Kafa ofan í „stóra bílastæðamálið“ Bjarki Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2024 14:03 Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, og mæðgurnar Elísabet Ýr Sveinsdóttir og Anna Ringsted. Vísir/Einar/Sigurjón Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir borgarstjórn hafa ákveðið að leggjast heildstætt yfir verklag við útgáfu sekta vegna stöðubrota í Reykjavík. Nýlega var kona sektuð fyrir að leggja í innkeyrslu á eigin lóð. Um síðustu helgi var rætt við Önnu Ringsted, íbúa við Frakkastíg í Reykjavík, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar ræddi hún um sekt sem hún hafði fengið fyrir að leggja í innkeyrslu á eigin lóð. Hún og dóttir hennar mótmæltu sektinni en fengu höfnun. Þær mæður fengu aftur á móti afsökunarbeiðni frá borginni og sektina endurgreidda á þriðjudag, þremur dögum eftir að fréttin var birt. Borgin viðurkenndi þar að stöðumælavörður hafi gert mistök þegar hann sektaði Önnu. Þá hafi Bílastæðasjóður ekki átt að hafna beiðni mæðgnanna um endurgreiðslu þegar þær mótmæltu sektinni. Sjá einnig: Fengu afsökunarbeiðni og sektin verður endurgreidd Kafa ofan í málið Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar, segir nú í færslu á Facebook að borgin ætli að skoða það sem hún kallar „stóra bílastæðamálið“ og verklag í kringum álagningu gjalda vegna stöðubrota. „Undanfarið hefur verið töluverð umræða um breytt verklag við eftirlit með bílastæðum á einkalóðum, sér í lagi í miðborg og vesturbæ. Þetta breytta verklag kom aftan að mörgum og að mínu mati hefði upplýsingagjöf þurft að vera mun betri sem og fyrirvarinn meiri, í anda þjónustustefnu borgarinnar,“ segir í færslu Dóru. „Sömuleiðis hafa komið upp tilfelli þar sem sektun hefur orðið fyrir mistök eins og við Frakkastíginn eins og frægt er orðið. Mér þótti það mál ansi sérstakt og fannst full ástæða til að það yrði skoðað betur sem og var gert, sem endaði með því að sektin var endurgreidd og gleðst ég yfir því að hið rétta hafi náð fram að ganga.“ Klippa: Má ekki lengur leggja fyrir utan heima hjá sér Skipa starfshóp Hún bendir á tillögu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði í gær en þar segir að stofnaður verði starfshópur sem vinni drög að verklagsreglum um framkvæmd álagningu gjalda vegna stöðubrota í Reykjavík með áherslu á fræðslu, upplýsingagjöf og góða þjónustu við íbúa. „Við erum auðmjúk gagnvart þeim tækifærum sem reglulega koma upp í fjölbreyttum verkefnum borgarinnar til að bæta verklag, herða skrúfur og taka til í ferlunum okkar og við brettum viljug upp ermar þar sem þarf. Líkt og nú,“ segir Dóra að lokum. Píratar Samgöngur Bílastæði Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Um síðustu helgi var rætt við Önnu Ringsted, íbúa við Frakkastíg í Reykjavík, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar ræddi hún um sekt sem hún hafði fengið fyrir að leggja í innkeyrslu á eigin lóð. Hún og dóttir hennar mótmæltu sektinni en fengu höfnun. Þær mæður fengu aftur á móti afsökunarbeiðni frá borginni og sektina endurgreidda á þriðjudag, þremur dögum eftir að fréttin var birt. Borgin viðurkenndi þar að stöðumælavörður hafi gert mistök þegar hann sektaði Önnu. Þá hafi Bílastæðasjóður ekki átt að hafna beiðni mæðgnanna um endurgreiðslu þegar þær mótmæltu sektinni. Sjá einnig: Fengu afsökunarbeiðni og sektin verður endurgreidd Kafa ofan í málið Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar, segir nú í færslu á Facebook að borgin ætli að skoða það sem hún kallar „stóra bílastæðamálið“ og verklag í kringum álagningu gjalda vegna stöðubrota. „Undanfarið hefur verið töluverð umræða um breytt verklag við eftirlit með bílastæðum á einkalóðum, sér í lagi í miðborg og vesturbæ. Þetta breytta verklag kom aftan að mörgum og að mínu mati hefði upplýsingagjöf þurft að vera mun betri sem og fyrirvarinn meiri, í anda þjónustustefnu borgarinnar,“ segir í færslu Dóru. „Sömuleiðis hafa komið upp tilfelli þar sem sektun hefur orðið fyrir mistök eins og við Frakkastíginn eins og frægt er orðið. Mér þótti það mál ansi sérstakt og fannst full ástæða til að það yrði skoðað betur sem og var gert, sem endaði með því að sektin var endurgreidd og gleðst ég yfir því að hið rétta hafi náð fram að ganga.“ Klippa: Má ekki lengur leggja fyrir utan heima hjá sér Skipa starfshóp Hún bendir á tillögu sem samþykkt var í umhverfis- og skipulagsráði í gær en þar segir að stofnaður verði starfshópur sem vinni drög að verklagsreglum um framkvæmd álagningu gjalda vegna stöðubrota í Reykjavík með áherslu á fræðslu, upplýsingagjöf og góða þjónustu við íbúa. „Við erum auðmjúk gagnvart þeim tækifærum sem reglulega koma upp í fjölbreyttum verkefnum borgarinnar til að bæta verklag, herða skrúfur og taka til í ferlunum okkar og við brettum viljug upp ermar þar sem þarf. Líkt og nú,“ segir Dóra að lokum.
Píratar Samgöngur Bílastæði Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira