Þjóðarsátt Ásgerður Pálsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 09:00 Eldra fólk á Íslandi, þessi fimmtíu þúsund manns sem er kominn yfir 67 ára aldur, er alls ekki einsleitur hópur þó í umtalinu virðist það vera svo. Það sem þessi hópur á sameiginlegt er að vera fæddur fyrir 1957 að öðru leiti er hann bara þverskurður af þjóðfélaginu. Efnahagsleg staða og tekjur eru á breiðu bili frá því að eiga miklar eignir og mikla innkomu tekna og til þess að eiga litlar eða engar eignir og hafa ekkert sér til framfærslu nema eftirlaun frá TR sem eru nú rúmlega þrjú hundruð og þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Sjötíu þúsund krónum lægri en lágmarkstaxti á vinnumarkaði. Verðbólga og háir vextir hafa leikið þennan hóp grátt eins og aðra þjóðfélagsþegna. Eins og jafnan bitnar ástandið harkalegast á þeim sem minnst hafa milli handa. Landssamtök eldra fólks hafa á undanförnum árum vakið athygli á miklum skerðingum á greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins, vegna lífeyrisgreiðslna og krafist þess að þær verði endurskoðaðar. Frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði er nú 25 þúsund krónur og hefur verið óbreytt frá 2017. Okkar krafa er að það verði 100 þúsund krónur og fundnar verði leiðir til að bæta kjör þess hluta eldra fólks sem býr við fátækt. Á fjölmennri ráðstefnu LEB í október 2023, var eftirfarandi samþykkt: Sértækar aðgerðir fyrir þau verst settu: Sérstakt skattþrep / Hækkun persónuafsláttar, – taki fyrst og fremst til lífeyristaka Minni eða engar skerðingar hjá þeim sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði Þau lægstu fái sérstakar greiðslur sem fjari út í hlutfalli við tekjur. Almennar aðgerðir sem koma þeim best sem eru með lágar- og miðlungstekjur: Hækkun frítekjumarks í 100.000 kr. Frítekjumarkið er 25 þúsund krónur og hefur ekki hækkað síðan í ársbyrjun 2017. Kæmi þeim best sem eru með lægstan lífeyri. Ellilífeyrir verði aldrei lægri en lægsti kauptaxti. Hann er núna 315 þúsund, tæplega 90 þúsund undir lágmarkstaxta. Árlegar hækkanir lífeyris og frítekjumarka fylgi launavísitölu. Nú þegar mikið er rætt um þjóðarsátt þarf að líta til allra þjóðfélagshópa. Allir vilja stefna að bættum lífskjörum og vilja ná niður verðbólgu og vöxtum. Þar þurfa líka allir að koma að borði, bæði þeir sem eru á vinnumarkaði og þeir sem fá sín laun í lífeyri, Samtök eldra fólks og eldri félagsmenn í stéttarfélögum hafa nú leitað til þeirra sem sitja við samningaborðið og óskað eftir liðsstyrk þeirra til að bæta kjör þeirra sem eru horfnir af vinnumarkaði og búa við bág kjör, enda eru þeir langflestir fyrrum félagsmenn launþegasamtakanna. Þessi hópur hefur ekki samningsrétt um sín mál en hann er stór og fer stækkandi og vill að á hann sé hlustað. Hækkið frítekjumarkið, minnkið skerðingar til þeirra sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði og að ellilífeyrir verði ekki lægri en lægsti kauptaxti á vinnumarkaði. Þá verður fyrst hægt að tala um þjóðarsátt. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Húnaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Eldra fólk á Íslandi, þessi fimmtíu þúsund manns sem er kominn yfir 67 ára aldur, er alls ekki einsleitur hópur þó í umtalinu virðist það vera svo. Það sem þessi hópur á sameiginlegt er að vera fæddur fyrir 1957 að öðru leiti er hann bara þverskurður af þjóðfélaginu. Efnahagsleg staða og tekjur eru á breiðu bili frá því að eiga miklar eignir og mikla innkomu tekna og til þess að eiga litlar eða engar eignir og hafa ekkert sér til framfærslu nema eftirlaun frá TR sem eru nú rúmlega þrjú hundruð og þrjátíu þúsund krónur á mánuði. Sjötíu þúsund krónum lægri en lágmarkstaxti á vinnumarkaði. Verðbólga og háir vextir hafa leikið þennan hóp grátt eins og aðra þjóðfélagsþegna. Eins og jafnan bitnar ástandið harkalegast á þeim sem minnst hafa milli handa. Landssamtök eldra fólks hafa á undanförnum árum vakið athygli á miklum skerðingum á greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins, vegna lífeyrisgreiðslna og krafist þess að þær verði endurskoðaðar. Frítekjumark vegna greiðslna úr lífeyrissjóði er nú 25 þúsund krónur og hefur verið óbreytt frá 2017. Okkar krafa er að það verði 100 þúsund krónur og fundnar verði leiðir til að bæta kjör þess hluta eldra fólks sem býr við fátækt. Á fjölmennri ráðstefnu LEB í október 2023, var eftirfarandi samþykkt: Sértækar aðgerðir fyrir þau verst settu: Sérstakt skattþrep / Hækkun persónuafsláttar, – taki fyrst og fremst til lífeyristaka Minni eða engar skerðingar hjá þeim sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði Þau lægstu fái sérstakar greiðslur sem fjari út í hlutfalli við tekjur. Almennar aðgerðir sem koma þeim best sem eru með lágar- og miðlungstekjur: Hækkun frítekjumarks í 100.000 kr. Frítekjumarkið er 25 þúsund krónur og hefur ekki hækkað síðan í ársbyrjun 2017. Kæmi þeim best sem eru með lægstan lífeyri. Ellilífeyrir verði aldrei lægri en lægsti kauptaxti. Hann er núna 315 þúsund, tæplega 90 þúsund undir lágmarkstaxta. Árlegar hækkanir lífeyris og frítekjumarka fylgi launavísitölu. Nú þegar mikið er rætt um þjóðarsátt þarf að líta til allra þjóðfélagshópa. Allir vilja stefna að bættum lífskjörum og vilja ná niður verðbólgu og vöxtum. Þar þurfa líka allir að koma að borði, bæði þeir sem eru á vinnumarkaði og þeir sem fá sín laun í lífeyri, Samtök eldra fólks og eldri félagsmenn í stéttarfélögum hafa nú leitað til þeirra sem sitja við samningaborðið og óskað eftir liðsstyrk þeirra til að bæta kjör þeirra sem eru horfnir af vinnumarkaði og búa við bág kjör, enda eru þeir langflestir fyrrum félagsmenn launþegasamtakanna. Þessi hópur hefur ekki samningsrétt um sín mál en hann er stór og fer stækkandi og vill að á hann sé hlustað. Hækkið frítekjumarkið, minnkið skerðingar til þeirra sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði og að ellilífeyrir verði ekki lægri en lægsti kauptaxti á vinnumarkaði. Þá verður fyrst hægt að tala um þjóðarsátt. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Húnaþingi.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun