Segja bréf HS Veitna ótímabært og taktlaust Jón Þór Stefánsson skrifar 1. febrúar 2024 09:00 Málið varðar skemmdir sem urðu á vatnslögninni til eyja í nóvember þegar akkeri fór í lögnina. Vísir/Vilhelm Vestmannaeyjabær hefur skrifað svarbréf til höfuðs bréfi HS Veitna til bæjarins þar sem bærinn segir erindi fyrirtækisins ótímabært og taktlaust. Þar er fullyrt að ábyrgð á vatnslögn til Vestmannaeyja sé á ábyrgð HS veitna, sem sé eigandi og stjórnandi lagnarinnar í lagalegum skilningi. Í gær var greint frá bréfi HS Veitna til Vestmannaeyjabæjar, en þar var óskað eftir því að bærinn myndi leysa til sín vatnsveituna, en fyrirtækið vill meina að bærinn beri ábyrgð á lögninni. Málið varðar skemmdir sem urðu á vatnslögninni til eyja í nóvember þegar akkeri skipsins Huginn VE 55 fór í lögnina og olli skemmdum á henni. Líkt og áður segir vill Vestmannaeyjabær meina að ábyrgðin sé hjá HS Veitum. Þetta kemur fram í svarbréfi Vestmannaeyja sem Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri er undirritar. „Bærinn hefur einfaldlega engar skyldur í þessu sambandi og er ekki bær til að taka ákvarðanir um rekstur og stjórn veitunnar. Einkaréttindum HS Veitna hf. til vatnssölu til Vestmannaeyja samkvæmt lögum og fyrirliggjandi samningum fylgja skyldur sem virðist alveg litið hjá í tilviki félagsins. Það er nefnilega svo að réttindum félagsins fylgja líka skyldur og þetta tvennt verður ekki skilið í sundur,“ segir í svarbréfi bæjarins. Vestmannaeyjabær mótmælir því að hafa brotið á skuldbindingum sínum gagnvart HS Veitum. „Það er ekki rökstutt eða útskýrt með neinum haldbærum hætti hvernig og hvaða vanefndir hafi átt sér stað.“ Þó segist bærinn ætla að standa undir sínum skuldbindingum samkvæmt fyrirliggjandi samningum, og er því haldið fram að því hafi verið ítrekað komið á framfæri við HS Veitur. Vestmannaeyjabær vill þó meina að í þeim skyldum felist ekki að bærinn taki ákvörðun um viðgerð á lögninni. Þá er komið inn á kröfu HS Veitna að bærinn leysi til sín vatnsveituna. Bærinn segist ekki hafa neina innlausnarskyldu á vatnsveitunni. „Enda ef svo væri myndu HS Veitur hf. eflaust halda því fram í sínu bréfi sem ekki er gert.“ Í bréfi HS Veitna er minnst á óháða lögfræðilega álitsgerð sem unnin var fyrir innviðaráðuneytið þar sem komist var að sömu niðurstöðu og fyrirtækið gerir. Vestmannaeyjabær segir að ekki sé um lögfræðilegt álit að ræða heldur stutt minnisblað sem hafi veri unnið í miklum flýti, á því tvennu sé veigamikill munur. „Við gerð þess minnisblaðs var rætt við og fengin gögn og álit frá HS Veitum hf., en ekki Vestmannaeyjabæ. Þegar af þeirri ástæðu er alls ekki hægt að líta svo á að um óháð eða haldbært gagn sé að ræða,“ segir í bréfinu, en þar er því jafnframt haldið fram að litið hafi verið hjá veigamiklum lögfræðilegum atriðum, og það byggt á röngum forsendum. Í svarbréfi Vestmannaeyja er minnst á að kröfur hafi verið gerður á hendur útgerðinni sem rekur Huginn VE 55 vegna tjónsins. HS Veitur hafi krafist sjóprófa vegna málsins og að þau hafi hafist sama dag og fyrirtækið sendi sitt bréf, síðastliðið þriðjudagskvöld. Þá verði annað sjópróf haldið fimmtánda febrúar næstkomandi. Í kjölfar þess megi búast bið því að útgerðin og tryggingafélag hennar muni tala afstöðu til bótaskyldu og síðan verði krafa útbúin. „Undirstrika þessar staðreyndir hversu ótímabært og taktlaust bréf HS Veitna hf. í raun og veru er.“ Vestmannaeyjabær vill meina að hagsmunir beggja aðila felist í því að halda viðræðum áfram og að samskipti milli bæjarins og fyrirtækisins fari ekki fram í gegnum fjölmiðla. Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Orkumál Vatn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Í gær var greint frá bréfi HS Veitna til Vestmannaeyjabæjar, en þar var óskað eftir því að bærinn myndi leysa til sín vatnsveituna, en fyrirtækið vill meina að bærinn beri ábyrgð á lögninni. Málið varðar skemmdir sem urðu á vatnslögninni til eyja í nóvember þegar akkeri skipsins Huginn VE 55 fór í lögnina og olli skemmdum á henni. Líkt og áður segir vill Vestmannaeyjabær meina að ábyrgðin sé hjá HS Veitum. Þetta kemur fram í svarbréfi Vestmannaeyja sem Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri er undirritar. „Bærinn hefur einfaldlega engar skyldur í þessu sambandi og er ekki bær til að taka ákvarðanir um rekstur og stjórn veitunnar. Einkaréttindum HS Veitna hf. til vatnssölu til Vestmannaeyja samkvæmt lögum og fyrirliggjandi samningum fylgja skyldur sem virðist alveg litið hjá í tilviki félagsins. Það er nefnilega svo að réttindum félagsins fylgja líka skyldur og þetta tvennt verður ekki skilið í sundur,“ segir í svarbréfi bæjarins. Vestmannaeyjabær mótmælir því að hafa brotið á skuldbindingum sínum gagnvart HS Veitum. „Það er ekki rökstutt eða útskýrt með neinum haldbærum hætti hvernig og hvaða vanefndir hafi átt sér stað.“ Þó segist bærinn ætla að standa undir sínum skuldbindingum samkvæmt fyrirliggjandi samningum, og er því haldið fram að því hafi verið ítrekað komið á framfæri við HS Veitur. Vestmannaeyjabær vill þó meina að í þeim skyldum felist ekki að bærinn taki ákvörðun um viðgerð á lögninni. Þá er komið inn á kröfu HS Veitna að bærinn leysi til sín vatnsveituna. Bærinn segist ekki hafa neina innlausnarskyldu á vatnsveitunni. „Enda ef svo væri myndu HS Veitur hf. eflaust halda því fram í sínu bréfi sem ekki er gert.“ Í bréfi HS Veitna er minnst á óháða lögfræðilega álitsgerð sem unnin var fyrir innviðaráðuneytið þar sem komist var að sömu niðurstöðu og fyrirtækið gerir. Vestmannaeyjabær segir að ekki sé um lögfræðilegt álit að ræða heldur stutt minnisblað sem hafi veri unnið í miklum flýti, á því tvennu sé veigamikill munur. „Við gerð þess minnisblaðs var rætt við og fengin gögn og álit frá HS Veitum hf., en ekki Vestmannaeyjabæ. Þegar af þeirri ástæðu er alls ekki hægt að líta svo á að um óháð eða haldbært gagn sé að ræða,“ segir í bréfinu, en þar er því jafnframt haldið fram að litið hafi verið hjá veigamiklum lögfræðilegum atriðum, og það byggt á röngum forsendum. Í svarbréfi Vestmannaeyja er minnst á að kröfur hafi verið gerður á hendur útgerðinni sem rekur Huginn VE 55 vegna tjónsins. HS Veitur hafi krafist sjóprófa vegna málsins og að þau hafi hafist sama dag og fyrirtækið sendi sitt bréf, síðastliðið þriðjudagskvöld. Þá verði annað sjópróf haldið fimmtánda febrúar næstkomandi. Í kjölfar þess megi búast bið því að útgerðin og tryggingafélag hennar muni tala afstöðu til bótaskyldu og síðan verði krafa útbúin. „Undirstrika þessar staðreyndir hversu ótímabært og taktlaust bréf HS Veitna hf. í raun og veru er.“ Vestmannaeyjabær vill meina að hagsmunir beggja aðila felist í því að halda viðræðum áfram og að samskipti milli bæjarins og fyrirtækisins fari ekki fram í gegnum fjölmiðla.
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Orkumál Vatn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira