Mainoo hetja Manchester United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. febrúar 2024 22:22 Kobbie Mainoo reyndist hetja Manchester United í kvöld. Naomi Baker/Getty Images Manchester United vann dramatískan 3-4 sigur er liðið heimsótti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Gestirnir frá Manchester voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og Marcu Rashford kom liðinu yfir strax á fimmtu mínútu. Rasmus Højlund tvöfaldaði svo forystu United á 22. mínútu og gestirnir voru í raun óheppnir að fara bara með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn þar sem tvö mörk voru tekin af liðinu vegna rangstöðu fyrir hlé. Pablo Sarabia minnkaði hins vegar muninn fyrir heimamenn með marki úr vítaspyrnu þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en Scott McTominay endurheimti tveggja marka forskot gestanna með góðu skallamarki tæpum fimm mínútum síðar. Það var því lítið sem benti til þess að heimamenn myndu fá nokkuð út úr leiknum, en Max Kilman gaf Úlfunum von með marki á 85. mínútu. Pedro Neto fullkomnaði svo endurkomu Wolves með góðu marki á fimmtu mínútu uppbótartíma eftir stoðsendingu frá Matheus Cunha og allt ætlaði um koll að keyra á Moleneux vellinum. Ungstirnið Kobbie Mainoo slökkti hins vegar í stuðningsmönnum Wolves þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United og tryggði liðinu dramatískan sigur með hnitmiðuðu skoti á sjöundu mínútu uppbótartíma. Lokatölur því 3-4 sigur Manchester United sem nú situr í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 35 stig eftir 22 leiki, átta stigum frá Meistaradeildarsæti. Úlfarnir sitja hins vegar í 11. sæti með 29 stig. Enski boltinn
Manchester United vann dramatískan 3-4 sigur er liðið heimsótti Wolves í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Gestirnir frá Manchester voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og Marcu Rashford kom liðinu yfir strax á fimmtu mínútu. Rasmus Højlund tvöfaldaði svo forystu United á 22. mínútu og gestirnir voru í raun óheppnir að fara bara með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn þar sem tvö mörk voru tekin af liðinu vegna rangstöðu fyrir hlé. Pablo Sarabia minnkaði hins vegar muninn fyrir heimamenn með marki úr vítaspyrnu þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en Scott McTominay endurheimti tveggja marka forskot gestanna með góðu skallamarki tæpum fimm mínútum síðar. Það var því lítið sem benti til þess að heimamenn myndu fá nokkuð út úr leiknum, en Max Kilman gaf Úlfunum von með marki á 85. mínútu. Pedro Neto fullkomnaði svo endurkomu Wolves með góðu marki á fimmtu mínútu uppbótartíma eftir stoðsendingu frá Matheus Cunha og allt ætlaði um koll að keyra á Moleneux vellinum. Ungstirnið Kobbie Mainoo slökkti hins vegar í stuðningsmönnum Wolves þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Manchester United og tryggði liðinu dramatískan sigur með hnitmiðuðu skoti á sjöundu mínútu uppbótartíma. Lokatölur því 3-4 sigur Manchester United sem nú situr í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 35 stig eftir 22 leiki, átta stigum frá Meistaradeildarsæti. Úlfarnir sitja hins vegar í 11. sæti með 29 stig.