„Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 19:10 Sigríður Halldórsdóttir keypti tæki til húshitunnar fyrir sig og nágranna sína í dag. „Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt,“ sagði hún við fréttamann. Vísir/Berghildur Grípa þurfti til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum. Ferðamenn sögðust flestir hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru staddir á landinu. Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu hitara, rafmagnsofna og gaskúta í Reykjanesbæ í dag. Isavía þurfti að grípa til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum eftir að Njarðvíkuræð sem flytur heitt vatn til Suðurnesja fór í sundur í eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni. Slökkt var á loftræstingu og snjóbræðslukerfum til að spara heita vatnið á vellinum í dag. Þá voru starfsmenn beðnir um að passa upp á að loka gluggum og hurðum eins fljótt og hægt væri. Vinnuteymi voru send á staðinn en til stendur að reisa stóra hitablásara á vellinum. Ekki var unnt að fá viðtal frá fulltrúa Isavía vegna ástandsins á flugvellinum í dag. Ferðamenn sem staddir voru á vellinum sögðust hafa fengið skilaboð í síma um að byrjað væri að gjósa á svæðinu. Flestir sögðust hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru á landinu. Þeir voru undrandi yfir því að heitavatnsæð til alþjóðaflugvallarins hefði farið í sundur en voru flestir rólegir yfir ástandinu. Eins og menn hafi viljað fá hraun þarna yfir Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu tæki til húshitunar í dag eftir að Njarðvíkuræð fór í sundur og heitavatnslaust varð í sveitarfélögum á Suðurnesjum. Langar biðraðir mynduðust í Húsasmiðjunni í Reykjanesbæ í dag þar sem fólk keypti alls kyns tæki til húshitunnar. Vísir/Berghildur Tómas Darri Róbertsson keypti sér þrjá rafmagnsofna í Húsasmiðjunni í Reykjanesbæ í dag. „Það byrjaði fljótt að kólna í minni íbúð, hundurinn minn byrjaði strax að skjálfa,“ sagði Tómas þegar fréttamaður tók hann tali fyrir utan Húsasmiðjuna. Sigríður Halldórsdóttir keypti tæki til húshitunar fyrir sig og nágranna sína í dag. „Ég er að kaupa fyrir fjögur heimili í Sandgerði. Þetta eru olíufylltir ofnar. Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt, það er mikið af börnum á þessum heimilum,“ sagði Sigríður í samtali við fréttamann. Guðríður Gunnsteinsdóttir starfsmaður í Húsasmiðjunni í dag sagði að fólk hefði byrjað að koma á ellefta tímanum í morgun til að kaupa tæki til húshitunar. Sumir hafi beðið lengi. „Fólk var byrjað að koma hingað í Húsasmiðjuna til að kaupa hitatæki klukkan tuttugu mínútur í ellefu. Þau kláruðust strax og við vorum að fá nýja sendingu upp úr tvö. Margir hafa þurft að bíða í nokkra klukkutíma en við erum að fá sendingar alls staðar að af landinu. Við erum að selja olíufyllta hitara, blásara og þessir minni hitarar sem við fengum. Þeir sem eru búnir að bíða lengst fá að kaupa,“ sagði Guðríður í dag. Sumir biðu nokkra klukkutíma til að ná sér í tæki til að hita hús sín eftir að heitt vatn fór af sveitarfélögum á Suðurnesjum í dag. Vísir/Berghildur Karl Ólason íbúi í Reykjanesbæ var búinn að bíða í klukkutíma þegar fréttamaður náði tali af honum. „Ég er að kaupa einn olíufylltan ofn. Mér líst ekki á þetta ástand. Þetta kemur of hratt aftan að fólki. Mér finnst eins og virkjunin í Svartsengi sé of óvarin fyrir sprungukerfinu á svæðinu. Mér finnst líka undarlegt að hraunið hafi farið yfir Grindavíkurveg. Þetta var fyrirsjáanlegt. Það er eins og menn hafi viljað fá hraun þarna yfir, þetta lítur þannig út fyrir mér,“ sagði Karl í Húsasmiðjunni í dag. Grindavík Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Isavía þurfti að grípa til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum eftir að Njarðvíkuræð sem flytur heitt vatn til Suðurnesja fór í sundur í eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni. Slökkt var á loftræstingu og snjóbræðslukerfum til að spara heita vatnið á vellinum í dag. Þá voru starfsmenn beðnir um að passa upp á að loka gluggum og hurðum eins fljótt og hægt væri. Vinnuteymi voru send á staðinn en til stendur að reisa stóra hitablásara á vellinum. Ekki var unnt að fá viðtal frá fulltrúa Isavía vegna ástandsins á flugvellinum í dag. Ferðamenn sem staddir voru á vellinum sögðust hafa fengið skilaboð í síma um að byrjað væri að gjósa á svæðinu. Flestir sögðust hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru á landinu. Þeir voru undrandi yfir því að heitavatnsæð til alþjóðaflugvallarins hefði farið í sundur en voru flestir rólegir yfir ástandinu. Eins og menn hafi viljað fá hraun þarna yfir Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu tæki til húshitunar í dag eftir að Njarðvíkuræð fór í sundur og heitavatnslaust varð í sveitarfélögum á Suðurnesjum. Langar biðraðir mynduðust í Húsasmiðjunni í Reykjanesbæ í dag þar sem fólk keypti alls kyns tæki til húshitunnar. Vísir/Berghildur Tómas Darri Róbertsson keypti sér þrjá rafmagnsofna í Húsasmiðjunni í Reykjanesbæ í dag. „Það byrjaði fljótt að kólna í minni íbúð, hundurinn minn byrjaði strax að skjálfa,“ sagði Tómas þegar fréttamaður tók hann tali fyrir utan Húsasmiðjuna. Sigríður Halldórsdóttir keypti tæki til húshitunar fyrir sig og nágranna sína í dag. „Ég er að kaupa fyrir fjögur heimili í Sandgerði. Þetta eru olíufylltir ofnar. Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt, það er mikið af börnum á þessum heimilum,“ sagði Sigríður í samtali við fréttamann. Guðríður Gunnsteinsdóttir starfsmaður í Húsasmiðjunni í dag sagði að fólk hefði byrjað að koma á ellefta tímanum í morgun til að kaupa tæki til húshitunar. Sumir hafi beðið lengi. „Fólk var byrjað að koma hingað í Húsasmiðjuna til að kaupa hitatæki klukkan tuttugu mínútur í ellefu. Þau kláruðust strax og við vorum að fá nýja sendingu upp úr tvö. Margir hafa þurft að bíða í nokkra klukkutíma en við erum að fá sendingar alls staðar að af landinu. Við erum að selja olíufyllta hitara, blásara og þessir minni hitarar sem við fengum. Þeir sem eru búnir að bíða lengst fá að kaupa,“ sagði Guðríður í dag. Sumir biðu nokkra klukkutíma til að ná sér í tæki til að hita hús sín eftir að heitt vatn fór af sveitarfélögum á Suðurnesjum í dag. Vísir/Berghildur Karl Ólason íbúi í Reykjanesbæ var búinn að bíða í klukkutíma þegar fréttamaður náði tali af honum. „Ég er að kaupa einn olíufylltan ofn. Mér líst ekki á þetta ástand. Þetta kemur of hratt aftan að fólki. Mér finnst eins og virkjunin í Svartsengi sé of óvarin fyrir sprungukerfinu á svæðinu. Mér finnst líka undarlegt að hraunið hafi farið yfir Grindavíkurveg. Þetta var fyrirsjáanlegt. Það er eins og menn hafi viljað fá hraun þarna yfir, þetta lítur þannig út fyrir mér,“ sagði Karl í Húsasmiðjunni í dag.
Grindavík Reykjanesbær Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira