Réttarríki ríka fólksins? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 2. febrúar 2024 12:00 Hinn 14. desember sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli ÖBÍ réttindasamtaka gegn Tryggingastofnun. Málið á sér langa sögu og varðar lífeyrisgreiðslur til meira en 1.600 öryrkja sem skertar voru með ólögmætum hætti yfir langt tímabil. Skerðingin beindist að tekjulægsta hópi öryrkja og fól í sér að greiðslur til þeirra voru skertar niður fyrir það lágmarksframfærsluviðmið sem lög kveða á um. Með skerðingunni var þessi hópur því beinlínis sviptur lífsnauðsynlegri framfærsluaðstoð. Hæstiréttur sló því föstu vorið 2022 að skerðingin væri ólögleg og dæmdi Tryggingastofnun til að greiða aðila málsins vangreiddan lífeyri allt aftur til ársins 2011. Í kjölfarið voru greiðslur til annarra einstaklinga í sömu stöðu einnig leiðréttar. Félags- og vinnumarkaðsráðherra ákvað þó að leiðréttinging ætti aðeins að ná til síðustu fjögurra ára. Ráðherra ákvað þannig beinlínis að öryrkjar sem urðu fyrir ólöglegri skerðingu á lágmarksframfærslu sinni á tímabilinu 2012-2018 ættu ekki að fá neina leiðréttingu vegna þess. ÖBÍ réttindasamtök mótmæltu þessari ákvörðun ráðherra og höfðuðu í kjölfarið annað dómsmál til að fá henni hnekkt. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp 14. desember sl. var fallist á það og viðurkennt að Tryggingastofnun sé einnig skylt að leiðrétta þær lífeyrisgreiðslur sem skertar voru ólöglega á tímabilinu 2012-2018. Sem fyrr segir nær þessi niðurstaða til um 1.600 lífeyrisþega og varðar skerðingar sem samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun námu 3-4 milljörðum á þessu tímabili. Til að draga þetta saman: Lífeyrisgreiðslur til tekjulægsta hóps öryrkja voru skertar niður fyrir lögbundna lágmarksframfærslu í mörg ár með ólögmætum hætti. Þegar mjög langdregnum málaferlum vegna þess, sem hófust árið 2016 og áfrýjað var af hálfu Tryggingastofnunar í tvígang, lauk loks í Hæstarétti vorið 2022 ákvað félags- og vinnumarkaðsráðherra að gangast ekki við brotunum nema að litlu leyti og neitaði að bæta fyrir þau lengra aftur en til ársins 2018 þótt óumdeilt væri að þau hefðu staðið yfir mun lengur. Með dómi héraðsdóms frá 14. desember sl. liggur nú fyrir að þessi ákvörðun ráðherra var einnig ólögmæt. Hvað bíður nú þeirra fjölmörgu lífeyristaka sem urðu fyrir ólöglegri skerðingu og gert var að framfleyta sér á lífeyri undir lágmarksframfærslu árum saman? Fá þeir loks greiddar bætur sínar þótt seint sé? Því miður ekki. Þrátt fyrir að héraðsdómur hafi talið málatilbúnað hans í málinu þversagnarkenndan neitar félags- og vinnumarkaðsráðherra enn og aftur að una niðurstöðum dómstóla og hefur nú ákveðið að áfrýja dóminum. ÖBÍ réttindasamtök hafa sent ráðherranum bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um ástæður áfrýjunarinnar, en hún felur það í sér að 1.600 örorkulífeyristakar þurfa enn að bíða eftir því að fá greiddan þann lífeyri sem þeir áttu rétt til á árunum 2012-2018. Kannski finnst ráðherranum það ekki langur tími að bíða í ár eða tvö til viðbótar eftir greiðslum sem nú þegar er búið að bíða eftir í 12 ár? Sé það svo er það líklega til marks um það að ráðherrann hefur aldrei þurft að framfleyta sér á örorkulífeyri – hvað þá á lífeyri sem skertur hefur verið niður fyrir lögbundið lágmarksframfærsluviðmið. ÖBÍ réttindasamtök sendu öllum fjölmiðlum tilkynningu þegar dómurinn var kveðinn upp. Enginn þeirra fjallaði þó um málið. Þegar þessi ærandi þögn er borin saman við þá háværu umræðu sem gjarnan skapast þegar brotið er gegn réttindum þeirra sem standa sterkari fótum í samfélaginu er erfitt að verjast þeirri hugsun að ráðamönnum og fjölmiðlum finnist slík réttindi einfaldlega skipta meira máli en réttindi jaðarsettra hópa. Slík forgangsröðun á ekki heima í réttarríki þar sem ekki á að gera greinarmun á mannréttindum eftir samfélagslegri stöðu þeirra sem í hlut eiga hverju sinni. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Hinn 14. desember sl. féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli ÖBÍ réttindasamtaka gegn Tryggingastofnun. Málið á sér langa sögu og varðar lífeyrisgreiðslur til meira en 1.600 öryrkja sem skertar voru með ólögmætum hætti yfir langt tímabil. Skerðingin beindist að tekjulægsta hópi öryrkja og fól í sér að greiðslur til þeirra voru skertar niður fyrir það lágmarksframfærsluviðmið sem lög kveða á um. Með skerðingunni var þessi hópur því beinlínis sviptur lífsnauðsynlegri framfærsluaðstoð. Hæstiréttur sló því föstu vorið 2022 að skerðingin væri ólögleg og dæmdi Tryggingastofnun til að greiða aðila málsins vangreiddan lífeyri allt aftur til ársins 2011. Í kjölfarið voru greiðslur til annarra einstaklinga í sömu stöðu einnig leiðréttar. Félags- og vinnumarkaðsráðherra ákvað þó að leiðréttinging ætti aðeins að ná til síðustu fjögurra ára. Ráðherra ákvað þannig beinlínis að öryrkjar sem urðu fyrir ólöglegri skerðingu á lágmarksframfærslu sinni á tímabilinu 2012-2018 ættu ekki að fá neina leiðréttingu vegna þess. ÖBÍ réttindasamtök mótmæltu þessari ákvörðun ráðherra og höfðuðu í kjölfarið annað dómsmál til að fá henni hnekkt. Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp 14. desember sl. var fallist á það og viðurkennt að Tryggingastofnun sé einnig skylt að leiðrétta þær lífeyrisgreiðslur sem skertar voru ólöglega á tímabilinu 2012-2018. Sem fyrr segir nær þessi niðurstaða til um 1.600 lífeyrisþega og varðar skerðingar sem samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun námu 3-4 milljörðum á þessu tímabili. Til að draga þetta saman: Lífeyrisgreiðslur til tekjulægsta hóps öryrkja voru skertar niður fyrir lögbundna lágmarksframfærslu í mörg ár með ólögmætum hætti. Þegar mjög langdregnum málaferlum vegna þess, sem hófust árið 2016 og áfrýjað var af hálfu Tryggingastofnunar í tvígang, lauk loks í Hæstarétti vorið 2022 ákvað félags- og vinnumarkaðsráðherra að gangast ekki við brotunum nema að litlu leyti og neitaði að bæta fyrir þau lengra aftur en til ársins 2018 þótt óumdeilt væri að þau hefðu staðið yfir mun lengur. Með dómi héraðsdóms frá 14. desember sl. liggur nú fyrir að þessi ákvörðun ráðherra var einnig ólögmæt. Hvað bíður nú þeirra fjölmörgu lífeyristaka sem urðu fyrir ólöglegri skerðingu og gert var að framfleyta sér á lífeyri undir lágmarksframfærslu árum saman? Fá þeir loks greiddar bætur sínar þótt seint sé? Því miður ekki. Þrátt fyrir að héraðsdómur hafi talið málatilbúnað hans í málinu þversagnarkenndan neitar félags- og vinnumarkaðsráðherra enn og aftur að una niðurstöðum dómstóla og hefur nú ákveðið að áfrýja dóminum. ÖBÍ réttindasamtök hafa sent ráðherranum bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um ástæður áfrýjunarinnar, en hún felur það í sér að 1.600 örorkulífeyristakar þurfa enn að bíða eftir því að fá greiddan þann lífeyri sem þeir áttu rétt til á árunum 2012-2018. Kannski finnst ráðherranum það ekki langur tími að bíða í ár eða tvö til viðbótar eftir greiðslum sem nú þegar er búið að bíða eftir í 12 ár? Sé það svo er það líklega til marks um það að ráðherrann hefur aldrei þurft að framfleyta sér á örorkulífeyri – hvað þá á lífeyri sem skertur hefur verið niður fyrir lögbundið lágmarksframfærsluviðmið. ÖBÍ réttindasamtök sendu öllum fjölmiðlum tilkynningu þegar dómurinn var kveðinn upp. Enginn þeirra fjallaði þó um málið. Þegar þessi ærandi þögn er borin saman við þá háværu umræðu sem gjarnan skapast þegar brotið er gegn réttindum þeirra sem standa sterkari fótum í samfélaginu er erfitt að verjast þeirri hugsun að ráðamönnum og fjölmiðlum finnist slík réttindi einfaldlega skipta meira máli en réttindi jaðarsettra hópa. Slík forgangsröðun á ekki heima í réttarríki þar sem ekki á að gera greinarmun á mannréttindum eftir samfélagslegri stöðu þeirra sem í hlut eiga hverju sinni. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar