„Eins og að sjá Jordan í kvennærfatnaði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 07:31 Dwayne Wade ræðir við áhorfendur þegar hann var heiðraður af Miami Heat. Hann mætti með naglalakk. Getty/Megan Briggs Þekktir íþróttakarlar hafa kosið það að tjá sig á sérstakan hátt og kannski til að storka stöðnuðum hugmyndum um karlmennsku. Dwyane Wade, fyrrum leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni, vakti talsverða athygli á dögunum þegar hann var að halda upp á inntöku sína í heiðurshöll körfuboltans. Wade mætti uppáklæddur og glæsilegur til hátíðarinnar en fólk rak strax augun í það að hann var með rautt áberandi naglalakk. Íþróttakarlar hafa verið duglegir að fylla líkama sinn af húðflúrum í gegnum tíðina enda eitthvað sem hefur verið frá fyrstu tíð þótt tákn um karlmennsku. Wade og fleiri eru óhræddir að storka þessum venjum og sækja í skraut sem hingað til hefur oftast þótt tilheyra kvenfólkinu. Þetta vakti líka athygli blaðamannsins Andrew Lawrence á Guardian sem skrifar pistil um þessa nýju tísku hjá íþróttakörlum. Wade fékk á sig harða gagnrýni fyrir skrautið sitt og þá einkum úr svokölluðum karlrembuhornum samfélagsmiðlanna. Það þótti ekki við hæfi að hann væri að tjá sig öðruvísi en hefð er fyrir í heimi karlaíþróttanna. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Í Youtube þættinum It Is What It Is gekk rapparinn Ma$e mjög langt í gagnrýni sinni. Hann sagði að sjá Wade með naglalakkið væri í sama flokki „eins og að sjá Jordan í kvennærfatnaði. Þetta er að ganga af mér dauðum,“ sagði Ma$e. Wade er hættur að spila en einn mest spennandi ungi leikmaðurinn í ameríska fótboltanum, leikstjórnandinn Caleb Williams, fer sömu leið. Það er búist við því að hann verði valinn fyrstur í komandi nýliðavali og augun verða því á honum á næstu mánuðum. Caleb málar neglur sínar á leikdegi en hann er með því að heiðra móður sína sem er naglafræðingur. „Þú verður að halda höndunum ferskum. Það eru þær sem búa til allt gullið,“ sagði Caleb Williams aðspurður um þessa hefð sína. Lawrence fer betur yfir málið í grein sinni sem má finna hér. NBA Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira
Dwyane Wade, fyrrum leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni, vakti talsverða athygli á dögunum þegar hann var að halda upp á inntöku sína í heiðurshöll körfuboltans. Wade mætti uppáklæddur og glæsilegur til hátíðarinnar en fólk rak strax augun í það að hann var með rautt áberandi naglalakk. Íþróttakarlar hafa verið duglegir að fylla líkama sinn af húðflúrum í gegnum tíðina enda eitthvað sem hefur verið frá fyrstu tíð þótt tákn um karlmennsku. Wade og fleiri eru óhræddir að storka þessum venjum og sækja í skraut sem hingað til hefur oftast þótt tilheyra kvenfólkinu. Þetta vakti líka athygli blaðamannsins Andrew Lawrence á Guardian sem skrifar pistil um þessa nýju tísku hjá íþróttakörlum. Wade fékk á sig harða gagnrýni fyrir skrautið sitt og þá einkum úr svokölluðum karlrembuhornum samfélagsmiðlanna. Það þótti ekki við hæfi að hann væri að tjá sig öðruvísi en hefð er fyrir í heimi karlaíþróttanna. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Í Youtube þættinum It Is What It Is gekk rapparinn Ma$e mjög langt í gagnrýni sinni. Hann sagði að sjá Wade með naglalakkið væri í sama flokki „eins og að sjá Jordan í kvennærfatnaði. Þetta er að ganga af mér dauðum,“ sagði Ma$e. Wade er hættur að spila en einn mest spennandi ungi leikmaðurinn í ameríska fótboltanum, leikstjórnandinn Caleb Williams, fer sömu leið. Það er búist við því að hann verði valinn fyrstur í komandi nýliðavali og augun verða því á honum á næstu mánuðum. Caleb málar neglur sínar á leikdegi en hann er með því að heiðra móður sína sem er naglafræðingur. „Þú verður að halda höndunum ferskum. Það eru þær sem búa til allt gullið,“ sagði Caleb Williams aðspurður um þessa hefð sína. Lawrence fer betur yfir málið í grein sinni sem má finna hér.
NBA Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Sjá meira