Eins og hundrað kílóum léttari eftir að hafa tæmt húsið Bjarki Sigurðsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 4. febrúar 2024 19:57 Andrea Ævarsdóttir var meðal þeirra sem tæmdu búslóð sína úr Grindavík í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Fjöldi Grindvíkinga tæmdi hús sín í dag, þegar íbúar fengu rýmri aðgang að bænum en áður. Einhverjir vonast til að geta snúið aftur á meðan aðrir kvöddu bæinn fyrir fullt og allt í dag. Í dag fékk um helmingur íbúa Grindavíkur sex klukkustundir til þess að dvelja í bænum. Frá eldgosinu í síðasta mánuði hafa íbúar mest fengið þrjár klukkustundir og dvalartíminn því tvöfaldur í dag. Jón Halldór Gíslason var meðal þeirra sem sótti búslóð sína til Grindavíkur í dag. „Ég þarf náttúrlega að nota hana þar sem ég er. Svo reikna ég ekki með að ég sé að fara að búa á Grindavík, ekki á næstu misserum,“ segir hann. Verður erfitt að kveðja bæinn? „Nei, það verður bara að taka þessu eins og það er og sætta sig við þetta. Í þessu tilfelli er sá niðri sterkari en sá sem er á himnum. Þetta er bara eitthvað sem maður verður að sætta sig við.“ Ólafur Daði Hermannson heldur í vonina að fá að fara aftur heim til Grindavíkur einn daginn. Gerirðu ráð fyrir því að geta búið aftur í Grindavík seinna? „Já, ég ætla að leyfa mér að halda í þá von. Það verður bara að koma í ljós einhvern tímann,“ segir hann. Vill fá svör fljótlega Einhverjir þeirra sem tæmdu heimili sín í dag hafa sætt sig við það að þeir muni ekki búa aftur í Grindavík. Þeirra á meðal er Andrea Ævarsdóttir, sem eftir nokkra mánuði af hamförum og óvissu sagði skilið við bæinn sinn í dag. „Það er ákveðinn léttir. Mér finnst eiginlega eins og ég hafi misst hundrað kíló af öxlunum á mér og yngst um tíu ár. Af því að það er bara búið að sitja svo fast í manni að við verðum að gera eitthvað. Við verðum að bjarga eigum okkar, við verðum að redda þessu,“ segir hún. Hún tók myndbönd af verðmætabjörguninni en fjölmiðlar fengu ekki að fara inn í bæinn í dag. Hún bíður nú eftir því að ríkið borgi hana út en á meðan er hún í lítilli leiguíbúð með tveimur sonum sínum. Búslóðin var sett beint í geymslu þar sem enn er óvissa með hvenær hún getur keypt nýja íbúð. „Hérna er ég með skilrúm sem afmarkar svefnherbergið mitt. Ég sef hérna í 90 cm rúmi til þess að börnin mín fái að vera með sitthvort herbergið,“ segir Andrea. „Ég veit náttúrlega að þetta tekur allt saman tíma og þingið kom bara úr vetrarfríi í enda janúar en þau lofuðu svörum í byrjun febrúar. Nú er fjórði þannig það er ennþá byrjun febrúar en ég vil fá svör fljótlega.“ Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Í dag fékk um helmingur íbúa Grindavíkur sex klukkustundir til þess að dvelja í bænum. Frá eldgosinu í síðasta mánuði hafa íbúar mest fengið þrjár klukkustundir og dvalartíminn því tvöfaldur í dag. Jón Halldór Gíslason var meðal þeirra sem sótti búslóð sína til Grindavíkur í dag. „Ég þarf náttúrlega að nota hana þar sem ég er. Svo reikna ég ekki með að ég sé að fara að búa á Grindavík, ekki á næstu misserum,“ segir hann. Verður erfitt að kveðja bæinn? „Nei, það verður bara að taka þessu eins og það er og sætta sig við þetta. Í þessu tilfelli er sá niðri sterkari en sá sem er á himnum. Þetta er bara eitthvað sem maður verður að sætta sig við.“ Ólafur Daði Hermannson heldur í vonina að fá að fara aftur heim til Grindavíkur einn daginn. Gerirðu ráð fyrir því að geta búið aftur í Grindavík seinna? „Já, ég ætla að leyfa mér að halda í þá von. Það verður bara að koma í ljós einhvern tímann,“ segir hann. Vill fá svör fljótlega Einhverjir þeirra sem tæmdu heimili sín í dag hafa sætt sig við það að þeir muni ekki búa aftur í Grindavík. Þeirra á meðal er Andrea Ævarsdóttir, sem eftir nokkra mánuði af hamförum og óvissu sagði skilið við bæinn sinn í dag. „Það er ákveðinn léttir. Mér finnst eiginlega eins og ég hafi misst hundrað kíló af öxlunum á mér og yngst um tíu ár. Af því að það er bara búið að sitja svo fast í manni að við verðum að gera eitthvað. Við verðum að bjarga eigum okkar, við verðum að redda þessu,“ segir hún. Hún tók myndbönd af verðmætabjörguninni en fjölmiðlar fengu ekki að fara inn í bæinn í dag. Hún bíður nú eftir því að ríkið borgi hana út en á meðan er hún í lítilli leiguíbúð með tveimur sonum sínum. Búslóðin var sett beint í geymslu þar sem enn er óvissa með hvenær hún getur keypt nýja íbúð. „Hérna er ég með skilrúm sem afmarkar svefnherbergið mitt. Ég sef hérna í 90 cm rúmi til þess að börnin mín fái að vera með sitthvort herbergið,“ segir Andrea. „Ég veit náttúrlega að þetta tekur allt saman tíma og þingið kom bara úr vetrarfríi í enda janúar en þau lofuðu svörum í byrjun febrúar. Nú er fjórði þannig það er ennþá byrjun febrúar en ég vil fá svör fljótlega.“
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira