Mjög stressuð fyrir að láta félagið vita: „Ég er sú fyrsta sem verður ólétt“ Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2024 08:00 Sandra Erlingsdóttir með liðsfélögum sínum í Metzingen sem tóku vel í þær fréttir að hún væri orðin ólétt. Instagram/@tussiesmetzingen Sandra Erlingsdóttir, landsliðskona í handbolta, varð strax óróleg yfir stöðu sinni hjá þýska félaginu Metzingen eftir að hún komst að því að hún væri ólétt. Ýmsar sögur eru af því að félög komi illa fram við óléttar íþróttakonur en áhyggjur Söndru virðast hafa reynst óþarfar. Sandra er algjör lykilmaður í hinu bleikklædda liði Metzingen sem spilar í efstu deild Þýskalands. Það er því missir af henni fyrir liðið nú þegar ljóst er að hún spilar ekki meira fyrr en á næstu leiktíð. En Sandra hefur ekki orðið vör við neitt annað en stuðning í Þýskalandi eftir gleðifréttirnar, rétt eins og hjá íslenska landsliðinu en hún fékk fréttirnar á HM. „Strax og ég pissaði á prófið og sá að ég var ólétt þá fór smá um mann, úff, af því að það hefur engin í liðinu [Metzingen] eignast barn. Ég er sú fyrsta sem verður ólétt. Það er algengt í Þýskalandi að konur spili til þrítugs og fari svo í barneignir, á meðan að við í Skandinavíu eignumst frekar börn og spilum svo áfram,“ útskýrir Sandra. Klippa: Sandra fyrst í liðinu til að eignast barn „Ég var því mjög stressuð að láta þjálfarann og stjórann vita. En það tóku þessu allir ótrúlega vel. Ég er samningsbundin út þetta tímabil og það næsta, svo að ég stefni bara á að koma inn á næsta tímabili og klára samninginn minn hjá Metzingen. Og ég hef fengið ótrúlega góðan stuðning frá liðinu og stjórninni,“ segir Sandra en þýska félagið óskaði henni meðal annars til hamingju á samfélagsmiðlum sínum. View this post on Instagram A post shared by TusSies Metzingen (@tussiesmetzingen) Segja má að Sandra sé að vinna ákveðið brautryðjendastarf en hún verður enn aðeins 26 ára þegar barnið kemur í heiminn. „Það eru örfáar í þýsku deildinni sem eiga barn. Ég gæti talið þær á fingrum annarrar handar. Þetta er því frekar nýtt hérna og gaman að sjá að félagið tæklar þetta vel,“ segir Sandra sem fékk einnig góðan stuðning frá stelpunum í liðinu sínu. „Ég var einmitt mjög stressuð líka að láta þær vita, þó að ég vissi að þær yrðu mjög glaðar. En það var strax í upphitun á fyrstu æfingu farið að plana „babyshower“ og að sprengja blöðru til að vita kynið og svona. Það voru allir rosa glaðir strax,“ segir Sandra sem enn æfir með Metzingen eins og hún getur en mun smám saman draga sig í hlé og á von á sér í byrjun ágúst. Landslið kvenna í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir Sandra ólétt á HM: „Hleyp fram og kalla: Andrea! Sjáðu!“ Sandra Erlingsdóttir var í stóru hlutverki á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland lék á HM í handbolta í desember. Það sem aðeins hún og nánustu liðsfélagar og fjölskylda vissu, var að hún var einnig orðin ólétt að sínu fyrsta barni. 5. febrúar 2024 08:00 Þessi fengu stig í kjöri á íþróttamanni ársins Alls fengu 23 einstaklingar stig í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2023. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson hlaut nafnbótina í fyrsta sinn í kvöld. 4. janúar 2024 21:37 Sandra og Gísli best í handbolta Handknattleikssamband Íslands hefur valið þau Gísla Þorgeir Kristjánsson og Söndru Erlingsdóttur sem handknattleiksfólk ársins. 22. desember 2023 17:46 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Sjá meira
Sandra er algjör lykilmaður í hinu bleikklædda liði Metzingen sem spilar í efstu deild Þýskalands. Það er því missir af henni fyrir liðið nú þegar ljóst er að hún spilar ekki meira fyrr en á næstu leiktíð. En Sandra hefur ekki orðið vör við neitt annað en stuðning í Þýskalandi eftir gleðifréttirnar, rétt eins og hjá íslenska landsliðinu en hún fékk fréttirnar á HM. „Strax og ég pissaði á prófið og sá að ég var ólétt þá fór smá um mann, úff, af því að það hefur engin í liðinu [Metzingen] eignast barn. Ég er sú fyrsta sem verður ólétt. Það er algengt í Þýskalandi að konur spili til þrítugs og fari svo í barneignir, á meðan að við í Skandinavíu eignumst frekar börn og spilum svo áfram,“ útskýrir Sandra. Klippa: Sandra fyrst í liðinu til að eignast barn „Ég var því mjög stressuð að láta þjálfarann og stjórann vita. En það tóku þessu allir ótrúlega vel. Ég er samningsbundin út þetta tímabil og það næsta, svo að ég stefni bara á að koma inn á næsta tímabili og klára samninginn minn hjá Metzingen. Og ég hef fengið ótrúlega góðan stuðning frá liðinu og stjórninni,“ segir Sandra en þýska félagið óskaði henni meðal annars til hamingju á samfélagsmiðlum sínum. View this post on Instagram A post shared by TusSies Metzingen (@tussiesmetzingen) Segja má að Sandra sé að vinna ákveðið brautryðjendastarf en hún verður enn aðeins 26 ára þegar barnið kemur í heiminn. „Það eru örfáar í þýsku deildinni sem eiga barn. Ég gæti talið þær á fingrum annarrar handar. Þetta er því frekar nýtt hérna og gaman að sjá að félagið tæklar þetta vel,“ segir Sandra sem fékk einnig góðan stuðning frá stelpunum í liðinu sínu. „Ég var einmitt mjög stressuð líka að láta þær vita, þó að ég vissi að þær yrðu mjög glaðar. En það var strax í upphitun á fyrstu æfingu farið að plana „babyshower“ og að sprengja blöðru til að vita kynið og svona. Það voru allir rosa glaðir strax,“ segir Sandra sem enn æfir með Metzingen eins og hún getur en mun smám saman draga sig í hlé og á von á sér í byrjun ágúst.
Landslið kvenna í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir Sandra ólétt á HM: „Hleyp fram og kalla: Andrea! Sjáðu!“ Sandra Erlingsdóttir var í stóru hlutverki á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland lék á HM í handbolta í desember. Það sem aðeins hún og nánustu liðsfélagar og fjölskylda vissu, var að hún var einnig orðin ólétt að sínu fyrsta barni. 5. febrúar 2024 08:00 Þessi fengu stig í kjöri á íþróttamanni ársins Alls fengu 23 einstaklingar stig í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2023. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson hlaut nafnbótina í fyrsta sinn í kvöld. 4. janúar 2024 21:37 Sandra og Gísli best í handbolta Handknattleikssamband Íslands hefur valið þau Gísla Þorgeir Kristjánsson og Söndru Erlingsdóttur sem handknattleiksfólk ársins. 22. desember 2023 17:46 Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Sjá meira
Sandra ólétt á HM: „Hleyp fram og kalla: Andrea! Sjáðu!“ Sandra Erlingsdóttir var í stóru hlutverki á sínu fyrsta stórmóti þegar Ísland lék á HM í handbolta í desember. Það sem aðeins hún og nánustu liðsfélagar og fjölskylda vissu, var að hún var einnig orðin ólétt að sínu fyrsta barni. 5. febrúar 2024 08:00
Þessi fengu stig í kjöri á íþróttamanni ársins Alls fengu 23 einstaklingar stig í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2023. Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson hlaut nafnbótina í fyrsta sinn í kvöld. 4. janúar 2024 21:37
Sandra og Gísli best í handbolta Handknattleikssamband Íslands hefur valið þau Gísla Þorgeir Kristjánsson og Söndru Erlingsdóttur sem handknattleiksfólk ársins. 22. desember 2023 17:46