Fær ekki skammtímaleyfi til þess að fylgja mági sínum til grafar Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2024 15:04 Guðmundur Ingi er formaður Afstöðu og Birna Ólafsdóttir er eiginkona fanga. Bylgjan Maður sem afplánar nú þungan fangelsisdóm fær ekki skammtímaleyfi til þess að mæta í útför bróður eiginkonu hans, sem lést á dögunum. Ólafur Ágúst Hraundal, sem var dæmdur í tíu ára fangelsi í Landsrétti í fyrra fyrir umfangsmikla kannabisræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu, hefur fengið neitun um skammtímaleyfi til þess að mæta í útför bróður Birnu Ólafsdóttur eiginkonu hans. Birna segir í samtali við Vísi að bróðir hennar hafi verið bráðkvaddur þann 23. janúar síðastliðinn. Ólafur Ágúst hafi þá þegar óskað eftir skammtímaleyfi. Neikvætt svar við erindi hans hafi borist frá Fangelsismálastofnun á fimmtudag síðustu viku og hann þegar kært ákvörðunina til dómsmálaráðuneytisins. Í dag hafi svo endanlegt svar frá ráðuneytinu borist; Ólafur Ágúst fær ekki skammtímaleyfi. „Þetta er bara svo ljótt,“ segir Birna í talsverðu uppnámi. Hún segir að neitunin fái mikið á Ólaf Ágúst enda vilji hann vera til staðar fyrir eiginkonu sína og börn. Þá hafi þeir mágur hans verið nánir. Tæmandi talning í lögunum Birna segir að í svörum við erindum Ólafs Ágústs hafi verið vísað í lög um fullnustu refsinga. Í 61. grein þeirra um skammtímaleyfi segir að forstöðumaður fangelsis geti að fengnu samþykki Fangelsismálastofnunar veitt fanga skammtímaleyfi til dvalar utan fangelsis í þeim tilgangi að vera viðstaddur jarðarför eða kistulagningu náins ættingja eða annars nákomins í fjölskyldu fanga. Þó geti fangi verið viðstaddur bæði kistulagningu og jarðarför maka síns, niðja, foreldra, systkina, afa og ömmu, langömmu og langafa. Þá segir að með nánum ættingja og öðrum nákomnum í fjölskyldu fanga sé átt við maka, sambúðarmaka, niðja, stjúpbörn, fósturbörn, foreldra, stjúpforeldra, fósturforeldra, tengdaforeldra, systkin, systkinabörn, föður- og móðurforeldra, langömmu og langafa og föður- og móðursystkin. Því er ljóst að mágur fellur ekki undir skilgreiningu laganna um náinn ættingja eða annan nákominn í fjölskyldunni. Málið sorglegt og tími kominn á breytingar Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun, segir í samtali við Vísi að félagið hafi í rúman áratug barist fyrir því að reglur um skammtímaleyfi verði rýmkaðar. Afstaða sé meðvituð um mál Ágústs Ólafs og hafi unnið í því undanfarið. Hann hafi þó ekki vitað af því að endanleg neitun hafi borist og að honum þyki það sorglegt. Sér í lagi hversu langur málsmeðferðartíminn var og því knappur tími til að bregðast við neitun. Dómsmálaráðherra hefur boðað gagnagera endurskoðun á lögum um fullnustu refsinga. Guðmundur Ingi segist búast við því að endurbætur verði gerðar á reglum um skammtímaleyfi. „Ég geri ráð fyrir að þetta verði lagað. Þetta er svo sjálfsagt mál, að menn fái skammtímaleyfi til þess að vera viðstaddir jarðarfarir nákominna.“ Þá segir hann að svo virðist sem ekki sé gert ráð fyrir því í núgildandi lögum að fangar eigi fleiri nákomna en þann þrönga hóp sem talinn er upp í lögunum. Ekki rétt að ekki sé heimilt að veita leyfið Guðmundur Ingi gagnrýnir að Ágústi Ólafi hafi ekki verið veitt skammtímaleyfi og segir ekki rétt að lögin girði fyrir það. Þar bendir hann á að forstöðumanni fangelsis sé einnig heimilt að veita fanga skammtímaleyfi til þess að gæta sérstaklega brýnna persónulegra hagsmuna sinna. „Þannig að það er alveg hægt að gera þetta ef menn vilja.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál, þegar Vísir bar málið undir hann. Fangelsismál Tengdar fréttir „Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. 1. nóvember 2023 20:25 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Ólafur Ágúst Hraundal, sem var dæmdur í tíu ára fangelsi í Landsrétti í fyrra fyrir umfangsmikla kannabisræktun á sveitabænum Hjallanesi við Hellu, hefur fengið neitun um skammtímaleyfi til þess að mæta í útför bróður Birnu Ólafsdóttur eiginkonu hans. Birna segir í samtali við Vísi að bróðir hennar hafi verið bráðkvaddur þann 23. janúar síðastliðinn. Ólafur Ágúst hafi þá þegar óskað eftir skammtímaleyfi. Neikvætt svar við erindi hans hafi borist frá Fangelsismálastofnun á fimmtudag síðustu viku og hann þegar kært ákvörðunina til dómsmálaráðuneytisins. Í dag hafi svo endanlegt svar frá ráðuneytinu borist; Ólafur Ágúst fær ekki skammtímaleyfi. „Þetta er bara svo ljótt,“ segir Birna í talsverðu uppnámi. Hún segir að neitunin fái mikið á Ólaf Ágúst enda vilji hann vera til staðar fyrir eiginkonu sína og börn. Þá hafi þeir mágur hans verið nánir. Tæmandi talning í lögunum Birna segir að í svörum við erindum Ólafs Ágústs hafi verið vísað í lög um fullnustu refsinga. Í 61. grein þeirra um skammtímaleyfi segir að forstöðumaður fangelsis geti að fengnu samþykki Fangelsismálastofnunar veitt fanga skammtímaleyfi til dvalar utan fangelsis í þeim tilgangi að vera viðstaddur jarðarför eða kistulagningu náins ættingja eða annars nákomins í fjölskyldu fanga. Þó geti fangi verið viðstaddur bæði kistulagningu og jarðarför maka síns, niðja, foreldra, systkina, afa og ömmu, langömmu og langafa. Þá segir að með nánum ættingja og öðrum nákomnum í fjölskyldu fanga sé átt við maka, sambúðarmaka, niðja, stjúpbörn, fósturbörn, foreldra, stjúpforeldra, fósturforeldra, tengdaforeldra, systkin, systkinabörn, föður- og móðurforeldra, langömmu og langafa og föður- og móðursystkin. Því er ljóst að mágur fellur ekki undir skilgreiningu laganna um náinn ættingja eða annan nákominn í fjölskyldunni. Málið sorglegt og tími kominn á breytingar Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um fangelsismál og betrun, segir í samtali við Vísi að félagið hafi í rúman áratug barist fyrir því að reglur um skammtímaleyfi verði rýmkaðar. Afstaða sé meðvituð um mál Ágústs Ólafs og hafi unnið í því undanfarið. Hann hafi þó ekki vitað af því að endanleg neitun hafi borist og að honum þyki það sorglegt. Sér í lagi hversu langur málsmeðferðartíminn var og því knappur tími til að bregðast við neitun. Dómsmálaráðherra hefur boðað gagnagera endurskoðun á lögum um fullnustu refsinga. Guðmundur Ingi segist búast við því að endurbætur verði gerðar á reglum um skammtímaleyfi. „Ég geri ráð fyrir að þetta verði lagað. Þetta er svo sjálfsagt mál, að menn fái skammtímaleyfi til þess að vera viðstaddir jarðarfarir nákominna.“ Þá segir hann að svo virðist sem ekki sé gert ráð fyrir því í núgildandi lögum að fangar eigi fleiri nákomna en þann þrönga hóp sem talinn er upp í lögunum. Ekki rétt að ekki sé heimilt að veita leyfið Guðmundur Ingi gagnrýnir að Ágústi Ólafi hafi ekki verið veitt skammtímaleyfi og segir ekki rétt að lögin girði fyrir það. Þar bendir hann á að forstöðumanni fangelsis sé einnig heimilt að veita fanga skammtímaleyfi til þess að gæta sérstaklega brýnna persónulegra hagsmuna sinna. „Þannig að það er alveg hægt að gera þetta ef menn vilja.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál, þegar Vísir bar málið undir hann.
Fangelsismál Tengdar fréttir „Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. 1. nóvember 2023 20:25 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
„Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. 1. nóvember 2023 20:25