Fótbolti

„Við vorum sofandi“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Roberto De Zerbi var skiljanlega súr eftir 4-0 tap Brighton gegn Luton í gær.
Roberto De Zerbi var skiljanlega súr eftir 4-0 tap Brighton gegn Luton í gær. SportImage/Getty Images

Roberto De Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion, átti fá orð til að lýsa því sem gekk á í leik liðsins gegn nýliðum Luton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

De Zerbi og lærisveinar hans í Brighton máttu þola niðurlægjandi 4-0 tap er liðið heimsótti Luton í gær. Þjálfarinn segir að liðið hafi einfaldlega ekki mætt til leiks.

„Við spiluðum ekki í kvöld. Við vorum sofandi. Við þurfum að muna eftir þessum degi svo þetta komi ekki fyrir aftur,“ sagði De Zerbi eftir leikinn.

„Við spiluðum illa. Það var ekki einn leikmaður sem spilaði vel, ekki einu sinni þeir sem komu inn af bekknum. Það þurfa allir að taka ábyrgð á þessu.“

„Luton spilaði virkilega vel. Við vissum alveg hversu erfiður þessi leikur myndi vera. Ég vorkenni stuðningsmönnunum. Við þurfum allir að taka ábyrgð, sérstaklega ég.“

„Þessi úrslit særa okkur meira en fólk getur ímyndað sér,“ sagði De Zerbi að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×