Vildi spila í Keflavík í kvöld: „Geta bara farið í sturtu annars staðar“ Aron Guðmundsson skrifar 8. febrúar 2024 18:00 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, VÍSIR/BÁRA Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðs Hattar í Subway deild karla í körfubolta, hefði viljað sjá leik liðsins gegn Keflavík færðan til Reykjavíkur eða spilaðan í Keflavík fremur en að honum hafi verið frestað líkt og nú er raunin. Lið Hattar lenti í Reykjavík í morgun en nokkrum klukkustundum síðar var leiknum frestað um óákveðinn tíma. Leikmenn körfuknattleiksliðs Hattar frá Egilsstöðum voru mættir til Reykjavíkur í morgun þegar að leik liðsins við Keflavík, sem fara átti fram í Keflavík í kvöld, var frestað sökum heitavatnsskorts á Suðurnesjum sem rekja má til eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga sem hófst í morgun. Leik Keflavíkur og Hattar, sem og leik Njarðvíkur og Breiðabliks, var frestað en í samtali við Vísi sagði Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ að ákvörðunin væri tekin með það til hliðsjónar að kalt yrði í íþróttahúsunum suður með sjó sem hýsa áttu leikina í kvöld og að enginn kæmist í sturtu eftir leik. Viðar Örn, þjálfari Hattar, segir klárlega um fýluferð að ræða fyrir sitt lið sem hafði tekið létta æfingu á Egilsstöðum í morgun áður en haldið var til Reykjavíkur flugleiðis og voru liðsmenn Hattar lentir í Reykjavík fyrir hádegi. Nokkru síðar var leikurinn blásinn af og segir Viðar um að ræða aðstæður sem erfitt sé að ráða við. Hins vegar hefði hann viljað sjá leikinn færðan til Reykjavíkur eða spila bara í Keflavík fremur en að honum yrði frestað. „Já klárlega. Við hefðum viljað að leikurinn yrði spilaður einhvers staðar hérna í höfuðborginni eða spila bara í Keflavík. Það verður varla orðið það kalt þarna upp úr klukkan sjö í kvöld að það sé ekki hægt að spila þar. Menn geta svo bara farið í sturtu annars staðar. „Alltaf eins og menn komi af fjöllum“ Um töluverðan sokkinn kostnað er að ræða fyrir körfuknattleiksdeild Hattar en Viðar telur að hver ferð liðsins hingað suður eftir kosti um hálfa milljón íslenskra króna. „Langoftast er þetta hópur tólf leikmanna og nokkurra þjálfara til viðbótar sem koma með í hverja ferð. Við höfum hins vegar verið að glíma við meiðslavandræði og erum því eins og í þessari ferð ekki með hóp sem telur nema þrettán manns í heildina af leikmönnum og þjálfurum.“ Það er því alveg töluverður kostnaður sem fylgir því að flytja liðið á milli landshluta? „Já. Ég er nú ekki með nákvæma tölu á þessu en ein svona ferð er líklegast að kosta okkur um hálfa milljón króna. Það er bara eitthvað sem við búum við en þegar að það er búin að vera svona eldgosahrina í gangi mættu menn nú alveg vera búnir að setja upp einhver aðgerðarplön fyrir fram. Því á næstu árum gæti þetta nú vera búið að gerast oftar en einu sinni. Það er alltaf eins og menn komi af fjöllum þegar að eitthvað svona gerist. Einhver svona kostnaður hlýtur bara að falla á körfuknattleikssambandið. Það er ekki okkar vandamál að andstæðingur okkar hafi ekki heimavöll til þess að spila á þegar að við erum mættir til leiks. Liðsmenn Hattar eiga ekki flug heim til Egilsstaða fyrr en í fyrramálið og ætla þeir að reyna gera gott úr ferðinni úr því sem komið er. „Við ætlum að eiga góða stund saman á Shake & pizza í kvöld, fara í keilu og reyna nýta þessa ferð í eitthvað sem getur eflt liðið okkar.“ Subway-deild karla Höttur Keflavík ÍF Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira
Leikmenn körfuknattleiksliðs Hattar frá Egilsstöðum voru mættir til Reykjavíkur í morgun þegar að leik liðsins við Keflavík, sem fara átti fram í Keflavík í kvöld, var frestað sökum heitavatnsskorts á Suðurnesjum sem rekja má til eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesskaga sem hófst í morgun. Leik Keflavíkur og Hattar, sem og leik Njarðvíkur og Breiðabliks, var frestað en í samtali við Vísi sagði Snorri Örn Arnaldsson, mótastjóri KKÍ að ákvörðunin væri tekin með það til hliðsjónar að kalt yrði í íþróttahúsunum suður með sjó sem hýsa áttu leikina í kvöld og að enginn kæmist í sturtu eftir leik. Viðar Örn, þjálfari Hattar, segir klárlega um fýluferð að ræða fyrir sitt lið sem hafði tekið létta æfingu á Egilsstöðum í morgun áður en haldið var til Reykjavíkur flugleiðis og voru liðsmenn Hattar lentir í Reykjavík fyrir hádegi. Nokkru síðar var leikurinn blásinn af og segir Viðar um að ræða aðstæður sem erfitt sé að ráða við. Hins vegar hefði hann viljað sjá leikinn færðan til Reykjavíkur eða spila bara í Keflavík fremur en að honum yrði frestað. „Já klárlega. Við hefðum viljað að leikurinn yrði spilaður einhvers staðar hérna í höfuðborginni eða spila bara í Keflavík. Það verður varla orðið það kalt þarna upp úr klukkan sjö í kvöld að það sé ekki hægt að spila þar. Menn geta svo bara farið í sturtu annars staðar. „Alltaf eins og menn komi af fjöllum“ Um töluverðan sokkinn kostnað er að ræða fyrir körfuknattleiksdeild Hattar en Viðar telur að hver ferð liðsins hingað suður eftir kosti um hálfa milljón íslenskra króna. „Langoftast er þetta hópur tólf leikmanna og nokkurra þjálfara til viðbótar sem koma með í hverja ferð. Við höfum hins vegar verið að glíma við meiðslavandræði og erum því eins og í þessari ferð ekki með hóp sem telur nema þrettán manns í heildina af leikmönnum og þjálfurum.“ Það er því alveg töluverður kostnaður sem fylgir því að flytja liðið á milli landshluta? „Já. Ég er nú ekki með nákvæma tölu á þessu en ein svona ferð er líklegast að kosta okkur um hálfa milljón króna. Það er bara eitthvað sem við búum við en þegar að það er búin að vera svona eldgosahrina í gangi mættu menn nú alveg vera búnir að setja upp einhver aðgerðarplön fyrir fram. Því á næstu árum gæti þetta nú vera búið að gerast oftar en einu sinni. Það er alltaf eins og menn komi af fjöllum þegar að eitthvað svona gerist. Einhver svona kostnaður hlýtur bara að falla á körfuknattleikssambandið. Það er ekki okkar vandamál að andstæðingur okkar hafi ekki heimavöll til þess að spila á þegar að við erum mættir til leiks. Liðsmenn Hattar eiga ekki flug heim til Egilsstaða fyrr en í fyrramálið og ætla þeir að reyna gera gott úr ferðinni úr því sem komið er. „Við ætlum að eiga góða stund saman á Shake & pizza í kvöld, fara í keilu og reyna nýta þessa ferð í eitthvað sem getur eflt liðið okkar.“
Subway-deild karla Höttur Keflavík ÍF Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira