„Í rauninni það versta sem gat gerst“ Jakob Bjarnar skrifar 8. febrúar 2024 12:35 Kjartan Már Kjartansson, bæjarsstjóri Reykjanesbæjar, er nú staddur á Ítalíu en er væntanlegur til landsins seinnipart laugardags. Hann segir íbúa nú verða að búa sig undir kaldari hús en þeir eiga að venjast. Vísir/Egill Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar er staddur á Ítalíu og fylgdist með aukafréttatíma Stöðvar 2, sér til mikillar hrellingar. Glóandi hraunið var að fara yfir heitavatnslögnina, sem skaffar Keflvíkingum og öðrum sem búa í Reykjanesbæ fyrir heitu vatni. „Lögnin er farin í sundur. Það kom fram í tali viðmælanda. Við erum að loka sundlaugum og meta ástand í skólum,“ segir Kjartan Már sem er í stöðugu sambandi við aðgerðarstjórn. Áhorfendur Stöðvar 2 sáu í beinni útsendingu þegar miklir bólstrar urðu við það að hrauni náði stóru heitavatnslögninni fyrir Suðurnesin. „Þetta er ekki gott. Reyndar mjög vont og í rauninni það versta sem gat gerst. Það er ljóst að það verður mikil skerðing á heitu vatni, meðan verið er að tengja lögn neðanjarðar,“ segir Kjartan Már. Bæjarstjórinn segir bæjarfélagið búa að einhverjum varatönkum með heitu vatni en fyrirliggjandi sé að íbúar verði að búa sig undir það að vera í húsum sem eru ekki eins heit og alla jafna. Spara rafmagn og heitt vatn Kjartan Már er væntanlegur til landsins síðdegis á laugardaginn. Hann segir þetta skelfilega viðburði en hann geri engin kraftaverk, ekki einn, og ekki á Ítalíu. „Það er fullt af fólki að vinna í málinu. Ég er í sambandi við aðgerðarstjórn og svo fylgist maður með hér. Og treystir á sérfræðingana sem eru að vinna að málum.“ Í tilkynningu frá almannavörnum er biðlað til íbúa á Suðurnesjum að spara allt rafmagn og heitt vatn. Mikilvægt sé að allir leggist á eitt. Slökkva þarf á öllu óþarfa rafmagni, skrúfa fyrir alla heita potta og loka gluggum. Íbúar eru hvattir til að fylgjast með fréttum. Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Neyðarstigi lýst yfir vegna rofs á heitavatnslögn Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að virkja neyðarstig Almannavarna vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum. 8. febrúar 2024 13:16 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Glóandi hraunið var að fara yfir heitavatnslögnina, sem skaffar Keflvíkingum og öðrum sem búa í Reykjanesbæ fyrir heitu vatni. „Lögnin er farin í sundur. Það kom fram í tali viðmælanda. Við erum að loka sundlaugum og meta ástand í skólum,“ segir Kjartan Már sem er í stöðugu sambandi við aðgerðarstjórn. Áhorfendur Stöðvar 2 sáu í beinni útsendingu þegar miklir bólstrar urðu við það að hrauni náði stóru heitavatnslögninni fyrir Suðurnesin. „Þetta er ekki gott. Reyndar mjög vont og í rauninni það versta sem gat gerst. Það er ljóst að það verður mikil skerðing á heitu vatni, meðan verið er að tengja lögn neðanjarðar,“ segir Kjartan Már. Bæjarstjórinn segir bæjarfélagið búa að einhverjum varatönkum með heitu vatni en fyrirliggjandi sé að íbúar verði að búa sig undir það að vera í húsum sem eru ekki eins heit og alla jafna. Spara rafmagn og heitt vatn Kjartan Már er væntanlegur til landsins síðdegis á laugardaginn. Hann segir þetta skelfilega viðburði en hann geri engin kraftaverk, ekki einn, og ekki á Ítalíu. „Það er fullt af fólki að vinna í málinu. Ég er í sambandi við aðgerðarstjórn og svo fylgist maður með hér. Og treystir á sérfræðingana sem eru að vinna að málum.“ Í tilkynningu frá almannavörnum er biðlað til íbúa á Suðurnesjum að spara allt rafmagn og heitt vatn. Mikilvægt sé að allir leggist á eitt. Slökkva þarf á öllu óþarfa rafmagni, skrúfa fyrir alla heita potta og loka gluggum. Íbúar eru hvattir til að fylgjast með fréttum.
Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Neyðarstigi lýst yfir vegna rofs á heitavatnslögn Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að virkja neyðarstig Almannavarna vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum. 8. febrúar 2024 13:16 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Neyðarstigi lýst yfir vegna rofs á heitavatnslögn Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að virkja neyðarstig Almannavarna vegna rofs á afhendingu á heitu vatni á Suðurnesjum. 8. febrúar 2024 13:16