Albert fengi hátt í milljón á dag Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2024 10:31 Albert Guðmundsson hefur skorað níu mörk í ítölsku A-deildinni í vetur, fyrir Genoa. Getty/Francesco Pecoraro Ítalskur blaðamaður segir ljóst að Fiorentina muni leggja fram nýtt tilboð í Albert Guðmundsson í dag og að hann sé búinn að ná samkomulagi um eigin kaup og kjör samþykki Genoa tilboð Fiorentina. Í dag er lokadagur félagaskiptagluggans í helstu knattspyrnudeildum Evrópu og lokast glugginn klukkan 19 á Ítalíu. Fiorentina þarf því að hafa hraðar hendur til að landa Alberti eftir að Genoa hafnaði 22 milljóna evra (tæplega 3,3 milljarða króna) tilboði í hann í gær. Samkvæmt ítalska blaðamanninum Nicolo Schira, sem sérhæfir sig í félagaskiptafréttum, ætlar Fiorentina að leggja fram nýtt tilboð. Þá segir Schira að Albert sé búinn að samþykkja samning við Fiorentina sem myndi gilda til 2028, með möguleika á árs framlengingu. Samningurinn myndi tryggja Alberti tvær milljónir evra í árslaun, eða jafnvirði tæplega 300 milljóna króna. Hann fengi því um 820.000 krónur á dag í laun. #Fiorentina are pushing to try to convince #Genoa to sell Albert #Gudmundsson. Viola will submit a new bid to Genoa and have already reached an agreement in principle with the icelandic player for a contract until 2028 ( 2M/year) with option for 2029. #transfers @violanews— Nicolò Schira (@NicoSchira) February 1, 2024 Ljóst er að Genoa tekur ekki í mál að fá minna en 25 milljónir evra fyrir Albert, jafnvirði 3,7 milljarða króna, og upphaflega fór félagið fram á 30 milljónir evra. Fiorentina er sem stendur í 6. sæti ítölsku A-deildarinnar, með 34 stig eftir 21 leik, og aðeins stigi á eftir Roma og tveimur á eftir Atalanta, í harðri baráttu um Evrópusæti og þá helst sæti í Meistaradeild Evrópu. Genoa er nýliði í deildinni en þó í 11. sæti með 28 stig, ekki síst vegna Alberts sem skorað hefur níu mörk á leiktíðinni en aðeins þrír leikmenn hafa skorað fleiri mörk í deildinni það sem af er. Albert, sem er 26 ára gamall, kom til Genoa frá AZ í Hollandi fyrir akkúrat tveimur árum. Ítalski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Í dag er lokadagur félagaskiptagluggans í helstu knattspyrnudeildum Evrópu og lokast glugginn klukkan 19 á Ítalíu. Fiorentina þarf því að hafa hraðar hendur til að landa Alberti eftir að Genoa hafnaði 22 milljóna evra (tæplega 3,3 milljarða króna) tilboði í hann í gær. Samkvæmt ítalska blaðamanninum Nicolo Schira, sem sérhæfir sig í félagaskiptafréttum, ætlar Fiorentina að leggja fram nýtt tilboð. Þá segir Schira að Albert sé búinn að samþykkja samning við Fiorentina sem myndi gilda til 2028, með möguleika á árs framlengingu. Samningurinn myndi tryggja Alberti tvær milljónir evra í árslaun, eða jafnvirði tæplega 300 milljóna króna. Hann fengi því um 820.000 krónur á dag í laun. #Fiorentina are pushing to try to convince #Genoa to sell Albert #Gudmundsson. Viola will submit a new bid to Genoa and have already reached an agreement in principle with the icelandic player for a contract until 2028 ( 2M/year) with option for 2029. #transfers @violanews— Nicolò Schira (@NicoSchira) February 1, 2024 Ljóst er að Genoa tekur ekki í mál að fá minna en 25 milljónir evra fyrir Albert, jafnvirði 3,7 milljarða króna, og upphaflega fór félagið fram á 30 milljónir evra. Fiorentina er sem stendur í 6. sæti ítölsku A-deildarinnar, með 34 stig eftir 21 leik, og aðeins stigi á eftir Roma og tveimur á eftir Atalanta, í harðri baráttu um Evrópusæti og þá helst sæti í Meistaradeild Evrópu. Genoa er nýliði í deildinni en þó í 11. sæti með 28 stig, ekki síst vegna Alberts sem skorað hefur níu mörk á leiktíðinni en aðeins þrír leikmenn hafa skorað fleiri mörk í deildinni það sem af er. Albert, sem er 26 ára gamall, kom til Genoa frá AZ í Hollandi fyrir akkúrat tveimur árum.
Ítalski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira