfram okkar uppbyggingu í félaginu,“ sagði Alexandra. En hvaða áhrif hefur svona sigur á leikmenn? „Ég held að þetta hafi gefið okkur mjög mikið sjálfstraust. Við sjáum núna að við getum þetta alveg og það er allt hægt. Við eigum alveg roð í liðin sem eru fyrir í deildinni. Þetta er geggjað. Við vitum að við getum unnið leiki og höldum því áfram,“ sagði Alexandra. Það gerðu þær líka því SR stelpurnar fylgdu þessum sögulega sigri á Fjölni eftir með sigri á Íslandsmeisturum SA. Þær unnu þann leik 4-3 og mörkin skoruðu Satu Niinimäki, Friðrika Magnúsdóttir, Arna Friðjónsdóttir og April Orongan.
Íshokkí Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti