Auðsjáanlegt hversu erfið ákvörðunin var Bjarna Aron Guðmundsson skrifar 2. febrúar 2024 08:00 Ingvar (til vinstri) og Bjarni (til hægri) mynduðu gott teymi hjá Haukum Vísir/Bára Ingvar Þór Guðjónsson hefur verið ráðinn þjálfari Hauka í Subway deild kvenna í körfubolta á nýjan leik. Hann tekur við starfinu af Bjarna Magnússyni sem þurfti að láta af störfum af heilsufarslegum ástæðum. Ingvar, sem hefur undanfarið starfað sem aðstoðarþjálfari Bjarna hjá Haukum segir ákvörðun hans um að láta að störfum að vissu leyti hafa komið sér á óvart. „Já að vissu leyti. Við höfum rætt aðeins saman og ég vissi svo sem að hann væri orðinn svolítið þreyttur. Svo í rauninni hittumst við einhverri viku áður en hann tilkynnir liðinu ákvörðun sína og lætur mig vita af því að hann þurfi í rauninni að stíga frá. Þar spila inn í heilsufarslegar ástæður og ekki hægt að komast hjá því að taka þessa ákvörðun. Þá fæ ég nokkra daga til þess að hugsa málið hvað mig varðar, hvað ég myndi gera. Við Bjarni höfðum náttúrulega starfað saman sem teymi í mörg ár fram að þessu og ekkert sjálfgefið að maður myndi stíga upp og taka við starfi aðalþjálfara. En að vel ígrunduðu máli fannst mér það þó vera það rétta í stöðunni.“ Þetta ferli sem leiðir að þessari ákvörðun þinni. Var það strembið? Varstu á báðum áttum hvort þú ættir að taka við aðalþjálfara starfinu? „Já já og ég sagði leikmönnum liðsins svo sem líka frá því. Að sama skapi hefði verið gríðarlega erfitt að yfirgefa liðið á þessum tímapunkti. Þær sáu það líka bara, þegar að Bjarni greinir þeim frá ákvörðun sinni, hversu erfið ákvörðun að taka þetta var honum. Hún hefði líka verið það fyrir mig en á sama tíma þá lagði ég veturinn þannig upp að ég væri með Bjarna í þessu. Það að hann þurfi að stíga til hliðar var að sjálfsögðu þess valdandi að ég hugsaði málið. Hvað ég myndi gera.“ Þekkir starf aðalþjálfarans inn og út Ingvar kemur ekki blautur á bak við eyrun í starf aðalþjálfara. Hann starfaði sem slíkur, einmitt hjá kvennaliði Hauka, fyrir nokkrum árum síðan og gerði liðið meðal annars að Íslandsmeisturum árið 2018. Hann íhugaði hins vegar vel og vandlega hvort hann ætti að taka að sér starfið aftur á þessum tímapunkti. Það að hafa verið í kringum lið Hauka undanfarin ár gerir ákvörðunina væntanlega, að einhverju leyti, auðveldari? „Já það gerir það. Ég náttúrulega þekki þessar stelpur mjög vel. Er búinn að þjálfa þær margar hverjar frá árinu 2010. Það var því þægilegt að ganga inn í þetta þannig lagað. Við höfum verið að vinna vel að ákveðnum hlutum í vetur. Og sérstaklega núna eftir áramót hefur okkur fundist spilamennskan vera orðin betri. Bæði varnar- og sóknarlega. Það er þá náttúrulega bara núna í höndum okkar þjálfarateymisins, sem tökum núna við, að sjá til þess að það haldi áfram. Að við höldum áfram að taka skref upp á við. Ingvar Þór, nýráðinn aðalþjálfari kvennaliðs Hauka í körfuboltaVísir/Sigurjón Ólason Haukar unnu sinn fyrsta leik undir stjórn nýs þjálfarateymis á dögunum. Sigur sem sér til þess að liðið er í efri hluta Subway deildarinnar sem hefur nú verið skipt í tvennt fram að úrslitakeppni. Hvernig horfa næstu vikur og mánuðir við þér. Hvað viltu sjá liðið gera núna? „Rauninni bara svipaða hluti og við höfum verið að sýna undanfarnar vikur. Æfingarnar hafa verið betri, kraftmiklar æfingar með góðri samkeppni og við búum við það að eiga nokkuð góðan og breiðan hóp. Í þessari tvískiptingu í efri hlutanum er fyrsta markmið náttúrulega að sjá til þess að við fáum heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Það verkefni byrjar strax í næstu viku.“ Miklar breytingar að eiga sér stað Málefni körfuknattleiksdeildar Hauka hafa verið mikið í deiglunni undanfarið því auk Bjarna, fráfarandi þjálfara kvennaliðsins, hefur Bragi Hinrik Magnússon ákveðið að láta af störfum hjá körfuknattleiksdeild félagsins og fyrir það hafði varaformaður deildarinnar, Tobías Sveinbjörnsson, greint frá ákvörðun sinni að stíga til hliðar sem varaformaður. Auðvitað vekur það upp spurningar þegar að slík sambærileg tíðindi eiga sér stað með skömmu millibili en Ingvar segir þær ekkert tengjast. Þá sé ekkert mál að aðskilja það sem á sér stað inn á körfuboltavellinum frá því sem er að eiga sér stað utan hans innan deildarinnar. „Það er ekkert mál að aðskilja þetta. Varaformaðurinn var nánast hættur í haust og það vegna anna í öðrum störfum. Það að formaðurinn hætti líka gerist í rauninni nokkuð áður en Bjarni tekur sína ákvörðun að hætta þjálfun kvennaliðsins. Þessar ákvarðanir tengjast ekkert en tilkynningarnar koma hins vegar á sama tíma. Fólk innan félagsins og stjórnarinnar hefur tekið við þeim boltum sem þarf að halda á lofti, deilt með sér verkefnum og gert það vel.“ Ingvar stýrir liði Hauka út yfirstandandi tímabil en hvað tekur við svo? Gæti hann hugsað sér að stýra liðinu til lengri tíma litið? „Ég lít á þetta núna sem tímabundið út þetta tímabil. Svo bara sjáum við til hvað verður í vor. Hvort það sé áhugi hjá mér eða stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka á því að halda þessu samstarfi áfram.“ Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Sjá meira
Ingvar, sem hefur undanfarið starfað sem aðstoðarþjálfari Bjarna hjá Haukum segir ákvörðun hans um að láta að störfum að vissu leyti hafa komið sér á óvart. „Já að vissu leyti. Við höfum rætt aðeins saman og ég vissi svo sem að hann væri orðinn svolítið þreyttur. Svo í rauninni hittumst við einhverri viku áður en hann tilkynnir liðinu ákvörðun sína og lætur mig vita af því að hann þurfi í rauninni að stíga frá. Þar spila inn í heilsufarslegar ástæður og ekki hægt að komast hjá því að taka þessa ákvörðun. Þá fæ ég nokkra daga til þess að hugsa málið hvað mig varðar, hvað ég myndi gera. Við Bjarni höfðum náttúrulega starfað saman sem teymi í mörg ár fram að þessu og ekkert sjálfgefið að maður myndi stíga upp og taka við starfi aðalþjálfara. En að vel ígrunduðu máli fannst mér það þó vera það rétta í stöðunni.“ Þetta ferli sem leiðir að þessari ákvörðun þinni. Var það strembið? Varstu á báðum áttum hvort þú ættir að taka við aðalþjálfara starfinu? „Já já og ég sagði leikmönnum liðsins svo sem líka frá því. Að sama skapi hefði verið gríðarlega erfitt að yfirgefa liðið á þessum tímapunkti. Þær sáu það líka bara, þegar að Bjarni greinir þeim frá ákvörðun sinni, hversu erfið ákvörðun að taka þetta var honum. Hún hefði líka verið það fyrir mig en á sama tíma þá lagði ég veturinn þannig upp að ég væri með Bjarna í þessu. Það að hann þurfi að stíga til hliðar var að sjálfsögðu þess valdandi að ég hugsaði málið. Hvað ég myndi gera.“ Þekkir starf aðalþjálfarans inn og út Ingvar kemur ekki blautur á bak við eyrun í starf aðalþjálfara. Hann starfaði sem slíkur, einmitt hjá kvennaliði Hauka, fyrir nokkrum árum síðan og gerði liðið meðal annars að Íslandsmeisturum árið 2018. Hann íhugaði hins vegar vel og vandlega hvort hann ætti að taka að sér starfið aftur á þessum tímapunkti. Það að hafa verið í kringum lið Hauka undanfarin ár gerir ákvörðunina væntanlega, að einhverju leyti, auðveldari? „Já það gerir það. Ég náttúrulega þekki þessar stelpur mjög vel. Er búinn að þjálfa þær margar hverjar frá árinu 2010. Það var því þægilegt að ganga inn í þetta þannig lagað. Við höfum verið að vinna vel að ákveðnum hlutum í vetur. Og sérstaklega núna eftir áramót hefur okkur fundist spilamennskan vera orðin betri. Bæði varnar- og sóknarlega. Það er þá náttúrulega bara núna í höndum okkar þjálfarateymisins, sem tökum núna við, að sjá til þess að það haldi áfram. Að við höldum áfram að taka skref upp á við. Ingvar Þór, nýráðinn aðalþjálfari kvennaliðs Hauka í körfuboltaVísir/Sigurjón Ólason Haukar unnu sinn fyrsta leik undir stjórn nýs þjálfarateymis á dögunum. Sigur sem sér til þess að liðið er í efri hluta Subway deildarinnar sem hefur nú verið skipt í tvennt fram að úrslitakeppni. Hvernig horfa næstu vikur og mánuðir við þér. Hvað viltu sjá liðið gera núna? „Rauninni bara svipaða hluti og við höfum verið að sýna undanfarnar vikur. Æfingarnar hafa verið betri, kraftmiklar æfingar með góðri samkeppni og við búum við það að eiga nokkuð góðan og breiðan hóp. Í þessari tvískiptingu í efri hlutanum er fyrsta markmið náttúrulega að sjá til þess að við fáum heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Það verkefni byrjar strax í næstu viku.“ Miklar breytingar að eiga sér stað Málefni körfuknattleiksdeildar Hauka hafa verið mikið í deiglunni undanfarið því auk Bjarna, fráfarandi þjálfara kvennaliðsins, hefur Bragi Hinrik Magnússon ákveðið að láta af störfum hjá körfuknattleiksdeild félagsins og fyrir það hafði varaformaður deildarinnar, Tobías Sveinbjörnsson, greint frá ákvörðun sinni að stíga til hliðar sem varaformaður. Auðvitað vekur það upp spurningar þegar að slík sambærileg tíðindi eiga sér stað með skömmu millibili en Ingvar segir þær ekkert tengjast. Þá sé ekkert mál að aðskilja það sem á sér stað inn á körfuboltavellinum frá því sem er að eiga sér stað utan hans innan deildarinnar. „Það er ekkert mál að aðskilja þetta. Varaformaðurinn var nánast hættur í haust og það vegna anna í öðrum störfum. Það að formaðurinn hætti líka gerist í rauninni nokkuð áður en Bjarni tekur sína ákvörðun að hætta þjálfun kvennaliðsins. Þessar ákvarðanir tengjast ekkert en tilkynningarnar koma hins vegar á sama tíma. Fólk innan félagsins og stjórnarinnar hefur tekið við þeim boltum sem þarf að halda á lofti, deilt með sér verkefnum og gert það vel.“ Ingvar stýrir liði Hauka út yfirstandandi tímabil en hvað tekur við svo? Gæti hann hugsað sér að stýra liðinu til lengri tíma litið? „Ég lít á þetta núna sem tímabundið út þetta tímabil. Svo bara sjáum við til hvað verður í vor. Hvort það sé áhugi hjá mér eða stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka á því að halda þessu samstarfi áfram.“
Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Vandræði meistaranna halda áfram Fótbolti Fleiri fréttir Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga