Hlær að samsæriskenningum um Swift og Super Bowl Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. febrúar 2024 10:32 Taylor Swift í faðmi kærastans, Travis Kelce. getty/Rob Carr Yfirmaður NFL-deildarinnar, Roger Goodell, blæs á samsæriskenningar tengdar Taylor Swift og Super Bowl sem fer fram á sunnudaginn. Eins og allir vita er Swift í sambandi með Travis Kelce, leikmanni Kansas City Chiefs sem mætir San Francisco 49ers í Super Bowl. Höfðingjarnir eiga titil að verja en þeir hafa komist í Super Bowl fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Fólk með ríkt ímyndunarafl á hægri væng stjórnmálanna í Bandaríkjunum hefur haldið því fram að samband Swifts og Kelces og sú staðreynd að Chiefs sé komið í Super Bowl sé allt hluti af samsæri að tryggja endurkjör Joes Biden Bandaríkjaforseta. Goodell hlær að þessum samsæriskenningum. „Ég er ekki svona góður handritshöfundur. Það er kjaftæði að þetta sé allt fyrirfram ákveðið. Þetta er ekki þess virði að eyða orðum í,“ sagði Goodell. Hann kveðst hæstánægður með áhrif Swifts á NFL. „Hún er einstakur flytjandi, einn af þeim bestu. Taylor Swift áhrifin eru bara jákvæð. Travis og Taylor eru yndislegt ungt fólk og virðast vera mjög hamingjusöm. Hún veit hvað góð skemmtun er og ég held að þess vegna elski hún NFL. Það er frábært að hún sé hluti af þessu.“ Swift þarf að hafa sig alla við ef hún ætlar að geta mætt á Super Bowl. Á laugardaginn spilar hún nefnilega á tónleikum í Tókýó. Eftir þá þarf hún að koma sér til Las Vegas þar sem Super Bowl fer fram. Flugið frá Tókýó til Las Vegas tekur 10-12 klukkutíma. Bandaríkjamenn kjósa sér forseta 5. nóvember. Biden býður sig fram til endurkjörs en líklega verður andstæðingur hans úr Repúblikanaflokknum sá sami og 2020; Donald Trump. NFL Tónlist Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Ofurskálin Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
Eins og allir vita er Swift í sambandi með Travis Kelce, leikmanni Kansas City Chiefs sem mætir San Francisco 49ers í Super Bowl. Höfðingjarnir eiga titil að verja en þeir hafa komist í Super Bowl fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Fólk með ríkt ímyndunarafl á hægri væng stjórnmálanna í Bandaríkjunum hefur haldið því fram að samband Swifts og Kelces og sú staðreynd að Chiefs sé komið í Super Bowl sé allt hluti af samsæri að tryggja endurkjör Joes Biden Bandaríkjaforseta. Goodell hlær að þessum samsæriskenningum. „Ég er ekki svona góður handritshöfundur. Það er kjaftæði að þetta sé allt fyrirfram ákveðið. Þetta er ekki þess virði að eyða orðum í,“ sagði Goodell. Hann kveðst hæstánægður með áhrif Swifts á NFL. „Hún er einstakur flytjandi, einn af þeim bestu. Taylor Swift áhrifin eru bara jákvæð. Travis og Taylor eru yndislegt ungt fólk og virðast vera mjög hamingjusöm. Hún veit hvað góð skemmtun er og ég held að þess vegna elski hún NFL. Það er frábært að hún sé hluti af þessu.“ Swift þarf að hafa sig alla við ef hún ætlar að geta mætt á Super Bowl. Á laugardaginn spilar hún nefnilega á tónleikum í Tókýó. Eftir þá þarf hún að koma sér til Las Vegas þar sem Super Bowl fer fram. Flugið frá Tókýó til Las Vegas tekur 10-12 klukkutíma. Bandaríkjamenn kjósa sér forseta 5. nóvember. Biden býður sig fram til endurkjörs en líklega verður andstæðingur hans úr Repúblikanaflokknum sá sami og 2020; Donald Trump.
NFL Tónlist Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Ofurskálin Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira