Viðurkennir að stjarnan verði líklega seld í sumar Smári Jökull Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 17:46 Ivan Toney er búinn að skora tvö mörg í þremur leikjum síðan hann sneri aftur úr átta mánaða leikbanni. Vísir/Getty Thomas Frank knattspyrnustjóri Brentford viðurkennir að líklegast sé að framherjinn Ivan Toney verði seldur frá félaginu í sumar. Toney á eitt ár eftir af samningi sínum við Brentford. Ivan Toney er nýlega snúinn til baka á knattspyrnuvöllinn eftir átta mánaða fjarveru vegna leikbanns. Hann var dæmdur í leikbann fyrir brot á reglum enska knattspyrnusambandsins um veðmál og lék sinn fyrsta leik eftir bannið gegn Nottingham Forest þann 20. janúar. Toney á eitt ár eftir af samningi sínum við Brentford en hann hefur skorað 65 mörk í 113 leikjum fyrir Brentford og lék sinn fyrsta landsleik fyrir England á síðasta ári. Toney hefur meðal annars verið orðaður við Arsenal og Chelsea á síðustu vikum og í viðtali við danska Tipsbladet í dag viðurkenndi knattspyrnustjórinn Thomas Frank að líklega verði Toney seldur frá Brentford í sumar. „Það er frekar augljóst að Toney verður seldur í sumar. Við vitum hvers virði hann er og ég held það séu ekki margir framherjar í heiminum sem eru betri en hann í aungablikinu.“ Eins og áður segir á Toney ár eftir af samningi sínum við Brentford sem þarf því að selja í sumar ætli þeir sér að fá pening fyrir framherjann knáa. „Hann er mjög hæfileikaríkur framherji og á besta aldri knattspyrnumanns. Ég myndi vilja halda honum en einhvern daginn væri gaman að sjá hann í toppliði,“ sagði Frank og bætti við að ekkert tilboð hefði borist í Toney í félagaskiptaglugganum í janúar. „Það kæmi mér samt á óvart ef það verða ekki mörg félög áhugasöm um hann.“ Í sumar sagði Frank að hann teldi Toney vera allt að 100 milljón punda virði og sjálfur hefur Toney sagt að hann vijli spila fyrir topplið einhvern tíman á ferlinum. Enski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira
Ivan Toney er nýlega snúinn til baka á knattspyrnuvöllinn eftir átta mánaða fjarveru vegna leikbanns. Hann var dæmdur í leikbann fyrir brot á reglum enska knattspyrnusambandsins um veðmál og lék sinn fyrsta leik eftir bannið gegn Nottingham Forest þann 20. janúar. Toney á eitt ár eftir af samningi sínum við Brentford en hann hefur skorað 65 mörk í 113 leikjum fyrir Brentford og lék sinn fyrsta landsleik fyrir England á síðasta ári. Toney hefur meðal annars verið orðaður við Arsenal og Chelsea á síðustu vikum og í viðtali við danska Tipsbladet í dag viðurkenndi knattspyrnustjórinn Thomas Frank að líklega verði Toney seldur frá Brentford í sumar. „Það er frekar augljóst að Toney verður seldur í sumar. Við vitum hvers virði hann er og ég held það séu ekki margir framherjar í heiminum sem eru betri en hann í aungablikinu.“ Eins og áður segir á Toney ár eftir af samningi sínum við Brentford sem þarf því að selja í sumar ætli þeir sér að fá pening fyrir framherjann knáa. „Hann er mjög hæfileikaríkur framherji og á besta aldri knattspyrnumanns. Ég myndi vilja halda honum en einhvern daginn væri gaman að sjá hann í toppliði,“ sagði Frank og bætti við að ekkert tilboð hefði borist í Toney í félagaskiptaglugganum í janúar. „Það kæmi mér samt á óvart ef það verða ekki mörg félög áhugasöm um hann.“ Í sumar sagði Frank að hann teldi Toney vera allt að 100 milljón punda virði og sjálfur hefur Toney sagt að hann vijli spila fyrir topplið einhvern tíman á ferlinum.
Enski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Sjá meira