Handbolti

Aftur­elding sótti tvö stig í Kópa­voginn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Mosfellingar gátu fagnað í kvöld.
Mosfellingar gátu fagnað í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Afturelding vann sigur á HK þegar liðin mættust í Kórnum í Olís-deildinni í handknattleik í kvöld. Afturelding fer upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum.

Leikurinn í kvöld var jafn og spennandi í fyrri hálfleiknum en Mosfellingar þó skrefinu á undan. Staðan í hálfleik var 12-11 gestunum í vil og forystan var ennþá eitt mark um miðbik síðari hálfleiksins, Afturelding þá yfir 20-19.

Þá kom góður kafli hjá gestunum. Afturelding komst í 24-20 og HK náði lítið að minnka muninn eftir það. Lokatölur 29-24 fyrir Aftureldingu sem fer með sigrinum upp fyrir lið ÍBV og upp í þriðja sæti Olís-deildarinnar. HK er í 10. sætinu, þremur stigum á undan Víkingum sem eru í fallsæti og tveimur stigum frá úrslitakeppnissæti.

Árni Bragi Eyjólfsson skoraði 8 mörk fyrir Aftureldingu og Blær Hinriksson 5. Jovan Kukobat var frábær í markinu með tæplega 50% markvörslu. Júlíus Flosason var markahæstur hjá HK með 7 mörk og þeir Sigurjón Guðmundsson og Róbert Örn Karlsson vörðu samtals 10 skot í markinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×