Gamall liðsfélagi Ívars og Brynjars tók við á miðju móti og sló út meistarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 14:30 Leikmenn Fílabeinsstrandarinnar fagna sigrinum í gær. AP/Themba Hadebe Emerse Faé fékk það krefjandi verkefni að taka við landsliði Fílabeinsstrandarinnar á miðju Afríkumóti. Það er óhætt að segja að hann hafi byrjað landsliðsþjálfaraferilinn á eftirminnilegan hátt. Knattspyrnusamband Fílabeinsstrandarinnar ákvað að reka þjálfarann Jean-Louis Gasset eftir 4-0 skell liðsins á móti Miðbaugs-Gíneu í riðlakeppninni en liðið er á heimavelli í keppninni í ár. Þrátt fyrir skellinn komst Fílabeinsströndin í sextán liða úrslitin en lenti þar á móti ríkjandi meisturum frá Senegal. Faé fékk stöðuhækkun en hann hefur verið þjálfari 23 ára landsliðs þjóðarinnar og aðstoðarmaður Gasset. Frumraun hans sem aðalþjálfari meistaraflokksliðs fór afar vel. Emerse Faé had less than a week to prepare Ivory Coast to face Senegal, the Ivorian Federation spent most of that time trying to hire Hervé Renard.Tonight, in his first match in charge, he knocked out the defending champions. #AFCON2023 pic.twitter.com/KI74avI3zo— Owuraku Ampofo (@_owurakuampofo) January 29, 2024 Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Senegal komst yfir strax á fjórðu mínútu en Fílabeinsstrendingar jöfnuðu fjórum mínútum fyrir leikslok. Fílabeinsströndin vann svo 5-4 í vítakeppni og er komin áfram í átta liða úrslit keppninnar en titilvörn Senegal er á enda. Fílabeinsströndin mætir annað hvort Malí eða Búrkína Fasó í átta liða úrslitunum. Emerse Faé er fertugur og þetta er eins og áður sagði hans fyrsta starf sem þjálfari aðalliðs. Hann spilaði lengst af í Frakklandi en fékk aðeins að kynnast ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2007-08. Íslendingafélagið Reading keypti hann frá Nantes fyrir 2,5 milljónir punda í ágúst 2007. Faé skrifaði undir þriggja ára samning og var þar með orðinn liðsfélagi Ívars Ingimarssonar og Brynjars Bjarnar Gunnarssonar. Þetta var hins vegar stutt gaman því hann komst ekki í byrjunarliðið og neitaði síðan að spila með varaliðinu. Tími hans var stuttur, liðið féll og hann lýsti því yfir að hann myndi aldrei spila aftur fyrir Reading. Faé var lánaður eftir tímabilið til Nice og félagið keypti hann síðan af enska félaginu. Hann kláraði ferilinn hjá Nice og hóf þar jafnframt þjálfaraferil sinn með yngri liðum félagsins. Faé spilaði á sínum tíma 41 landsleik fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar. Hann var landsliðsmaður þegar hann þurfti að leggja skóna á hilluna aðeins 28 ára gamall vegna meiðsla. Nú var honum hent út í djúpu laugina og nú verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu enda eru stórþjóðir eins og Egyptaland, Senegal, Alsír og Kamerún úr leik. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Fílabeinsströndin Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Knattspyrnusamband Fílabeinsstrandarinnar ákvað að reka þjálfarann Jean-Louis Gasset eftir 4-0 skell liðsins á móti Miðbaugs-Gíneu í riðlakeppninni en liðið er á heimavelli í keppninni í ár. Þrátt fyrir skellinn komst Fílabeinsströndin í sextán liða úrslitin en lenti þar á móti ríkjandi meisturum frá Senegal. Faé fékk stöðuhækkun en hann hefur verið þjálfari 23 ára landsliðs þjóðarinnar og aðstoðarmaður Gasset. Frumraun hans sem aðalþjálfari meistaraflokksliðs fór afar vel. Emerse Faé had less than a week to prepare Ivory Coast to face Senegal, the Ivorian Federation spent most of that time trying to hire Hervé Renard.Tonight, in his first match in charge, he knocked out the defending champions. #AFCON2023 pic.twitter.com/KI74avI3zo— Owuraku Ampofo (@_owurakuampofo) January 29, 2024 Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Senegal komst yfir strax á fjórðu mínútu en Fílabeinsstrendingar jöfnuðu fjórum mínútum fyrir leikslok. Fílabeinsströndin vann svo 5-4 í vítakeppni og er komin áfram í átta liða úrslit keppninnar en titilvörn Senegal er á enda. Fílabeinsströndin mætir annað hvort Malí eða Búrkína Fasó í átta liða úrslitunum. Emerse Faé er fertugur og þetta er eins og áður sagði hans fyrsta starf sem þjálfari aðalliðs. Hann spilaði lengst af í Frakklandi en fékk aðeins að kynnast ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2007-08. Íslendingafélagið Reading keypti hann frá Nantes fyrir 2,5 milljónir punda í ágúst 2007. Faé skrifaði undir þriggja ára samning og var þar með orðinn liðsfélagi Ívars Ingimarssonar og Brynjars Bjarnar Gunnarssonar. Þetta var hins vegar stutt gaman því hann komst ekki í byrjunarliðið og neitaði síðan að spila með varaliðinu. Tími hans var stuttur, liðið féll og hann lýsti því yfir að hann myndi aldrei spila aftur fyrir Reading. Faé var lánaður eftir tímabilið til Nice og félagið keypti hann síðan af enska félaginu. Hann kláraði ferilinn hjá Nice og hóf þar jafnframt þjálfaraferil sinn með yngri liðum félagsins. Faé spilaði á sínum tíma 41 landsleik fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar. Hann var landsliðsmaður þegar hann þurfti að leggja skóna á hilluna aðeins 28 ára gamall vegna meiðsla. Nú var honum hent út í djúpu laugina og nú verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu enda eru stórþjóðir eins og Egyptaland, Senegal, Alsír og Kamerún úr leik. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Fílabeinsströndin Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira