Tvíburar taka yfir hjá egypska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 09:31 Mohamed Salah meiddist í öðrum leik Egypta og missti af restinni af Afríkukeppninni sem var mikið áfall fyrir liðið. Hér svekkir Salah sig í stúkunni. Getty/Visionhaus Markahæsti leikmaður egypska landsliðsins frá upphafi er tekinn við sem þjálfari landsliðsins eftir ófarir liðsins í Afríkukeppninni á dögunum. Hossam Hassan er nýr þjálfari landsliðsins og tvíburabróðir hans Ibrahim Hassan tekur enn fremur við sem liðsstjóri. Portúgalinn Rui Vitória var þjálfari liðsins en þurfti að taka pokann sinn eftir að slaka frammistöðu í Afríkukeppninni þar sem Egyptar unnu ekki leik og duttu út í sextán liða úrslitunum. Hossam Hassan skoraði á sínum tíma 68 mörk fyrir egypska landsliðið en það er tólf mörkum meira en Mohamed Salah sem er i öðru sætinu. Hassan lék 176 landsleiki frá 1985 til 2006 og er líka annar leikjahæsti maður landsliðsins frá upphafi. Egypt name record scorer Hossam Hassan as new coach https://t.co/K6EOifp71t pic.twitter.com/42ykfGB107— Reuters (@Reuters) February 6, 2024 Hassan hefur þjálfað nokkur egypsk félagslið sem og landslið Jórdaníu. Ibrahim Hassan var varnarmaður og er fimmti leikjahæsti leikmaður landsliðsins. Þeir spiluðu saman hjá mörgum félögum. Það var búist við því að Egyptar myndu ráða erlendan þjálfara og var Frakkinn Herve Renard meðal annars orðaður við starfið. Vitória hafði fengið fjögurra ára samning árið 2022 en náði ekki því besta fram hjá liðinu. Egyptar rétt skriðu upp úr riðlinum efir jafntefli í öllum þremur leikjum sínum á móti Mósambík. Gana og Grænhöfðaeyjum og töpuðu síðan í vítakeppni á móti Kongó í sextán liða úrslitunum. Miklu munaði auðvitað um það að Mohamed Salah meiddist aftan í læri í öðrum leiknum og aðalmarkvörðurinn Mohamed El Shenawy fór úr axlarlið í þriðja leiknum. Óheppnin var svo mikil að mati Egypta að þeir fórnuðu kú til að reyna að snúa lukkunni við. Það hafði ekki áhrif því liðið féll úr keppni í vítakeppni. Egyptar hafa unnið Afríkukeppnina oftast allra þjóða eða sjö sinnum en aldrei þó síðan að Mo Salah kom inn í landsliðið árið 2011. Síðast unnu þeir árið 2010. | .. . pic.twitter.com/nBuuzSJsJH— EFA.eg (@EFA) February 6, 2024 Egyptaland Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Hossam Hassan er nýr þjálfari landsliðsins og tvíburabróðir hans Ibrahim Hassan tekur enn fremur við sem liðsstjóri. Portúgalinn Rui Vitória var þjálfari liðsins en þurfti að taka pokann sinn eftir að slaka frammistöðu í Afríkukeppninni þar sem Egyptar unnu ekki leik og duttu út í sextán liða úrslitunum. Hossam Hassan skoraði á sínum tíma 68 mörk fyrir egypska landsliðið en það er tólf mörkum meira en Mohamed Salah sem er i öðru sætinu. Hassan lék 176 landsleiki frá 1985 til 2006 og er líka annar leikjahæsti maður landsliðsins frá upphafi. Egypt name record scorer Hossam Hassan as new coach https://t.co/K6EOifp71t pic.twitter.com/42ykfGB107— Reuters (@Reuters) February 6, 2024 Hassan hefur þjálfað nokkur egypsk félagslið sem og landslið Jórdaníu. Ibrahim Hassan var varnarmaður og er fimmti leikjahæsti leikmaður landsliðsins. Þeir spiluðu saman hjá mörgum félögum. Það var búist við því að Egyptar myndu ráða erlendan þjálfara og var Frakkinn Herve Renard meðal annars orðaður við starfið. Vitória hafði fengið fjögurra ára samning árið 2022 en náði ekki því besta fram hjá liðinu. Egyptar rétt skriðu upp úr riðlinum efir jafntefli í öllum þremur leikjum sínum á móti Mósambík. Gana og Grænhöfðaeyjum og töpuðu síðan í vítakeppni á móti Kongó í sextán liða úrslitunum. Miklu munaði auðvitað um það að Mohamed Salah meiddist aftan í læri í öðrum leiknum og aðalmarkvörðurinn Mohamed El Shenawy fór úr axlarlið í þriðja leiknum. Óheppnin var svo mikil að mati Egypta að þeir fórnuðu kú til að reyna að snúa lukkunni við. Það hafði ekki áhrif því liðið féll úr keppni í vítakeppni. Egyptar hafa unnið Afríkukeppnina oftast allra þjóða eða sjö sinnum en aldrei þó síðan að Mo Salah kom inn í landsliðið árið 2011. Síðast unnu þeir árið 2010. | .. . pic.twitter.com/nBuuzSJsJH— EFA.eg (@EFA) February 6, 2024
Egyptaland Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira