Titillinn tekinn af KR: „Þetta er bara klúður“ Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2024 10:30 Víkingar og KR-ingar hafa eldað grátt silfur saman á fótboltavellinum síðustu ár. vísir/Hulda Margrét KR-ingar þurfa að öllum líkindum að horfa á eftir Reykjavíkurmeistaratitlinum í fótbolta, sem þeir fögnuðu í gærkvöld, í hendur Víkinga sem verður dæmdur 3-0 sigur í leik liðanna vegna ólöglegs leikmanns KR. Alex Þór Hauksson, nýr leikmaður KR, var ekki kominn með leikheimild þegar leikurinn fór fram en þetta staðfesti Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, við Vísi í morgun. Alex tók þó þátt í leiknum og því verður KR dæmt tap, þrátt fyrir að hafa unnið þennan úrslitaleik í vítaspyrnukeppni. Víkingar þurfa ekki að kæra úrslitin heldur er málið í höndum skrifstofu KSÍ sem reyndar virðist eiga ákveðna sök í málinu. Ákváðu að breyta ekki planinu Málið á sér nefnilega nokkurn aðdraganda. KR-ingar fengu í fyrstu þær upplýsingar frá KSÍ að Alex og Aron Sigurðarson, sem einnig er nýr leikmaður KR, mættu spila leikinn. Það var svo dregið til baka. Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR, útskýrði nánar hvernig þetta gekk fyrir sig: „Ég talaði við KSÍ í gærmorgun. Þar fengum við þær upplýsingar að þeir væru með leikheimild. Strákarnir fóru svo út á æfingu. Klukkutíma síðar fékk ég svo þær upplýsingar frá KSÍ að þeir væru ekki með leikheimild. Ég var svo í öðrum störfum, sem framkvæmdastjóri félagsins, og náði ekki aftur í Gregg [Ryder, þjálfara KR] fyrr en um fjögurleytið. Þá var búið að ákveða planið fyrir leikinn og við ákváðum af fótboltalegum ástæðum að spila bara leikinn eins og lagt var upp með frá æfingunni í hádeginu,“ segir Bjarni og ljóst að KR-ingar ætla ekki að svekkja sig of mikið á málinu: „Þetta er æfingamót. Auðvitað erum við ekki sáttir með að klára ekki titilinn en við ákváðum að spila þetta svona og sjá hvað gerðist. Við fengum frábæra æfingu út úr þessu og þar við situr Þetta er bara klúður. Við erum þá með fjörutíu svona titla en þeir fara í sinn sjötta. Við erum alveg ágætir og þetta hefur lítið að segja þegar út í alvöruna er komið í sumar.“ Bjarni Guðjónsson er framkvæmdastjóri KR.vísir Fengu ekki að spila á sama degi og Valur eða Fram hefðu fengið Það er í höndum skrifstofu KSÍ að úrskurða um leiki á mótum á undirbúningstímabilinu, svo félög sem taka þátt í leiknum þurfa ekki að kæra úrslit eins og ef um leik í bikarkeppninni eða á Íslandsmótinu væri að ræða. Það munaði aðeins einum degi að Alex mætti spila fyrir KR því í dag er hann kominn með leikheimild. Það sama má segja um Aron og einnig nýja leikmenn Víkings sem ekki tóku þátt í leiknum í gær. Bjarni lætur það þó ekki svekkja sig: „En það er auðvitað svolítið spes að KR fái að vita það á miðvikudagskvöldi klukkan 22 að það verði spilað daginn eftir klukkan 18,“ segir Bjarni en það varð ljóst eftir 3-2 sigur Fram á Val á miðvikudag hvaða lið myndu spila úrslitaleikinn. „ Við reyndum að færa leikinn, fram í helgina eða bara til 4. mars eins og ef að Valur eða Fram hefði átt að spila leikinn í stað okkar. En KR gat ekki fengið það, og allt í góðu með það.“ Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík KR Besta deild karla KSÍ Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Alex Þór Hauksson, nýr leikmaður KR, var ekki kominn með leikheimild þegar leikurinn fór fram en þetta staðfesti Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, við Vísi í morgun. Alex tók þó þátt í leiknum og því verður KR dæmt tap, þrátt fyrir að hafa unnið þennan úrslitaleik í vítaspyrnukeppni. Víkingar þurfa ekki að kæra úrslitin heldur er málið í höndum skrifstofu KSÍ sem reyndar virðist eiga ákveðna sök í málinu. Ákváðu að breyta ekki planinu Málið á sér nefnilega nokkurn aðdraganda. KR-ingar fengu í fyrstu þær upplýsingar frá KSÍ að Alex og Aron Sigurðarson, sem einnig er nýr leikmaður KR, mættu spila leikinn. Það var svo dregið til baka. Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR, útskýrði nánar hvernig þetta gekk fyrir sig: „Ég talaði við KSÍ í gærmorgun. Þar fengum við þær upplýsingar að þeir væru með leikheimild. Strákarnir fóru svo út á æfingu. Klukkutíma síðar fékk ég svo þær upplýsingar frá KSÍ að þeir væru ekki með leikheimild. Ég var svo í öðrum störfum, sem framkvæmdastjóri félagsins, og náði ekki aftur í Gregg [Ryder, þjálfara KR] fyrr en um fjögurleytið. Þá var búið að ákveða planið fyrir leikinn og við ákváðum af fótboltalegum ástæðum að spila bara leikinn eins og lagt var upp með frá æfingunni í hádeginu,“ segir Bjarni og ljóst að KR-ingar ætla ekki að svekkja sig of mikið á málinu: „Þetta er æfingamót. Auðvitað erum við ekki sáttir með að klára ekki titilinn en við ákváðum að spila þetta svona og sjá hvað gerðist. Við fengum frábæra æfingu út úr þessu og þar við situr Þetta er bara klúður. Við erum þá með fjörutíu svona titla en þeir fara í sinn sjötta. Við erum alveg ágætir og þetta hefur lítið að segja þegar út í alvöruna er komið í sumar.“ Bjarni Guðjónsson er framkvæmdastjóri KR.vísir Fengu ekki að spila á sama degi og Valur eða Fram hefðu fengið Það er í höndum skrifstofu KSÍ að úrskurða um leiki á mótum á undirbúningstímabilinu, svo félög sem taka þátt í leiknum þurfa ekki að kæra úrslit eins og ef um leik í bikarkeppninni eða á Íslandsmótinu væri að ræða. Það munaði aðeins einum degi að Alex mætti spila fyrir KR því í dag er hann kominn með leikheimild. Það sama má segja um Aron og einnig nýja leikmenn Víkings sem ekki tóku þátt í leiknum í gær. Bjarni lætur það þó ekki svekkja sig: „En það er auðvitað svolítið spes að KR fái að vita það á miðvikudagskvöldi klukkan 22 að það verði spilað daginn eftir klukkan 18,“ segir Bjarni en það varð ljóst eftir 3-2 sigur Fram á Val á miðvikudag hvaða lið myndu spila úrslitaleikinn. „ Við reyndum að færa leikinn, fram í helgina eða bara til 4. mars eins og ef að Valur eða Fram hefði átt að spila leikinn í stað okkar. En KR gat ekki fengið það, og allt í góðu með það.“
Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík KR Besta deild karla KSÍ Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira