Tíu létust í hákarlaárásum í fyrra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2024 10:21 Þrátt fyrir að árásir séu tíðari við mannmargar strendur eru dauðsföll algengari á fáförnum slóðum. Getty/Universal Images Group/Lindsey Nicholson Tíu létust í kjölfar hákarlaárása árið 2023 en aðeins fimm árið á undan. Alls voru 69 bitnir í árásum í óvæntum árásum, ívið fleiri á brimbretti en að synda eða vaða. Þetta eru niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar en samkvæmt frétt Guardian eru 22 árásir ekki inni í tölunum, þar sem þær áttu sér stað þegar hákörlunum var ögrað eða ógnað. Flestar af umræddum árásum áttu sér stað við spjótveiðar. Fjórir létust í Ástralíu, þar sem 22 prósent árásanna áttu sér stað. Það vekur athygli að þrátt fyrir að árásum virðist hafa fjölgað á þéttbýlum svæðum, vegna aukinnar nálægðar manna og hákarla, verða mun fleiri dauðsföll á fáförnum svæðum. Ástæðan er sögð vera sú að þar sem mannfjöldinn sé, sé einnig að finna fleiri bjargráð, til að mynda búnað til að stöðva blóðflæði (e. tourniquet). Auk dauðsfallanna fjögurra í Ástralíu létust tveir í Bandaríkjunum og einn í Mexíkó, einn í Egyptalandi, einn á Bahamaeyjum og einn í Nýju Kaledóníu. Sérfræðingar segja ástæðu þess að brimbrettakappar verða oftar fyrir árásum en aðrir þá að þeir líkist mjög selum að svamla við yfirborð sjávar. Í langflestum tilvikum var enda um „tilraunabit“ að ræða, það er að segja hákarlinn beit til að kanna hvers konar bráð væri um að ræða og hætti svo við. Í nokkrum óvenjulegum tilvikum gerðu þrjár tegundir; hvítháfur, nautháfur og tígrisháfur, þó frekari atlögu að fórnarlömbum sínum og bitu þau ítrekað. Og í sumum tilvikum var um að ræða svo stórar skepnur að eitt bit dugði til að valda dauða. Ástralía Dýr Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Þetta eru niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar en samkvæmt frétt Guardian eru 22 árásir ekki inni í tölunum, þar sem þær áttu sér stað þegar hákörlunum var ögrað eða ógnað. Flestar af umræddum árásum áttu sér stað við spjótveiðar. Fjórir létust í Ástralíu, þar sem 22 prósent árásanna áttu sér stað. Það vekur athygli að þrátt fyrir að árásum virðist hafa fjölgað á þéttbýlum svæðum, vegna aukinnar nálægðar manna og hákarla, verða mun fleiri dauðsföll á fáförnum svæðum. Ástæðan er sögð vera sú að þar sem mannfjöldinn sé, sé einnig að finna fleiri bjargráð, til að mynda búnað til að stöðva blóðflæði (e. tourniquet). Auk dauðsfallanna fjögurra í Ástralíu létust tveir í Bandaríkjunum og einn í Mexíkó, einn í Egyptalandi, einn á Bahamaeyjum og einn í Nýju Kaledóníu. Sérfræðingar segja ástæðu þess að brimbrettakappar verða oftar fyrir árásum en aðrir þá að þeir líkist mjög selum að svamla við yfirborð sjávar. Í langflestum tilvikum var enda um „tilraunabit“ að ræða, það er að segja hákarlinn beit til að kanna hvers konar bráð væri um að ræða og hætti svo við. Í nokkrum óvenjulegum tilvikum gerðu þrjár tegundir; hvítháfur, nautháfur og tígrisháfur, þó frekari atlögu að fórnarlömbum sínum og bitu þau ítrekað. Og í sumum tilvikum var um að ræða svo stórar skepnur að eitt bit dugði til að valda dauða.
Ástralía Dýr Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira