Loksins ákærðir fyrir kynferðisbrot sem reynt var að hylma yfir Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2024 13:31 Markvörðurinn Carter Hart er einn fimmmenninganna sem nú hafa verið ákærðir. Getty/Len Redkoles Lögreglan í kanadísku borginni London, í Ontariofylki, hefur beðist afsökunar á því hve langan tíma tók að ákæra fimm íshokkímenn sem grunaðir eru um kynferðisbrot í júní 2018. Mennirnir eru allir atvinnumenn í íshokkí í dag, þar af fjórir í NHL-deildinni en einn í Sviss, en þeir voru liðsfélagar í kanadíska ungmennalandsliðinu sem varð heimsmeistari árið 2018. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu eftir verðlaunahátíð kanadíska íshokkísambandsins, sem haldin var í London í Kanada. Lögreglurannsókn lauk í febrúar 2019 án þess að ákæra væri lögð fram en málið var opnað að nýju í júlí 2022, í kjölfar mikillar reiði þegar í ljós kom að kanadíska íshokkísambandið hefði greitt þolandanum fyrir að láta málið niður falla. Þetta hneykslismál varð þess valdandi að kanadísk yfirvöld skrúfuðu fyrir styrki til kanadíska íshokkísambandsins í tíu mánuði, og fjöldi fyrirtækja gerði hlé á eða hætti styrkveitingum til sambandsins. Framkvæmdastjóra og stjórn sambandsins var skipt út. „Ég bið fórnarlambið og fjölskyldu hennar afsökunar á því að þetta hafi tekið svona langan tíma,“ sagði Thai Truong, lögreglustjórinn í London, á mánudag, eftir að mennirnir voru ákærðir í síðustu viku. „Þetta ætti ekki að taka svona langan tíma. Það ætti ekki að taka mörg ár fyrir okkur að ná þeirri niðurstöðu sem nú er komin,“ sagði Truong. Leikmennirnir sem um ræðir eru Carter Hart, markvörður Philadelphia Flyers, þeir Mike McLeod og Cal Foote hjá New Jersey Devils, Dilon Dube hjá Calgary Flames og loks Alex Formenton sem nú er leikmaður Ambri-Piotta í Sviss. Allir voru leikmennirnir komnir í leyfi áður en ákærurnar voru lagðar fram og segja lögfræðinar þeirra að þeir muni verjast ásökununum. Íshokkí Kynferðisofbeldi Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Mennirnir eru allir atvinnumenn í íshokkí í dag, þar af fjórir í NHL-deildinni en einn í Sviss, en þeir voru liðsfélagar í kanadíska ungmennalandsliðinu sem varð heimsmeistari árið 2018. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á konu eftir verðlaunahátíð kanadíska íshokkísambandsins, sem haldin var í London í Kanada. Lögreglurannsókn lauk í febrúar 2019 án þess að ákæra væri lögð fram en málið var opnað að nýju í júlí 2022, í kjölfar mikillar reiði þegar í ljós kom að kanadíska íshokkísambandið hefði greitt þolandanum fyrir að láta málið niður falla. Þetta hneykslismál varð þess valdandi að kanadísk yfirvöld skrúfuðu fyrir styrki til kanadíska íshokkísambandsins í tíu mánuði, og fjöldi fyrirtækja gerði hlé á eða hætti styrkveitingum til sambandsins. Framkvæmdastjóra og stjórn sambandsins var skipt út. „Ég bið fórnarlambið og fjölskyldu hennar afsökunar á því að þetta hafi tekið svona langan tíma,“ sagði Thai Truong, lögreglustjórinn í London, á mánudag, eftir að mennirnir voru ákærðir í síðustu viku. „Þetta ætti ekki að taka svona langan tíma. Það ætti ekki að taka mörg ár fyrir okkur að ná þeirri niðurstöðu sem nú er komin,“ sagði Truong. Leikmennirnir sem um ræðir eru Carter Hart, markvörður Philadelphia Flyers, þeir Mike McLeod og Cal Foote hjá New Jersey Devils, Dilon Dube hjá Calgary Flames og loks Alex Formenton sem nú er leikmaður Ambri-Piotta í Sviss. Allir voru leikmennirnir komnir í leyfi áður en ákærurnar voru lagðar fram og segja lögfræðinar þeirra að þeir muni verjast ásökununum.
Íshokkí Kynferðisofbeldi Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira