Þrír samverkandi þættir gætu leitt til þess að ferðamönnum fækki í ár

Það eru ýmsar vísbendingar um að samdráttur sé í kortunum. Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa stigið fram og lýst yfir áhyggjum af þróuninni, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). „Það er ekki lögmál að hér fjölgi alltaf ferðamönnum,“ segir framkvæmdastjóri Snæland Grímssonar.