Eggert Aron um atvinnumennskuna og A-landsliðið: Draumur síðan ég var krakki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. febrúar 2024 09:00 Eggert Aron í leik gegn Noregi þar sem hann skoraði stórglæsilegt mark sem hefur án efa vakið athygli út fyrir landsteinana. Seb Daly/Getty Images Knattspyrnumaðurinn Eggert Aron Guðmundsson gekk í raðir silfurliðs Svíþjóðar, Elfsborg, frá Stjörnunni fyrir ekki svo löngu síðan. Atvinnumannaferillinn byrjar ekki byrlega en Eggert Aron er að glíma við meiðsli um þessar mundir. Fall er hins vegar fararheill og hann horfir björtum augum á framtíðina. „Leiðinlegt ef þú ert bara einn með sjúkraþjálfaranum“ Eggert Aron var nýverið sendur heim úr æfingaferð liðsins í Portúgal þar sem hann var að glíma við meiðsli á ökkla. Hann var spurður út í meiðslin. „Staðan er sú að þegar ég var í Miami með landsliðinu þá lenti ég skringilega á ökklanum á einni æfingunni. Hef ekki náð að koma úr þeim meiðslum og því var ákveðið að senda mig heim því læknirinn okkar í Elfsborg var ekki á staðnum.“ „Ég fer í skoðun á laugardag hjá bæklunarlækni, til að sjá hver staðan er og hver næstu skref verða.“ Eggert Aron Guðmundsson sést hér elta leikmann Gvatemala uppi en Eggert Aron lék vel í sínum fyrsta landsleik.Knattspyrnusamband Gvatemala Svona fyrir utan meiðslin, hvernig hafa fyrstu vikurnar í atvinnumennsku verið? „Eins og þú segir, þetta er ekki beint draumabyrjunin hjá mér. Ég vildi koma og sýna hversu góður ég væri fyrir bæði þjálfurum og leikmönnum. Ein leið til að tengjast liðsfélögunum er að æfa með þeim. Dálítið leiðinlegt ef þú ert bara einn með sjúkraþjálfaranum en þetta er búið að vera frábært.“ „Góðir gæjar sem ég er með og gott þjálfarateymi sem tala alveg við mig þó ég sé meiddur. Er búinn að koma mér vel fyrir. Þetta er ólíkt því að vera á Íslandi, umgjörðin og allt það. Fyrstu vikurnar eru bara búnar að vera skemmtilegar.“ „Horfi á þetta sem frábæran klúbb og mögulegan stökkpall“ Það voru mörg lið sem vildu fá Eggert Aron í sínar raðir eftir síðasta tímabil þar sem hann fór á kostum með Stjörnunni. Af hverju valdi hann Elfsborg? „Eru búnir að gera frábærlega undanfarin ár. Jimmy (Thelin), þjálfari er búinn að gera frábæra hluti. Uppskeran síðustu ár hjá félaginu er frábær. Ég er líka að horfa í næsta skref, þeir eru búnir að selja leikmenn til allra horna Evrópu fyrir fullt af pening. Ég horfi á þetta sem frábæran klúbb og mögulegan stökkpall.“ Á síðustu leiktíð léku Hákon Rafn Valdimarsson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Andri Fannar Baldursson með félaginu. Sá síðastnefndi er á láni frá Bologna fram á sumar en Hákon Rafn var hins vegar seldur til Brentford og Sveinn Aron til Hansa Rostock. „Eins og ég segi, þetta er klúbbur sem er búinn að selja mikið af leikmönnum. Nýjasta dæmið er Hákon Rafn til Brentford. Það er risa move. Hann kom frá Gróttu til Elfsborg og þaðan í ensku úrvalsdeildina. Það er svolítið súrrealískt en svona getur gerst ef þú stendur þig vel í þessari deild því þetta er hörkudeild og tækifærin eru þín.“ Elfsborg var hársbreidd frá því að vinna titilinn á síðustu leiktíð og dugði stig gegn Malmö í lokaumferðinni. Malmö hafði hins vegar betur og landaði titlinum. Stefnir Eggert Aron á að vera í toppbaráttu með félaginu? „Fyrst og fremst ætla ég að koma mér í liðið og sýna hvað ég get. Vonandi get ég styrkt liðið og stefnan er skýr hjá Elfsborg, það er að vinna deildina. Þetta voru vonbrigði í fyrra en það voru ekki mörg lið sem bjuggust við því að Elfsborg yrði að berjast á toppnum, sérstaklega miðað við fjármagn.“ „Hvernig Elfsborg vinnur með hlutina er einstakt, félagið er ekki með sama fjármagn og Malmö en þeir eru að gera vel úr því sem þeir hafa og hvernig þeir vinna er mjög einstakt.“ „Í enda dagsins var þetta rétt ákvörðun“ Þá var Stjörnumaðurinn fyrrverandi spurður út í síðustu leiktíð en Eggert Aron gat yfirgefið Stjörnuna um mitt sumar en ákvað að klára tímabilið í Garðabænum. „Þegar maður horfir yfir síðasta tímabil var þetta frábær ákvörðun, hún var erfið en þetta var ótrúlega skemmtilegt sumar hjá mér og Stjörnunni. Hvernig við rifum okkur úr smá veseni og enduðum sem eitt heitasta lið deildarinnar.“ „Það er erfitt þegar maður er 19 ára og ert að flytja út frá foreldrum þínum í fyrsta skipti. Þetta er smá öðruvísi en að vera bara heima, og að fara frá Stjörnunni. Fannst þetta bara ekki rétti tímapunkturinn á þeim tíma og félögin sem komu upp ekki jafn spennandi og þau sem stóðu til boða í lok tímabils. Í enda dagsins var þetta rétt ákvörðun.“ Eggert Aron var hluti af A-landsliði Íslands sem spilaði við Gvatemala og Hondúras í Miami í Bandaríkjunum. Þar spilaði hann sinn fyrsta A-landsleik. „Að komast í landsliðið í fyrsta skipti er draumur síðan ég var krakki. Kynntist fullt af frábæru fólki, þjálfarateymið og leikmennirnir sjálfir. Þetta var góð upplifun og vonandi verða þær fleiri á næstu mánuðum og árum.“ Eggert Aron Guðmundsson og Ísak Snær Þorvaldsson í fyrsta A-landsleik þess fyrrnefnda.Knattspyrnusamband Íslands Fótbolti Sænski boltinn Stjarnan Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Sjá meira
Atvinnumannaferillinn byrjar ekki byrlega en Eggert Aron er að glíma við meiðsli um þessar mundir. Fall er hins vegar fararheill og hann horfir björtum augum á framtíðina. „Leiðinlegt ef þú ert bara einn með sjúkraþjálfaranum“ Eggert Aron var nýverið sendur heim úr æfingaferð liðsins í Portúgal þar sem hann var að glíma við meiðsli á ökkla. Hann var spurður út í meiðslin. „Staðan er sú að þegar ég var í Miami með landsliðinu þá lenti ég skringilega á ökklanum á einni æfingunni. Hef ekki náð að koma úr þeim meiðslum og því var ákveðið að senda mig heim því læknirinn okkar í Elfsborg var ekki á staðnum.“ „Ég fer í skoðun á laugardag hjá bæklunarlækni, til að sjá hver staðan er og hver næstu skref verða.“ Eggert Aron Guðmundsson sést hér elta leikmann Gvatemala uppi en Eggert Aron lék vel í sínum fyrsta landsleik.Knattspyrnusamband Gvatemala Svona fyrir utan meiðslin, hvernig hafa fyrstu vikurnar í atvinnumennsku verið? „Eins og þú segir, þetta er ekki beint draumabyrjunin hjá mér. Ég vildi koma og sýna hversu góður ég væri fyrir bæði þjálfurum og leikmönnum. Ein leið til að tengjast liðsfélögunum er að æfa með þeim. Dálítið leiðinlegt ef þú ert bara einn með sjúkraþjálfaranum en þetta er búið að vera frábært.“ „Góðir gæjar sem ég er með og gott þjálfarateymi sem tala alveg við mig þó ég sé meiddur. Er búinn að koma mér vel fyrir. Þetta er ólíkt því að vera á Íslandi, umgjörðin og allt það. Fyrstu vikurnar eru bara búnar að vera skemmtilegar.“ „Horfi á þetta sem frábæran klúbb og mögulegan stökkpall“ Það voru mörg lið sem vildu fá Eggert Aron í sínar raðir eftir síðasta tímabil þar sem hann fór á kostum með Stjörnunni. Af hverju valdi hann Elfsborg? „Eru búnir að gera frábærlega undanfarin ár. Jimmy (Thelin), þjálfari er búinn að gera frábæra hluti. Uppskeran síðustu ár hjá félaginu er frábær. Ég er líka að horfa í næsta skref, þeir eru búnir að selja leikmenn til allra horna Evrópu fyrir fullt af pening. Ég horfi á þetta sem frábæran klúbb og mögulegan stökkpall.“ Á síðustu leiktíð léku Hákon Rafn Valdimarsson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Andri Fannar Baldursson með félaginu. Sá síðastnefndi er á láni frá Bologna fram á sumar en Hákon Rafn var hins vegar seldur til Brentford og Sveinn Aron til Hansa Rostock. „Eins og ég segi, þetta er klúbbur sem er búinn að selja mikið af leikmönnum. Nýjasta dæmið er Hákon Rafn til Brentford. Það er risa move. Hann kom frá Gróttu til Elfsborg og þaðan í ensku úrvalsdeildina. Það er svolítið súrrealískt en svona getur gerst ef þú stendur þig vel í þessari deild því þetta er hörkudeild og tækifærin eru þín.“ Elfsborg var hársbreidd frá því að vinna titilinn á síðustu leiktíð og dugði stig gegn Malmö í lokaumferðinni. Malmö hafði hins vegar betur og landaði titlinum. Stefnir Eggert Aron á að vera í toppbaráttu með félaginu? „Fyrst og fremst ætla ég að koma mér í liðið og sýna hvað ég get. Vonandi get ég styrkt liðið og stefnan er skýr hjá Elfsborg, það er að vinna deildina. Þetta voru vonbrigði í fyrra en það voru ekki mörg lið sem bjuggust við því að Elfsborg yrði að berjast á toppnum, sérstaklega miðað við fjármagn.“ „Hvernig Elfsborg vinnur með hlutina er einstakt, félagið er ekki með sama fjármagn og Malmö en þeir eru að gera vel úr því sem þeir hafa og hvernig þeir vinna er mjög einstakt.“ „Í enda dagsins var þetta rétt ákvörðun“ Þá var Stjörnumaðurinn fyrrverandi spurður út í síðustu leiktíð en Eggert Aron gat yfirgefið Stjörnuna um mitt sumar en ákvað að klára tímabilið í Garðabænum. „Þegar maður horfir yfir síðasta tímabil var þetta frábær ákvörðun, hún var erfið en þetta var ótrúlega skemmtilegt sumar hjá mér og Stjörnunni. Hvernig við rifum okkur úr smá veseni og enduðum sem eitt heitasta lið deildarinnar.“ „Það er erfitt þegar maður er 19 ára og ert að flytja út frá foreldrum þínum í fyrsta skipti. Þetta er smá öðruvísi en að vera bara heima, og að fara frá Stjörnunni. Fannst þetta bara ekki rétti tímapunkturinn á þeim tíma og félögin sem komu upp ekki jafn spennandi og þau sem stóðu til boða í lok tímabils. Í enda dagsins var þetta rétt ákvörðun.“ Eggert Aron var hluti af A-landsliði Íslands sem spilaði við Gvatemala og Hondúras í Miami í Bandaríkjunum. Þar spilaði hann sinn fyrsta A-landsleik. „Að komast í landsliðið í fyrsta skipti er draumur síðan ég var krakki. Kynntist fullt af frábæru fólki, þjálfarateymið og leikmennirnir sjálfir. Þetta var góð upplifun og vonandi verða þær fleiri á næstu mánuðum og árum.“ Eggert Aron Guðmundsson og Ísak Snær Þorvaldsson í fyrsta A-landsleik þess fyrrnefnda.Knattspyrnusamband Íslands
Fótbolti Sænski boltinn Stjarnan Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð