Hissa á ákvörðun Hamilton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. febrúar 2024 17:46 Toto Wolff er hissa á ákvörðun Lewis Hamilton um að yfirgefa Mercedes, en skilur hana þó. James Gasperotti/Ciancaphoto Studio/Getty Images Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes í Formúlu 1, viðurkennir að það hafi komið honum á óvart að sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton hafi tekið ákvörðun um að yfirgefa liðið að komandi tímabili loknu. Snemma í gær fóru að berast sögusagnir um það að Hamilton ætlaði sér að virkja ákvæði í samningi sínum við Mercedes og yfirgefa liðið til að skipta yfir til Ferrari eftir næsta tímabil. Í gærkvöldi fengust sögusagnirnar svo staðfestar og komandi tímabil verður síðasta tímabil Hamilton hjá Mercedes. Hamilton, sem hefur ekið fyrir Mercedes undanfarin ellefu ár, greindi Wolff frá ákvörðun sinni síðastliðinn miðvikudag. Wolff segist hafa verið hissa á ákvörðuninni, en að hann væri ekki fúll út í Hamilton og að hann hafi ekki reynt að fá sjöfalda heimsmeistarann til að skipta um skoðun. „Honum leið eins og hann þyrfti að breyta til og ég get skilið það,“ sagði Wolff. „Við höfum náð ótrúlegum árangri saman. Við vorum sammála um að hann myndi skrifa undir stuttan samning á sinum tíma og að önnur tækifæri gætu boðist, bæði fyrir hann og fyrir okkur.“ „Það gæti verið að hann hafi getað skrifað undir lengri samning hjá Ferrari og að hann ætli að láta virkilega á þetta reyna undir lok ferilsins,“ bættu Wolff við um hinn 39 ára gamla Hamilton. „Við erum búnir að ganga í gegnum magnað ferðalag saman. Ferðalag sem löngu er komið í sögubækurnar. Við viljum enda þetta á jákvæðum nótum, en við munum byggja í átt að nýju, árangursríku tímabili.“ Akstursíþróttir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Snemma í gær fóru að berast sögusagnir um það að Hamilton ætlaði sér að virkja ákvæði í samningi sínum við Mercedes og yfirgefa liðið til að skipta yfir til Ferrari eftir næsta tímabil. Í gærkvöldi fengust sögusagnirnar svo staðfestar og komandi tímabil verður síðasta tímabil Hamilton hjá Mercedes. Hamilton, sem hefur ekið fyrir Mercedes undanfarin ellefu ár, greindi Wolff frá ákvörðun sinni síðastliðinn miðvikudag. Wolff segist hafa verið hissa á ákvörðuninni, en að hann væri ekki fúll út í Hamilton og að hann hafi ekki reynt að fá sjöfalda heimsmeistarann til að skipta um skoðun. „Honum leið eins og hann þyrfti að breyta til og ég get skilið það,“ sagði Wolff. „Við höfum náð ótrúlegum árangri saman. Við vorum sammála um að hann myndi skrifa undir stuttan samning á sinum tíma og að önnur tækifæri gætu boðist, bæði fyrir hann og fyrir okkur.“ „Það gæti verið að hann hafi getað skrifað undir lengri samning hjá Ferrari og að hann ætli að láta virkilega á þetta reyna undir lok ferilsins,“ bættu Wolff við um hinn 39 ára gamla Hamilton. „Við erum búnir að ganga í gegnum magnað ferðalag saman. Ferðalag sem löngu er komið í sögubækurnar. Við viljum enda þetta á jákvæðum nótum, en við munum byggja í átt að nýju, árangursríku tímabili.“
Akstursíþróttir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira