Mafían á eftir ítölsku goðsögninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2024 12:00 Gennaro Gattuso þurfti að hafa áhyggjur af fjölskyldu sinni heima á Ítalíu. Getty/Jonathan Moscrop Ítalska knattspyrnugoðsögnin Gennaro Gattuso kom sér í vandræði hjá hópi sem enginn vill koma sér í vandræði hjá á Ítalíu. Ítalski mafíuhópurinn Ndrangheta var á eftir Gattuso og beitti fjölskyldu hans fjárkúgun. Mafían hefur aðsetur á Kalabríu svæðinu á suður Ítalíu. Blaðið Il Messaggero hefur heimildir fyrir því að mafían hafi þegar kveikt í bílum Gattuso-fjölskyldunnar og heimtað pening frá fjölskyldunni. #rino gattuso, «l'ex calciatore pagò tremila euro per il pizzo alla 'ndrangheta», il padre e la sorella erano minacciati: le intercettazioni telefoniche https://t.co/olV624DE5B— Il Messaggero (@ilmessaggeroit) February 4, 2024 Ástæðan er sögð vera sú að Gattuso-fjölskyldan vildi fyrir nokkrum mánuðum setja upp sólarrafhlöður á lóð sinni. Mafían vildi fá greiðslu vegna málsins. Annars fengi fjölskyldufaðirinn ekki leyfi fyrir verkinu. Til að hræða fjölskylduna til hlýðni er mafían sögð hafa kveikt tvisvar í bíl systur Gattuso. Fyrst í október og svo aftur í desember. Lögreglan rannsakaði málið en komst seinna að því að Gattuso hafi gefist upp á þessu ástandi og ákveðið að borga mafíunni þrjú þúsund evrur. Það er sama og 446 þúsund í íslenskum krónum. Lögreglan handtók engu að síður tvo aðila úr Ndrangheta-mafíunni og kærði þá fyrir fjárkúgun. Gattuso er knattspyrnustjóri franska félagsins Olympique Marseille en hann er þekkastur fyrir fótboltaferil sinn sem leikmaður AC Milan og meðlimur heimsmeistaraliðs Ítala frá 2006. Ítalski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Ítalski mafíuhópurinn Ndrangheta var á eftir Gattuso og beitti fjölskyldu hans fjárkúgun. Mafían hefur aðsetur á Kalabríu svæðinu á suður Ítalíu. Blaðið Il Messaggero hefur heimildir fyrir því að mafían hafi þegar kveikt í bílum Gattuso-fjölskyldunnar og heimtað pening frá fjölskyldunni. #rino gattuso, «l'ex calciatore pagò tremila euro per il pizzo alla 'ndrangheta», il padre e la sorella erano minacciati: le intercettazioni telefoniche https://t.co/olV624DE5B— Il Messaggero (@ilmessaggeroit) February 4, 2024 Ástæðan er sögð vera sú að Gattuso-fjölskyldan vildi fyrir nokkrum mánuðum setja upp sólarrafhlöður á lóð sinni. Mafían vildi fá greiðslu vegna málsins. Annars fengi fjölskyldufaðirinn ekki leyfi fyrir verkinu. Til að hræða fjölskylduna til hlýðni er mafían sögð hafa kveikt tvisvar í bíl systur Gattuso. Fyrst í október og svo aftur í desember. Lögreglan rannsakaði málið en komst seinna að því að Gattuso hafi gefist upp á þessu ástandi og ákveðið að borga mafíunni þrjú þúsund evrur. Það er sama og 446 þúsund í íslenskum krónum. Lögreglan handtók engu að síður tvo aðila úr Ndrangheta-mafíunni og kærði þá fyrir fjárkúgun. Gattuso er knattspyrnustjóri franska félagsins Olympique Marseille en hann er þekkastur fyrir fótboltaferil sinn sem leikmaður AC Milan og meðlimur heimsmeistaraliðs Ítala frá 2006.
Ítalski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira