„Við brutum oftar en þeir samkvæmt reglunum í dag“ Smári Jökull Jónsson skrifar 2. febrúar 2024 21:36 Arnar var líflegur á hliðarlínunni í dag sem endranær. Vísir/Bára Dröfn Arnar Guðjónsson var afar svekktur með niðurstöðuna í leik Stjörnunnar og Vals í kvöld. Stjarnan hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í Subway-deildinni. „Við fundum engar glufur í sóknarleiknum eftir að James (Ellisor) fékk fjórðu villuna. Við vorum staðir og fundum léleg skot,“ sagði Arnar í viðtali strax að leik loknum en Stjörnumenn leiddu á tímabili í síðari hálfleik með tíu stigum. „Mér fannst við gera margt mjög vel og þar var án nokkurs vafa miklu meiri keppni í þessu liði heldur en var í síðasta leik. Það er margt jákvætt og við erum í hörkuleik á móti besta liði landsins. Við verðum að hætta að vorkenna okkur yfir því hvernig hann fór. Við verðum að fara að vinna leiki ef við ætlum í úrslitakeppni, við erum með nógu góðan mannskap í það. Við þurfum að fara að vinna leiki.“ Stjarnan er nú í 8. - 9. sæti Subway-deildarinnar með jafn mörg stig og Tindastóll. Stjarnan hefur færst neðar í töflunni síðustu vikur eftir tap í fjórum af síðustu fimm leikjum. „Við erum í 9. sæti held ég og auðvitað hef ég áhyggjur af því. Þetta lið á að vera ofar. Við náðum ekki að búa til skot í 4. leikhluta og það er það sem er að fara með þetta. Við frusum líka gegn Þór Þorlákshöfn og við erum að gefa of mörg vítaskot.“ Talandi um vítaskot þá var mikið flautað í leiknum í dag. Bæði lið lentu í villuvandræðum en rétt fyrir viðtalið var Arnar að ræða við dómara leiksins um muninn á fjölda vítaskota sem liðin tóku í leiknum. „Þeir skutu 39 vítum og við 18. Þeir skjóta 21 vítaskoti meira en við. Þar kannski liggur leikurinn,“ sagði Arnar og sneri svo aðeins út úr næstu spurningu blaðamanns varðandi það í hverju þessi munur lægi. „Ég ætla að gefa þér að þú kunnir reglurnar. Ef þú brýtur af þér þá fá hinir vítaskot. Ef þeir brjóta ekki af sér þá fá þeir ekki vítaskot.“ „Þú sérð þetta allt í slow-motion og hlýtur að vita þetta betur en ég. Ég ætla að horfa á þetta aftur. Við brutum oftar en þeir samkvæmt reglunum í dag. Þá er það bara þannig.“ Subway-deild karla Stjarnan Valur Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
„Við fundum engar glufur í sóknarleiknum eftir að James (Ellisor) fékk fjórðu villuna. Við vorum staðir og fundum léleg skot,“ sagði Arnar í viðtali strax að leik loknum en Stjörnumenn leiddu á tímabili í síðari hálfleik með tíu stigum. „Mér fannst við gera margt mjög vel og þar var án nokkurs vafa miklu meiri keppni í þessu liði heldur en var í síðasta leik. Það er margt jákvætt og við erum í hörkuleik á móti besta liði landsins. Við verðum að hætta að vorkenna okkur yfir því hvernig hann fór. Við verðum að fara að vinna leiki ef við ætlum í úrslitakeppni, við erum með nógu góðan mannskap í það. Við þurfum að fara að vinna leiki.“ Stjarnan er nú í 8. - 9. sæti Subway-deildarinnar með jafn mörg stig og Tindastóll. Stjarnan hefur færst neðar í töflunni síðustu vikur eftir tap í fjórum af síðustu fimm leikjum. „Við erum í 9. sæti held ég og auðvitað hef ég áhyggjur af því. Þetta lið á að vera ofar. Við náðum ekki að búa til skot í 4. leikhluta og það er það sem er að fara með þetta. Við frusum líka gegn Þór Þorlákshöfn og við erum að gefa of mörg vítaskot.“ Talandi um vítaskot þá var mikið flautað í leiknum í dag. Bæði lið lentu í villuvandræðum en rétt fyrir viðtalið var Arnar að ræða við dómara leiksins um muninn á fjölda vítaskota sem liðin tóku í leiknum. „Þeir skutu 39 vítum og við 18. Þeir skjóta 21 vítaskoti meira en við. Þar kannski liggur leikurinn,“ sagði Arnar og sneri svo aðeins út úr næstu spurningu blaðamanns varðandi það í hverju þessi munur lægi. „Ég ætla að gefa þér að þú kunnir reglurnar. Ef þú brýtur af þér þá fá hinir vítaskot. Ef þeir brjóta ekki af sér þá fá þeir ekki vítaskot.“ „Þú sérð þetta allt í slow-motion og hlýtur að vita þetta betur en ég. Ég ætla að horfa á þetta aftur. Við brutum oftar en þeir samkvæmt reglunum í dag. Þá er það bara þannig.“
Subway-deild karla Stjarnan Valur Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira