Skoða þurfi ástæðu fjölgunar banaslysa strax Bjarki Sigurðsson skrifar 4. febrúar 2024 19:05 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir stöðuna vera óviðunandi. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir að skoða verði ástæðu fjölda banaslysa í umferðinni í byrjun árs sem fyrst. Hann segir stöðuna algjörlega óviðunandi. Fyrsta mánuð þessa árs létust sex manns í fjórum mismunandi umferðarslysum. Það er ansi mikið, en til að mynda létust jafn margir í umferðinni allt árið 2019. Fleiri slösuðust Slysin fjögur áttu sér öll stað sunnarlega á landinu, eitt á Grindavíkurvegi, annað nálægt Skaftafelli, eitt á Hvalfjarðarvegi og svo nú síðast á mánudag á Suðurlandsvegi. Öll slysin urðu við árekstur tveggja eða fleiri ökutækja og slösuðust fleiri í slysunum, þar á meðal börn. Innviðaráðherra segir stöðuna hræðilega og er þegar farinn að skoða hvort það sé hægt að sporna gegn þessari aukningu. „Þetta er eitthvað sem við verðum að skoða einn tveir og þrír og ég á fund eftir helgina, annars vegar með Rannsóknarnefnd samgönguslysa og svo Vegagerðinni og Samgöngustofu þar sem við reynum að átta okkur á því hvort það sé eitthvað sem við getum gert. En þetta er alveg óviðunandi staða og við verðum að gera allt sem mögulegt er til að sporna gegn þessu,“ segir Sigurður. Klippa: Þurfa að rannsaka fjölgun banaslysa Tryggja að svona gerist ekki Meðal þess sem verður skoðað er hvort eitthvað tengi þessi slys saman, svo sem óviðunandi hálkuvarnir eða annað. „Hvort við séum að horfa á eitthvað sem er erfitt að útskýra en kallar kannski á einhverskonar viðbrögð. Við verðum að vara varlegra og tryggja með öllum ráðum að svona alvarleg slys gerist ekki,“ segir Sigurður Ingi. Samgöngur Samgönguslys Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Fyrsta mánuð þessa árs létust sex manns í fjórum mismunandi umferðarslysum. Það er ansi mikið, en til að mynda létust jafn margir í umferðinni allt árið 2019. Fleiri slösuðust Slysin fjögur áttu sér öll stað sunnarlega á landinu, eitt á Grindavíkurvegi, annað nálægt Skaftafelli, eitt á Hvalfjarðarvegi og svo nú síðast á mánudag á Suðurlandsvegi. Öll slysin urðu við árekstur tveggja eða fleiri ökutækja og slösuðust fleiri í slysunum, þar á meðal börn. Innviðaráðherra segir stöðuna hræðilega og er þegar farinn að skoða hvort það sé hægt að sporna gegn þessari aukningu. „Þetta er eitthvað sem við verðum að skoða einn tveir og þrír og ég á fund eftir helgina, annars vegar með Rannsóknarnefnd samgönguslysa og svo Vegagerðinni og Samgöngustofu þar sem við reynum að átta okkur á því hvort það sé eitthvað sem við getum gert. En þetta er alveg óviðunandi staða og við verðum að gera allt sem mögulegt er til að sporna gegn þessu,“ segir Sigurður. Klippa: Þurfa að rannsaka fjölgun banaslysa Tryggja að svona gerist ekki Meðal þess sem verður skoðað er hvort eitthvað tengi þessi slys saman, svo sem óviðunandi hálkuvarnir eða annað. „Hvort við séum að horfa á eitthvað sem er erfitt að útskýra en kallar kannski á einhverskonar viðbrögð. Við verðum að vara varlegra og tryggja með öllum ráðum að svona alvarleg slys gerist ekki,“ segir Sigurður Ingi.
Samgöngur Samgönguslys Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira