Uppfært 13:15 Skipið er sokkið.
Fjórtán var bjargað frá skipinu um borð í þyrlu en Kambur var staddur um sautján sjómílur suður af Suðurey.
Kringvarpið segir að síðasti maðurinn sem bjargað var um borð í þyrluna hafi verið fastur á síðu Kambs í þrjár klukkustundir. Hann hafi ekki haft tíma til að komast í flotgalla og var ekki meðal þeirra fyrstu þrettán sem var bjargað. Þeim þrettán var flogið í land til aðhlynningar og var það ekki fyrr en áhöfn þyrlunnar kom aftur á vettvang sem þeir sáu manninn á síðu Kambs.
Skömmu eftir að honum var bjargað sökk skipið.
Mennirnir sem saknað er komust ekki heldur í flotgalla. Verið er að leita þeirra, samkvæmt frétt Kringvarpsins, og er verið að sigla öðrum skipum að staðnum þar sem Kambur sökk. Þar á meðal björgunarskipinu Brimli.
Mennirnir sem leitað er að eru 47 og 57 ára gamlir.
