Luton valtaði yfir Brighton og Palace snéri taflinu við gegn botnliðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. janúar 2024 22:05 Elijah Adebayo hlóð í þrennu fyrir Luton. Alex Pantling/Getty Images Nýliðar Luton unnu ótrúlegan 4-0 sigur er liðið tók á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Á sama tíma vann Crystal Palace 3-2 sigur gegn botnliði Sheffield United. Heimamenn í Luton byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti gegn Brighton og Elijah Adebayo kom liðinu yfir strax á fyrstu mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Chiedozie Ogbene forystu Luton áður en Adebayo bætti öðru marki sínu og þriðja marki Luton við stuttu fyrir hálfleikshléið. Adebayo var hins vegar ekki hættur og hann fullkomnaði þrennu sína á 56. mínútu. Reyndist það seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð 4-0 sigur Luton sem lyfti sér upp úr fallsæti með sigrinum. Luton er nú með 19 stig í 17. sæti deildarinnar eftir 21 leik, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Brighton situr hins vegar í áttunda sæti með 32 stig. An un-four-gettable night at KR! ✨ pic.twitter.com/4P7JyHKZ82— Luton Town FC (@LutonTown) January 30, 2024 Þá vann Crystal Palace góðan endurkomusigur er liðið tók á móti botnliði Sheffield United. Ben Brereton Diaz kom gestunum í Sheffield United yfir strax á fyrstu mínútu áður en Eberechi Eze jafnaði metin fyrir heimamenn eftir rétt rúmlega fimmtán mínútna leik. James McAtee kom gestunum aftur yfir á 20. mínútu, en aftur jafnaði Eze fyrir heimamenn og staðan var því 2-2 þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo Michael Olise sem reyndist hetja heimamanna þegar hann tryggði liðinu 3-2 sigur með marki á 67. mínútu. Crystal Palace situr nú í 14. sæti deildarinnar með 24 stig eftir 22 leiki, en Sheffield United situr sem fastast á botninum með tíu stig. Að lokum gerðu Fulham og Everton markalaust jafntefli er liðin mættust á Craven Cottage. Úrslitin þýða að Everton situr nú í fallsæti með 18 stig eftir 22 leiki, einu stigi frá öruggu sæti. Fulham situr hins vegar í 12. sæti með 25 stig. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Sjá meira
Heimamenn í Luton byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti gegn Brighton og Elijah Adebayo kom liðinu yfir strax á fyrstu mínútu. Aðeins tveimur mínútum síðar tvöfaldaði Chiedozie Ogbene forystu Luton áður en Adebayo bætti öðru marki sínu og þriðja marki Luton við stuttu fyrir hálfleikshléið. Adebayo var hins vegar ekki hættur og hann fullkomnaði þrennu sína á 56. mínútu. Reyndist það seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð 4-0 sigur Luton sem lyfti sér upp úr fallsæti með sigrinum. Luton er nú með 19 stig í 17. sæti deildarinnar eftir 21 leik, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Brighton situr hins vegar í áttunda sæti með 32 stig. An un-four-gettable night at KR! ✨ pic.twitter.com/4P7JyHKZ82— Luton Town FC (@LutonTown) January 30, 2024 Þá vann Crystal Palace góðan endurkomusigur er liðið tók á móti botnliði Sheffield United. Ben Brereton Diaz kom gestunum í Sheffield United yfir strax á fyrstu mínútu áður en Eberechi Eze jafnaði metin fyrir heimamenn eftir rétt rúmlega fimmtán mínútna leik. James McAtee kom gestunum aftur yfir á 20. mínútu, en aftur jafnaði Eze fyrir heimamenn og staðan var því 2-2 þegar flautað var til hálfleiks. Það var svo Michael Olise sem reyndist hetja heimamanna þegar hann tryggði liðinu 3-2 sigur með marki á 67. mínútu. Crystal Palace situr nú í 14. sæti deildarinnar með 24 stig eftir 22 leiki, en Sheffield United situr sem fastast á botninum með tíu stig. Að lokum gerðu Fulham og Everton markalaust jafntefli er liðin mættust á Craven Cottage. Úrslitin þýða að Everton situr nú í fallsæti með 18 stig eftir 22 leiki, einu stigi frá öruggu sæti. Fulham situr hins vegar í 12. sæti með 25 stig.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Sjá meira