Álit annara og almannarómur auk ímyndar Sigurður Páll Jónsson skrifar 5. febrúar 2024 16:00 Ímynd Íslands útávið, er einhver eltingarleikur og markaðssetning sem undanfarin ár hefur leitt til þess að minnimáttarkennd þjóðarinnar hefur aukist. Saga Íslands í rúm þúsund ár er saga baráttu uppá líf og dauða við náttúruöflin og að eiga til hnífs og skeiðar, draga björg í bú. Þessi eyja sem ég er gríðarlega stoltur af að hafa fæðst og alist upp á en hef samt auknar áhyggjur vegna ímyndunarveiki nútímans. Ísland er magnað verk skaparans umlukin sjó sem býr yfir auðlindum sem hafa lengi vel verið grunnurinn að uppbyggingu velferðar hér á fróni. Það hefur opinberast síðustu rúm hundrað ár með tækniframförum í skipakostum og veiðarfærum. Hið umtalaða fiskveiðistjórnunar kerfi okkar í dag er umdeilt en þó ekki verra en það að það getur borgað auðlindargjald (veiðigjald) eitt örfárra fiskveiðiþjóða. Orkuauðlindir okkar Íslendinga eru mikið fjöregg, sem mitt í allri ,,ímyndarveikinni“ stjórnvöld virðast vera ákveðin í að missa fullveldi yfir til ESB þjóða. Þegar orkupakka 3 var troðið uppá okkur árið 2019 reyndum við í Miðflokknum að opna augu þings og þjóðar um að samþykkja hann ekki. Í einni af ræðum sem ég flutti þetta vor var mér á orði ,, Við Íslendingar námum ekki hér land til að ganga í ESB nokkrum árum síðar“. Í EES samningnum á sínum tíma var hvergi minnst á orkumál! Það byrjaði með orkupakka 1 og 2 um síðustu aldarmót og svo orkupakka 3. Orkupakki 4 og 5 bíða á kantinum með enn frekara fullveldisframsali okkar Íslendinga til ESB. Ferðamannaiðnaðurinn er í gríðarlegum vexti eða um 2,5 miljónir manna á síðasta ári og gjaldeyristekjurnar komnar upp fyrir gjaldeyristekjur sjávarútvegsins það ár. Markaðsuppbygging leikur stórt hlutverk í þessum bransa og þar spilar „ímyndin“ inní. En sú vinna þarf að mínu áliti að vera gerð með bakið beint Uppbygging samgangna er á algjörum brauðfótum og ber alls ekki uppi þá miklu þungaflutninga sem á þjóðvegum landsins dynja eða þá fjölgun ferðamanna sem um vegina aka. Metnaðarleysi ráðherra málaflokksins sést best á því að framkvæmdum er ýtt frammí tímann, yfir á ráðherra framtíðarinnar, þegar núverandi ráðherra verður í öðrum gegningum. Landbúnaður á undir högg að sækja og svo hefur verið um langt skeið. Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn segja á tyllidögum að landbúnaðinn verði að tryggja. Svo er ekkert gert. Tveir af ríkisstjórnaflokkunum yfir 100 ára gamlir og telja sig málsvara bænda, samt er staðan þessi. Á síðasta kjörtímabili lagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þingmenn Miðflokksins fram metnaðarfulla þingsályktunartillögu um stór eflingu innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar í 24 liðum. Innlend matvælaframleiðsla er ein af grunnforsendum þess að við byggjum sjálfbært og sjálfbært samfélag til framtíðar. Varla nokkur skynsamur maður heldur öðru fram. Framtíð landbúnaðar veltur á ýmsu, má þar nefna á skilningi stjórnmálamanna, en umfram allt getu þjóðarinnar til að skoða heildarmyndina. Öllum ætti að vera ljóst að víða liggja vannýtt tækifæri í landbúnaði á Íslandi. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Sjá meira
Ímynd Íslands útávið, er einhver eltingarleikur og markaðssetning sem undanfarin ár hefur leitt til þess að minnimáttarkennd þjóðarinnar hefur aukist. Saga Íslands í rúm þúsund ár er saga baráttu uppá líf og dauða við náttúruöflin og að eiga til hnífs og skeiðar, draga björg í bú. Þessi eyja sem ég er gríðarlega stoltur af að hafa fæðst og alist upp á en hef samt auknar áhyggjur vegna ímyndunarveiki nútímans. Ísland er magnað verk skaparans umlukin sjó sem býr yfir auðlindum sem hafa lengi vel verið grunnurinn að uppbyggingu velferðar hér á fróni. Það hefur opinberast síðustu rúm hundrað ár með tækniframförum í skipakostum og veiðarfærum. Hið umtalaða fiskveiðistjórnunar kerfi okkar í dag er umdeilt en þó ekki verra en það að það getur borgað auðlindargjald (veiðigjald) eitt örfárra fiskveiðiþjóða. Orkuauðlindir okkar Íslendinga eru mikið fjöregg, sem mitt í allri ,,ímyndarveikinni“ stjórnvöld virðast vera ákveðin í að missa fullveldi yfir til ESB þjóða. Þegar orkupakka 3 var troðið uppá okkur árið 2019 reyndum við í Miðflokknum að opna augu þings og þjóðar um að samþykkja hann ekki. Í einni af ræðum sem ég flutti þetta vor var mér á orði ,, Við Íslendingar námum ekki hér land til að ganga í ESB nokkrum árum síðar“. Í EES samningnum á sínum tíma var hvergi minnst á orkumál! Það byrjaði með orkupakka 1 og 2 um síðustu aldarmót og svo orkupakka 3. Orkupakki 4 og 5 bíða á kantinum með enn frekara fullveldisframsali okkar Íslendinga til ESB. Ferðamannaiðnaðurinn er í gríðarlegum vexti eða um 2,5 miljónir manna á síðasta ári og gjaldeyristekjurnar komnar upp fyrir gjaldeyristekjur sjávarútvegsins það ár. Markaðsuppbygging leikur stórt hlutverk í þessum bransa og þar spilar „ímyndin“ inní. En sú vinna þarf að mínu áliti að vera gerð með bakið beint Uppbygging samgangna er á algjörum brauðfótum og ber alls ekki uppi þá miklu þungaflutninga sem á þjóðvegum landsins dynja eða þá fjölgun ferðamanna sem um vegina aka. Metnaðarleysi ráðherra málaflokksins sést best á því að framkvæmdum er ýtt frammí tímann, yfir á ráðherra framtíðarinnar, þegar núverandi ráðherra verður í öðrum gegningum. Landbúnaður á undir högg að sækja og svo hefur verið um langt skeið. Þeir flokkar sem nú eru í ríkisstjórn segja á tyllidögum að landbúnaðinn verði að tryggja. Svo er ekkert gert. Tveir af ríkisstjórnaflokkunum yfir 100 ára gamlir og telja sig málsvara bænda, samt er staðan þessi. Á síðasta kjörtímabili lagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þingmenn Miðflokksins fram metnaðarfulla þingsályktunartillögu um stór eflingu innlendrar matvælaframleiðslu og öruggt og fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi landbúnaðar í 24 liðum. Innlend matvælaframleiðsla er ein af grunnforsendum þess að við byggjum sjálfbært og sjálfbært samfélag til framtíðar. Varla nokkur skynsamur maður heldur öðru fram. Framtíð landbúnaðar veltur á ýmsu, má þar nefna á skilningi stjórnmálamanna, en umfram allt getu þjóðarinnar til að skoða heildarmyndina. Öllum ætti að vera ljóst að víða liggja vannýtt tækifæri í landbúnaði á Íslandi. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun