Konur í aðalhlutverki á Grammy-hátíðinni í kvöld Lovísa Arnardóttir skrifar 4. febrúar 2024 12:32 SZA, Laufey Lín, Miley Cyrus og Taylor Swift eru allar tilnefndar í kvöld. Vísir/EPA og Vilhelm Grammy verðlaunahátíðin fer fram í 66. sinn í kvöld. Hátíðin fer fram í Crypto-höllinni í Los Angeles. Tveir íslenskir tónlistarmenn eru tilnefndir, Laufey Lín og Ólafur Arnalds. Laufey er tilnefnd fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundna popptónlistar, sungin tónlist [e.Traditional Pop Vocal Album] og Ólafur fyrir Some Kind of Peace (Piano Reworks) í flokknum nýaldarstemmningstónlist [e. Best New Age, Ambient, or Chant Album]. Fleiri konur en karlar eru tilnefndar í aðalflokkunum og því má búast við því að kvenkyns listamenn verði í aðalhlutverki í kvöld. Meðal þeirra kvenmanna sem eru tilnefndar eru Taylor Swift, Miley Cyrus, Sza, Lana Del Rey og auðvitað Laufey Lín. Sza er með flestar tilnefningar eða alls níu. Vinni hún verðlaun fyrir bestu plötuna verður það í fyrsta sinn síðan árið 1999 sem svört kona vinnur fyrir það. Síðast vann Lauryn Hill fyrir plötu sína The Miseducation of Lauryn Hill. Ef Taylor Swift vinnur fyrir bestu plötuna mun hún verða mest verðlaunaði listamaður í sögu verðlaunanna og mun þá hafa unnið í þeim flokki fjórum sinnum. Þær Victoria Monét og Phoebe Bridgers eru báðar með sjö tilnefningar. Með sex tilnefningar eru svo Taylor Swift, Olivia Rodrigo, Miley Cyrus, Billie Eilish, Brandy Clark, Batiste og tónlistarframleiðandinn Jack Antonoff. Barbie með ellefu tilnefningar Tónlist úr Barbie kvikmyndinni er samanlagt með ellefu tilnefningar en Billie Eilish var sem dæmi með lag í myndinni. „Það er það sama í gegnum alla sýninguna, konur eru ráðandi,“ er haft eftir framkvæmdastjóri hátíðarinnar, Ben Winston, á AP. „Það er eitthvað sem við fögnum í kvöld,“ sagði annar yfirmaður hátíðarinnar, Raj Kapoor og að það væri nær fordæmalaust hve margar konur eru tilnefndar. Grínistinn Trevor Noah er kynnir hátíðarinnar fjórða árið í röð. Hægt er að horfa á hátíðina á CBS og Paramount+ sé fólk statt í Bandaríkjunum en einnig er hægt að horfa á heimasíðu Samtaka tónlistarmanna í Bandaríkjunum eða á heimasíðu Grammy-hátíðarinnar. Trevor Noah er kynnir á Grammy-hátíðinni í kvöld. Vísir/EPA Hátíðin hefst klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma en hægt verður að fylgjast með rauða dreglinum allt frá því um klukkan níu. Verðlaunin eru ekki bara verðlaunaafhending því fjöldi listamanna flytur tónlist sína á hátíðinni. Meðal þeirra sem koma fram eru SZA, Joni Mitchell og Billy Joel. Auk þeirra eru á dagskránni Billie Eilish, Olivia Rodrigo, Dua Lipa, Burna Boy, Luke Combs og Travis Scott. Grammy-verðlaunin Hollywood Tónlist Íslendingar erlendis Laufey Lín Tengdar fréttir Ásdís og Grammy-verðlaunahafinn Purple Disco Machine í eina sæng „Ég hef bara aldrei áður tekið þátt í neinu svona stóru,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir. Hún hefur unnið með fjöldanum öllum af tónlistarmönnum en nýjasta samstarfsverkefni hennar er við Grammy verðlaunahafann Purple Disco Machine. 15. janúar 2024 17:15 Seldist upp á þriðju tónleikana á augabragði Vinsældir tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar eru miklar hér á landi sem erlendis. Uppselt varð á augabragði á þriðju tónleika hennar í Eldborgarsal Hörpu í mars. 24. janúar 2024 10:35 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Laufey er tilnefnd fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundna popptónlistar, sungin tónlist [e.Traditional Pop Vocal Album] og Ólafur fyrir Some Kind of Peace (Piano Reworks) í flokknum nýaldarstemmningstónlist [e. Best New Age, Ambient, or Chant Album]. Fleiri konur en karlar eru tilnefndar í aðalflokkunum og því má búast við því að kvenkyns listamenn verði í aðalhlutverki í kvöld. Meðal þeirra kvenmanna sem eru tilnefndar eru Taylor Swift, Miley Cyrus, Sza, Lana Del Rey og auðvitað Laufey Lín. Sza er með flestar tilnefningar eða alls níu. Vinni hún verðlaun fyrir bestu plötuna verður það í fyrsta sinn síðan árið 1999 sem svört kona vinnur fyrir það. Síðast vann Lauryn Hill fyrir plötu sína The Miseducation of Lauryn Hill. Ef Taylor Swift vinnur fyrir bestu plötuna mun hún verða mest verðlaunaði listamaður í sögu verðlaunanna og mun þá hafa unnið í þeim flokki fjórum sinnum. Þær Victoria Monét og Phoebe Bridgers eru báðar með sjö tilnefningar. Með sex tilnefningar eru svo Taylor Swift, Olivia Rodrigo, Miley Cyrus, Billie Eilish, Brandy Clark, Batiste og tónlistarframleiðandinn Jack Antonoff. Barbie með ellefu tilnefningar Tónlist úr Barbie kvikmyndinni er samanlagt með ellefu tilnefningar en Billie Eilish var sem dæmi með lag í myndinni. „Það er það sama í gegnum alla sýninguna, konur eru ráðandi,“ er haft eftir framkvæmdastjóri hátíðarinnar, Ben Winston, á AP. „Það er eitthvað sem við fögnum í kvöld,“ sagði annar yfirmaður hátíðarinnar, Raj Kapoor og að það væri nær fordæmalaust hve margar konur eru tilnefndar. Grínistinn Trevor Noah er kynnir hátíðarinnar fjórða árið í röð. Hægt er að horfa á hátíðina á CBS og Paramount+ sé fólk statt í Bandaríkjunum en einnig er hægt að horfa á heimasíðu Samtaka tónlistarmanna í Bandaríkjunum eða á heimasíðu Grammy-hátíðarinnar. Trevor Noah er kynnir á Grammy-hátíðinni í kvöld. Vísir/EPA Hátíðin hefst klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma en hægt verður að fylgjast með rauða dreglinum allt frá því um klukkan níu. Verðlaunin eru ekki bara verðlaunaafhending því fjöldi listamanna flytur tónlist sína á hátíðinni. Meðal þeirra sem koma fram eru SZA, Joni Mitchell og Billy Joel. Auk þeirra eru á dagskránni Billie Eilish, Olivia Rodrigo, Dua Lipa, Burna Boy, Luke Combs og Travis Scott.
Grammy-verðlaunin Hollywood Tónlist Íslendingar erlendis Laufey Lín Tengdar fréttir Ásdís og Grammy-verðlaunahafinn Purple Disco Machine í eina sæng „Ég hef bara aldrei áður tekið þátt í neinu svona stóru,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir. Hún hefur unnið með fjöldanum öllum af tónlistarmönnum en nýjasta samstarfsverkefni hennar er við Grammy verðlaunahafann Purple Disco Machine. 15. janúar 2024 17:15 Seldist upp á þriðju tónleikana á augabragði Vinsældir tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar eru miklar hér á landi sem erlendis. Uppselt varð á augabragði á þriðju tónleika hennar í Eldborgarsal Hörpu í mars. 24. janúar 2024 10:35 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Ásdís og Grammy-verðlaunahafinn Purple Disco Machine í eina sæng „Ég hef bara aldrei áður tekið þátt í neinu svona stóru,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir. Hún hefur unnið með fjöldanum öllum af tónlistarmönnum en nýjasta samstarfsverkefni hennar er við Grammy verðlaunahafann Purple Disco Machine. 15. janúar 2024 17:15
Seldist upp á þriðju tónleikana á augabragði Vinsældir tónlistarkonunnar Laufeyjar Línar eru miklar hér á landi sem erlendis. Uppselt varð á augabragði á þriðju tónleika hennar í Eldborgarsal Hörpu í mars. 24. janúar 2024 10:35
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið